Fara í efni

Hvernig á að ná til kínverskra ferðamanna?

Vatnajokull
Vatnajokull

Miðvikudaginn 6. september næstkomandi halda Ferðamálastofa, Útflutningsráð og Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins opinn fund sem ber yfirskriftina: ?Hvernig á að ná til kínverskra ferðamanna og aðlaga ferðaþjónustu að þeirra þörfum?.?

Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins, 6. hæð kl. 8:30.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  • Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálstofu fjallar um markaðsmál ferðaþjónustunnar í Kína.
  • Isis Cai, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Peking fjallar um þarfir kínverskra ferðamanna og þjónustu við þá.
  • Petur Yang Li, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Peking talar um menningarlegan mun á Kínverjum og Vesturlandabúum og hverig brúa megi þau bil sem myndast geta í samskiptum.

Fundarstjóri er Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs.

Boðið verður upp á léttar veitingar og í fundarlok svara fyrirlesarar spurningum.

Skráning á fundinn á vef Útflutningsráðs