Fara í efni

Gistinóttum í júní fjölgaði um 8%

Gisting júní 06
Gisting júní 06

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í júní síðastliðnum. Samkvæmt þeim voru gistinæturnar 133700 talsins, samanborið við 123900 í sama mánuði árið 2005. Nemur aukningin 8%.

Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem gistinætur fóru úr 12.100 í 14.100 milli ára, 17% aukning. Á Norðurlandi nam fjölgunin rúmum 14%, er gistinóttum fjölgaði úr 11.300 í 12.900. Á Suðurlandi fór gistináttafjöldinn úr 14.900 í 16.900 sem telst rúmlega 13% aukning milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um tæp 4 þúsund, úr 79.500 í 83.300, 5% aukning. Fjölgunin á Austurlandi nam einnig 5% og fóru gistinæturnar úr 6.200 í 6.500 milli ára.

Fjölgun gistinátta á hótelum í júní árið 2006 má bæði rekja til Íslendinga og útlendinga. En gistinóttum Íslendingum fjölgaði um 22% og útlendinga um 5%. Gistirými á hótelum í júnímánuði jókst milli ára, en hótel sem opin voru í júní síðastliðnum eru tveimur fleiri en árið á undan, fóru úr 73 í 75. Fjöldi herbergja fór úr 3.721 í 3.791, 2% aukning og fjöldi rúma úr 7.563 í 7.640, 1% aukning.