Fara í efni

Framhald á talningu erlendra ferðamanna í Leifsstöð

Flugstöð
Flugstöð

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum var samningi sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli og Ferðamálastofu um talningu erlendra gesta í Leifsstöð sagt upp í byrjun árs. Hefði uppsögnin tekið gildi myndi talningu erlendra ferðamanna hafa verið hætt um næstu mánaðamót. Nú hefur tekist samkomulag um að halda talningunni áfram.

Fleiri lönd bætast við
Í samkomulaginu er einnig kveðið á um ferðamenn frá fleiri löndum verða taldir frá og með áramótum. Nú eru taldir sértaklega ferðamenn frá 16 löndum og aðrir nefndir ?Önnur lönd?. Frá 1. janúar 2007 verður fjórum löndum bætt við og þar á meðal Kína, en að mati Ferðamálastofu er nauðsynlegt að hafa tiltækar upplýsingar um breytingar í komu þessa vaxandi hóps.

Einstakur gagnagrunnur
?Erlendir ferðamenn hafa verið taldir hér á landi í um 55 ár. Fá ef nokkur lönd hafa slíkan nákvæman gagnagrunn sem nær yfir svo langan tíma um komu erlendra gesta. Því er þessi gagnagrunnur einstaklega mikilvæg heimild um þróun á mörkuðum okkar og ekki síður mikilvægur þegar kemur að því að meta aðgerðir og taka ákvarðanir í allri markaðs- og kynningarvinnu ferðaþjónustunnar á erlendum mörkuðum. Því er fagnaðarefni að samkomulag hefur tekist um áframhald þessarar talningar,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri