Fara í efni

Um 550 manns taka þátt í Vestnorden ferðakaupstefnunni í Reykjavík í september

Vestnorden 2005
Vestnorden 2005

Eins og kunnugt er verður Vestnorden ferðakaupstefnan (VNTM) nú haldin í Reykjavík dagana 11.-13. september næstkomandi. Þetta er 21. VNTM sem haldin er á vegum ferðamálayfirvalda í Færeyjum á Grænlandi og Íslandi auk þess sem Shetlandseyjar hafa komið að kaupstefnunni hin síðari ár.

Að þessu sinni munu um 300 ferðaþjónustuaðilar frá um 160 fyrirtækjum í aðildarlöndunum kynna vöru sína og þjónustu. Til landsins koma um 200 kaupendur frá um 140 ferðasölufyrirtækjum og kynna sér hvað löndin hafa uppá að bjóða árið 2007.

Kaupendur koma nú frá fleiri löndum en áður eða alls 31 landi. Þá koma til kaupstefnunnar fjölmiðlamenn sem til hennar er boðið svo og ýmsir aðrir gestir. Dagana þrjá sem kaupstefnan stendur munu því um 550 manns taka þátt í þessari stærstu ferðakaupstefnu sem haldin er á Íslandi annað hvert ár.

Umsjónaraðili VNTM er Congress Reykajvík.

Heimasíða Vestnorden 2006