Fara í efni

Nýtt talnaefni á vefnum

Vert er að vekja athygli á flokknum ?Talnaefni? hér á vefnum. Efni í honum hefur nú verið endurnýjað að miklu leyti, útlit samræmt og er mun aðgengilegra en áður var.

Meðal annars er komin inn á vefinn fróðlegar samantektir unnar upp úr tölum um talningu ferðamanna. Það er sem kunnugt er Ferðamálastofa sem annast talningu ferðamanna sem fara um Leifsstöð. Einnig er nýtt á vefnum samantektir sem unnar eru uppúr talnagrunni Hagstofunnar um gistinætur árin 1998-2004. Oddný Þóra Óladóttir, verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, vann samantektirnar. Þá má einnig benda á liðinn ?Tengiliðir? þar sem finna má tengingar á vefsíður með tölfræðiupplýsingum um ferðamál, bæði á Íslandi og erlendis.