16.03.2006
Vert er að vekja athygli á flokknum ?Talnaefni? hér á vefnum. Efni í honum hefur nú verið endurnýjað að miklu leyti, útlit samræmt og er mun aðgengilegra en áður var.
Meðal annars er komin inn á vefinn fróðlegar samantektir unnar upp úr tölum um talningu ferðamanna. Það er sem kunnugt er Ferðamálastofa sem annast talningu ferðamanna sem fara um Leifsstöð. Einnig er nýtt á vefnum samantektir sem unnar eru uppúr talnagrunni Hagstofunnar um gistinætur árin 1998-2004. Oddný Þóra Óladóttir, verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, vann samantektirnar. Þá má einnig benda á liðinn ?Tengiliðir? þar sem finna má tengingar á vefsíður með tölfræðiupplýsingum um ferðamál, bæði á Íslandi og erlendis.
Lesa meira
15.03.2006
Nýr forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt í Þýskalandi, Davíð Jóhannsson, hóf störf í dag. Davíð, sem er 41 árs gamall rekstrarhagfræðingur, býr að mikilli reynslu í ferðaþjónustu og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri ITD Island Tours í Frankfurt.
Starfssvið skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt nær yfir meginland Evrópu auk þess að frá áramótum hefur skrifstofan yfirumsjón með markaðsverkefninu Iceland Naturally í Evrópu, en það verkefni nær einnig yfir Bretland. Fráfarandi forstöðumaður er Haukur Birgisson sem verið hefur forstöðumaður skrifstofunnar síðastliðin. fimm ár. Haukur mun starfa við hlið Davíðs til 1. apríl. Fjórir starfsmenn eru á skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt.
Mynd: Davíð Jóhannsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt; Haukur Birgisson, fráfarandi forstöðumaður og Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu.
Lesa meira
13.03.2006
Samtök ferðaþjónustunnar boða til upplýsinga- og umræðufundar um samspil ferðaþjónustu og virkjana 23. mars nk. kl. 13:00 ? 17:00 á Grand Hótel Reykjavík (Gullteig).
Samgönguráðherra setur fundinn og fjölmargir fyrirlesarar tala. Iðnaðarráðherra fjallar m.a. um hvort fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir séu í samræmi við rammaáætlun ríkisstjórnarinnar og umhverfisráðherra ræðir afstöðu sína til samspils nýtingar og náttúruverndar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til SAF í info@saf.is
Sjá dagskrá fundarins hér
Lesa meira
10.03.2006
Alls bárust Ferðamálastofu 158 umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári en auglýst var eftir umsóknum um styrki í byrjun janúar síðastliðinn. Umsóknirnar voru afgreiddar af Ferðamálastofu og hlutu 57 verkefni styrk að þessu sinni. Til úthlutunar voru um 40 milljónir króna sem skiptist í þrjá flokka en sótt var um samtals 209.638.250 krónur.
Minni verkefniÍ flokknum minni verkefni gátu styrkir að hámarki numið 500 þúsund krónum þar sem sérstök áhersla var lögð á uppbyggingu gönguleiða og eingöngu til efniskaupa. Alls bárust 105 umsóknir en 44 aðilar fengu styrk, samtals að upphæð 11.870.000. Af því leiðir að mörgum verðugum verkefnum varð að hafna að þessu sinni. Þetta er sama reynsla og fengist hefur á undangengnum árum þar sem fjárhæð umsókna hefur verið margföld sú upphæð sem verið hefur til ráðstöfunar.
Stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðumÍ flokkinn stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum bárust 18 umsóknir og hlutu 6 verkefni styrk, samtals að upphæð 11.475.000 krónur. Hér er um það að ræða að umsækjendur stýra framkvæmdum sjálfir og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur.
Uppbygging á nýjum svæðumÍ þriðja flokkinn, uppbygging á nýjum svæðum, bárust 35 umsóknir. Úthlutað var 14.350.000 krónum sem skiptast á 7 verkefni.
Náttúran í forgangiTil viðmunar við úthlutun er stuðst við reglur um forgangsröðun styrkja sem fylgt hefur verið síðustu ár, mikilvægi verkefna er vegið eftir því hver áhrif framkvæmdarinnar eru á náttúru og umhverfi, í meginatriðum er flokkunin eftirfarandi:
Náttúruvernd
Upplýsingar, og öryggismál
Áningarstaðir
Annað
Verkefni sem stuðla að náttúruvernd eru því forgangsverkefni. Einnig er reynt að fylgja eftir þeim opinberu markmiðum að uppbygging ferðaþjónustunnar stuðli að sjálfbærri þróun í samfélaginu.
Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, segir umsóknarferlið hafa gengið nokkuð vel fyrir sig í ár og greinilegt að undirbúningur verkefna batnar með hverju árinu, þó eru alltaf einhverjir sem kveikja á perunni ?korter fyrir? að umsóknarfrestur rennur út og henda inn ófullkomnum og lítt úthugsuðum hugmyndum. "Það er ljóst að mörg verðug verkefni verða að bíða að þessu sinni og vissulega er alltaf erfitt að geta ekki orðið við góðum umsóknum," segir Valur.
Hér að neðan er listi yfir þá sem fengu úthlutað styrkjum í ár:
Styrkir til minni verka
Sveitarfélag / svæði
Verkefni
Umsækjendur
Styrkir
Allt landið
Göngum um Ísland -upphafsmerkingar
Ungmennafélag Íslands
500.000
Neskaupstaður
Göngustígar í fólkvangi Neskaupstaðar
Náttúrustofa Austurlands
200.000
Fljótsdalshreppur
Merking gönguleiða í Fljótsdal
Ferðamálanefnd Fljótsdalshrepps
200.000
Berufjörður - Reyðarfjörður
Gönguleið milli fjarðanna
Göngufélag Suðurfjarða
150.000
Fjarðarbyggð / Hólmanes
Gönguleiðir um Hólmanes fólkvang
Náttúrustofa Austurlands
100.000
Fljótsdalshérað
Gönguleiðir í dreifbýli héraðsins
Svf. Fljótsdalshérað
200.000
Svf. Hornafjöður
Kortagerð við Vatnajökulsþjóðgarð -Mýrar
Ferðamálafélag A-Skaftfellssýslu
500.000
Svf. Hornafjörður / Fláajökull
Kortagerð við Fláajökul og víðar
Ferðaþjónusta bænda Brunnhól og Hólmi
500.000
Svf. Hornafjörður / Haukafell
Upphafsmerkingar á gönguleiðum um Mýrar
Skógræktarfélag A - Skaftafellssýslu
40.000
Svf. Hornafjörður / Illikambur
Fræðsluskilti og vegvísar á Lónsöræfum
Helga Davids, Stafafelli
200.000
Svf. Hornafjörður / Suðursveit
Gönguleiðir í Staðardal
Björn Sigfússon
200.000
Dalvíkurbyggð / Tröllaskagi
Göngukort á Tröllaskaga
Dalvíkurbyggð
200.000
Húnaþing vestra / Gauksmýri
Aðgengi fyrir alla - Gauksmýrartjörn
Ferðam.fél. Vestur - Húnavatnssýslu
250.000
Húnaþing vestra / Hvítserk
Endurnýjun vatnslagana að WC
Knútur A Óskarsson
150.000
A - Húnavatnssýsla / Skagi
Gönguleiðir -Hafnir / Selvíkurtangi. Náttúruvernd
Vignir Á Sveinsson
300.000
Norðausturland / EyÞing
Gönguleiðakort af norðausturlandi nr. 1
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
400.000
Norðausturland / EyÞing
Gönguleiðakort af norðausturlandi nr. 2
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
400.000
Norðausturland / EyÞing
Gönguleiðakort af norðausturlandi nr. 6
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
400.000
Siglufjörður
Gönguleiðir í nágrenni Siglufjarðar
Ferðafélag Siglufjarðar
100.000
Skagafjörður / Austurdalur
Gönguleiðir um Austurdal
FS. og Gangnam.f. Austurdals
250.000
Tröllaskagi / Héðinsfjörður
Gönguleiðir Ólafsfjörður / Héðinsfjörður
Björgunarsveitin Tindur
100.000
Öxafjörður / Rauðinúpur
Gönguleið á Rauðanúp
Öxafjarðarhreppur
100.000
Fjallabak / Strútsfjall
Göngubrú við skála við Strút
Ferðafélagið Útivist
250.000
Rangárþing eystra / Stóra Mörk
Gönguleiðir í Nauthúsagil
Ragna Aðalbjörnsdóttir
200.000
Rangárþing eystra/ Dómadalsheiði
Lagfæring á vörðum
Rangárþing eystra
100.000
Rangárþing og Mýrdalur
Göngustígar
Rangárþing eystra + Mýrdalur
200.000
Rangárþing ytra / Hella (nágreni)
Göngustígar útfrá Hellu frh.
Rangárþing eystra
200.000
Skaftárhreppur
Gönguleiðabæklingar fyrir Skaftárhrepp
Skaftárhreppur
500.000
Skaftárhreppur
Göngustígar við Laufbalavatnshella
Skaftárhreppur
250.000
Skaftárhreppur
Gönguleið, brú við Fjaðrárgljúfur
Skaftárhreppur
500.000
Vestmannaeyjar
Merking söguslóða
Upplýsingam.st. Vestmannaeyja
500.000
Þórsmörk / Réttarfell
Endurbætur á göngustígum á Réttarfell
Ferðafélagið Útivist
300.000
Ísafjarðarbær / Bolungarv. Ströndum
Salerni við gönguleið og áningarstað
Mávaberg ehf. Reimar Vilmundarson
250.000
Ísafjarðarbær / Grunnavík
Hreinlætisaðstaða á Snæfjallaströnd
Ferðaþjónustan Grunnavík ehf.
250.000
Ísafjarðarbær / Hesteyri
Lendingabætur við Hesteyri
Sjóf. Hafsteins og Kiddýjar ehf.
520.000
Ísafjarðarbær / Hornbjargsviti
Ný og fleiri salerni
Ævar Sigdórsson, Óvissuferðir
350.000
Strandasýsla / Grímsey
Gönguleiðir og merkingar í Grímsey
Héraðsnefnd Strandasýslu
200.000
Strandasýsla / Húsavík
Fuglaskoðunarhús og göngleiðir -Tungugrafarvogum
Matthías Sævar Lýðsson
250.000
Vestfirðir
Gerð gönguleiðakorta á Vestfjörðum
Ferðamálasamtök Vestfjarða
500.000
Vesturbyggð / Geirþjófsfjörður
Stígagerð um slóðir Gísla Súrssonar
Þórir Örn Guðmundsson
100.000
Önundarfjörður
Fuglaskilti í Önundarfirði
Náttúrustofa Vestfjarða / Ísafjarðarbær
260.000
Snæfellsnes / Kambsskarð
Merking gönguleiða y. Kambaskarð
Framkvæmdaráð Snæfellsness
250.000
Dali og Reykhólahreppur
Gönguleiðir í Reykólahr. og Dalab.
Ferðamálafélag Dala og Reykhóla
250.000
Húsafell
Merking gönguleiða í kringum Húsafell
Ferðaþjónustan Húsafelli
250.000
Styrkir til fjölsóttra svæða
Sveitarfélag / svæði
Verkefni
Umsækjendur
Styrkir
Svf. Hornafjörður / Öræfi
Göngustígar við Svínafellsjökul
Jón Benediktsson
700.000
Mývatnssveit / Dimmuborgir
Aðgengi að Dimmuborgum -lokafrágangur
Skútustaðahreppur
3.000.000
Dyrhólaey
hreinlætisaðstaða á Háey -lokafrágangur
Þorsteinn Gunnarsson
2.000.000
Ísafjarðarbær / Hornstrandir
WC, gönguleiðir og öryggismál í friðlandinu
Ísafjarðarbær
2.200.000
Snæfellsnes / Rif
Fuglaskoðunaraðstaða við Rif
Snæfellsbær
875.000
Borgarfjörður / Hraunfossar
Viðhald svæðis - tilfærsla rotþróar o.fl.
Borgarfjarðarsveit
2.700.000
Styrkir til nýrra svæða
Sveitarfélag / svæði
Verkefni
Umsækjendur
Styrkir
Djúpivogur
Fuglaskoðun í Djúpavogshreppi
Ferðamálanefnd Djúpavogs
1.000.000
Svf. Hornafjörður / Eskifell
Vatnsalerni í stað kamra við Eskifell
Gunnlaugur B Ólafsson
850.000
Eyjafjörður / Gásir
Uppbygging á miðaldakaupstað 1. áfangi
Minjasafnið á Akureyri
3.000.000
Húnaþing vestra / Vatnsnes
Uppbygging náttúruskoðunarstaða á Vatnsnesi
Ferðam.fél. Vestur - Húnavatnssýslu
2.500.000
Hvammstangi
Aðgengi fyrir alla við Selasetur og víðar
Ferðam.fél. Vestur - Húnavatnssýslu
4.000.000
N-Þingeyjarsýsla
Strandmenning - Skjálfandi - Langaness
Atvinnuþróunarfél. Þingeyinga
1.000.000
Suðureyri
Áningarsvæði -upplýsingaveita
Sjávarporpið Suðureyri ehf.
2.000.000
Lesa meira
09.03.2006
Laugardaginn 11. mars nk. verður opið hús í Menntaskólanum í Kópavogi frá kl. 12 ? 16. Kynning á ferðamálanámi í MK fer fram í stofu N12 í norðurálmu.
Ferðamálaskólinn kynnir starfstengt ferðafræðinám og flugþjónustunám ásamt ferðalínu til stúdentsprófs.
Leiðsöguskólinn kynnir nám fyrir verðandi leiðsögumenn, þ.e. nám í almennri leiðsögn, gönguleiðsögn og afþreyingarleiðsögn.
Ferðagetraun fyrir alla - vegleg verðlaun. Nemendur keppa í ferðakynningum og hljóta að launum þátttökurétt í keppni á vegum Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla (AEHT) sem haldin verður á Írlandi í nóvember.
Jarðfræðingur fer með gesti í skoðunarferðir um Kópavog. Lagt verður af stað með rútu frá MK (frá Digranesvegi) kl. 13.00, 14:00 og 15:00.
Ýmislegt sem kitlar bragðlaukana verður í boði um allan skólann.
Lesa meira
09.03.2006
Málþing verður haldið á vegum Ferðamálaseturs Íslands og Ferðaþjónustuklasa (VAXEY) þriðjudaginn 28. mars næstkomandi kl. 13:30. Þar verða kynntar niðurstöður rannsóknar um hagræn áhrif af ferðaþjónustu á mismunandi svæðum.
Aðilar rannsóknarinnar eru Ásgeir Jónsson hagfræðingur og lektor, Njáll Trausti Friðbertsson viðskiptafræðingur og flugumferðastjóri og Þórhallur Ásbjörnsson hagfræðingur. Í kjölfarið verða pallborðsumræður. (Rannsóknin var unnin með stuðningi Byggðastofnunar og Ferðamálastofu, Háskólasjóði KEA og Rannsóknarsjóði HA)
Staður: Húsnæði Háskólans á Akureyri í Oddfellow-húsinu við Þórunnarstræti (gengt Lögreglustöðinni)
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Lesa meira
09.03.2006
Tæplega 93 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúarmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er 4,2% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við febrúar í fyrra.
Farþegar á leið frá landinu voru 41.389 í febrúar síðastliðnum, fjölgaði um 9,5% á milli ára. Á leið til landsins voru 41.022 farþegar og fjölgaði þeim um 8,2% miðað við febrúar í fyrra. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru um 10.700 og fækkar aðeins. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.
Febr. 06
YTD
febr.05
YTD
Mán. % breyting
YTD% breyting
Héðan:
41.389
84.140
37.791
75.294
9,52%
11,75%
Hingað:
41.022
79.280
37.919
68.947
8,18%
14,99%
Áfram:
9.828
11.303
1.924
4.161
410,81%
171,64%
Skipti.
729
14.396
11.587
26.355
-93,71%
-45,38%
92.968
189.119
89.221
174.757
4,20%
8,22%
Lesa meira
08.03.2006
Eins og kom fram í frétt hér að neðan þá heimsótti samgönguráðherra Sturla Böðvarsson, ásamt fylgdarliði, aðalskrifstofu Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) síðastliðinn mánudag. Í framhaldi af fundi samgönguráðherra með framkvæmdastjóra ETC hefur Ísland boðist til að halda aðalfund ETC vorið 2007 hér á landi.
Ákvörðun um fundarstað næsta árs er tekin á aðalfundi í Brussel nú í apríl. Verði af fundinum myndu sækja hann ferðamálastjórar aðildarríkjanna, sem eru nú 34, auk þess sem á aðalfund ETC er yfirleitt boðið ýmsum forsvarsmönnum í ferðaþjónustu í Evrópu.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem setið hefur 14 síðustu aðalfundi ETC, segir að yfirleitt séu 50-70 manns á aðalfundunum og þá sæki oft forsvarsmenn ýmissa Evrópusamtaka í ferðaþjónustu auk ferðamálstjóranna. Þá sé ofar en ekki haldin ráðstefna samhliða fundinum þar sem kallaðir séu til sérfræðingar til að fjalla um málefni ferðaþjónustunnar í Evrópu frá ýmsum hliðum.
Lesa meira
08.03.2006
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti aðalskrifstofu Ferðamálaráðs Evrópu, European Travel Commission (ETC), í Brussel sl. mánudag. Átti hann fund með framkvæmdastjóra ETC, Rob Franklin, og nokkrum sérfræðingum á skrifstofunni.
Auk þeirra tóku þátt í fundinum Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Jakob Falur Garðarsson, fulltrúi samgönguráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel og Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem hefur tekið þátt í störfum ETC undanfarin 14 ár og setið í framkvæmdastjórn í sex ár. Framkvæmdastjóri ETC og hans fólk kynnti fyrir samgönguráðherra starfsemi ETC í markaðs- og kynningarmálum, svo og mikla vinnu við markaðsrannsóknir ( sjá frétt hér á vefnum 2. mars sl.).
Nýja Evrópugáttin senn opnuðLoks var kynntur hinn nýi sameiginlegi vefur aðildarríkja ETC, Evrópugáttinn, sem verður formlega opnuð 21. mars nk. Þar hefur af Íslands hálfu verið unnið mikið að því undanfarna mánuði að hlaða inn upplýsingum um Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Hefur það verið unnið af vefstjóra Ferðamálastofu Halldóri Arinbjarnarsyni. Í þessu verkefni kemur það vel í ljós að Ísland hefur þar jafna möguleika og stærstu þjóðir Evrópu við að nýta sér þessa sameiginlegu gátt til kynningar og kom ljóslega fram í máli starfsmanna ETC að Halldór hefur af hálfu Íslands nú þegar hlaðið inn meiri upplýsingum en mörg önnur ríki Evrópu þó miklu stærri séu.
Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur Ísland verið aðili að Ferðamálaráði Evrópu í nærri 40 ár, en ETC var stofnað árið 1948 eða fyrir nær 60 árum. Aðildarríki ETC eru nú 34 talsins.
Lesa meira
08.03.2006
Nú hefur bæst við norsk útgáfa af landkynningarvef Ferðamálstofu www.visiticeland.com. Er þetta annað tungumálið sem bætist við á árinu en um miðjan janúar var sænsk útgáfa af vefnum opnuð.
Þar með er landkynningarvefurinn orðinn á 8 tungumálum, þ.e. ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, sænsku og norsku, auk íslenskrar útgáfu vefsins sem jafnframt er á slóðinni www.ferdalag.is. Þá eru skrifstofur Ferðamálastofu í New York og Frankfurt með vefi sem sinna þeim mörkuðum sérstaklega.
Mynd: Forsíða norska vefsins.
Lesa meira