Svæðisbundin áhrif ferðaþjónustu á Íslandi

Svæðisbundin áhrif ferðaþjónustu á Íslandi
hestareidleidir

-28. mars kl. 13:30

Málþing verður haldið á vegum Ferðamálaseturs Íslands og Ferðaþjónustuklasa (VAXEY) þriðjudaginn 28. mars næstkomandi kl. 13:30. Þar verða kynntar niðurstöður rannsóknar um hagræn áhrif af ferðaþjónustu á mismunandi svæðum.

Aðilar rannsóknarinnar eru Ásgeir Jónsson hagfræðingur og lektor, Njáll Trausti Friðbertsson viðskiptafræðingur og flugumferðastjóri og Þórhallur Ásbjörnsson hagfræðingur. Í kjölfarið verða pallborðsumræður. (Rannsóknin var unnin með stuðningi Byggðastofnunar og Ferðamálastofu, Háskólasjóði KEA og Rannsóknarsjóði HA)

Staður: Húsnæði Háskólans á Akureyri í Oddfellow-húsinu við Þórunnarstræti (gengt Lögreglustöðinni)

Skoða dagskrá (PDF)

 


Athugasemdir