Perlan meðal fimm bestu útsýnisveitingastaða heims

Perlan meðal fimm bestu útsýnisveitingastaða heims
Perlan

Veitingahúsið Perlan í Reykjavík er meðal fimm bestu útsýnisveitingahúsa heimsins að mati breska blaðsins Independent. Dálkahöfundurinn Sophie Lam skrifar þar um veitingahús og um helgina birtist eftir hana grein með fyrirsögninni Fimm bestu: Borðað á toppnum.

Um Perluna segir að hún sé í stórri glerhvelfingu, sem komið sé fyrir ofan á sex risavöxnum vatnstönkum, upp á skógivaxinni hæð með útsýni yfir Reykjavík og Faxaflóann. Glerhvelfingin geri það m.a. mögulegt að matargestir geti notið norðurljósanna á veturna, ef heppnin sé með þeim. Þá er matseðlinum lýsi í nokkrum orðum

Þau veitingahús sem auk Perlunnar komast á listann eru The Portrait Restaurant í Lundúnum, Sirocco í Bangkok í Taílandi, Tower Top í Zansibar og Maison Blanche í París.


Athugasemdir