British Airways hefur áætlunarflug

British Airways hefur áætlunarflug
British Ariways

Áætlunarflug breska flugfélagsins British Airways hingað til lands hófst í gær. Flogið er á milli Kelavíkur og Gatwick-flugvallar í London.

Áætlun félagsins gerir ráð fyrir fimm ferðum á viku yfir sumartímann en fjórum ferðum á veturna. Flogið er á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum, laugardögum. BA er ekki í samstarfi við ferðaskrifstofur hér á landi heldur selur alla farseðla á netinu. Fram kemur í frétt á heimasíðu félagsins að verð á flugmiða báðar leiðir á milli Keflavíkur og London sé frá 149 breskum pundum.


Athugasemdir