Mikill áhugi á Íslandi á ITB í Berlín

Mikill áhugi á Íslandi á ITB í Berlín
Davíð Jóhannsson

Internationale Tourismus-Börse (ITB), sem er einstærsta ferðasýning, lauk um sl helgi. Er þetta í 40. sinn sem sýningin fer fram. Ísland hefur verið með næstum allan þann tíma. Íslensk básinn var með allra stærsta móti í ár en hann er hluti svæði Norðurlandanna. Flest helstu ferðaþjónustufyrirtæki Íslands voru á staðnum í ár. (Listi yfir íslensku þátttakendurna á ITB 2006 (Word)

Að þessu sinni kynntu 20 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þjónustu sína á sýningunni, ásamt Ferðamálastofu sem skipuleggur þátttökuna. Þátttakendur frá um 150 löndum voru mættir til Berlínar og því ljóst að samkeppnin um að ná hylli ferðamanna er hörð.

Góð heimavinna nauðsynleg
Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu, var nokkuð mikið að gera, svipað og verið hefur undanfarin ár. “Það er nauðsynlegt fyrir sýnendur að vinna mikla heimavinnu og bjóða öllum helstu viðskiptavinum sínum að koma á básinn, helst með fyrirfram ákveðinn fundartíma. Þeir sem vinna þannig ná mestum árangri.” Segir Ársæll. Steinn Lárusson forstöðumaður hjá Icelandair taldi að það væri eins og að heimsóknir á fagdögum væru að þéttast í tíma, menn koma seinna og fara fyrr. Það er líka í samræmi við kröfuna um aukinn hraða í viðskiptum.

Á meðfylgjandi mynd býður Ársæll velkominn nýjan forstöðumann á skrifstofu Ferðamálastofu á meginlandi Evrópu. Talið frá vinstri: Davíð Jóhannsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt; Haukur Birgisson, fráfarandi forstöðumaður og Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu.

Mynd:


Athugasemdir