Aðalfundir hjá ferðaþjónustu bænda

Aðalfundir hjá ferðaþjónustu bænda
Ferðaþjónusta bænda - lógó

Aðalfundir Ferðaþjónustu bænda og Félags ferðaþjónustubænda verða haldnir að Narfastöðum í Reykjadal dagana 26.-27. mars næstkomandi. Fyrri daginn, þ.e. á sunnudaginn, verður Green Globe 21 námskeið, óvissuferð og kvöldskemmtun en hefðbundin aðalfundarstörf daginn eftir. Dagskráin fylgir hér á eftir.

Dagskrá - sunnudagur 26. mars:

9.30-14.30 Green Globe námskeið:  Mælingar og næstu skref til vottunar
Hér verður lögð megináhersla á mælingar sem þarf til að uppfylla viðmið auk þess sem farið verður í þá þætti sem teknir eru út þegar kemur að sjálfri vottuninni.
Kennari:  Kjartan Bollason, Green Globe úttektaraðili. Námsskeiðsgjald:  Kr. 5.000.-
 
Áhugasamir skrái sig fyrir fimmtudaginn 23. mars hjá Sólrúnu, Hólaskóla - Háskólanum á Hólum, solrun@holar.is eða í síma 455-6335
 
15.00    Spennandi óvissuferð um nágrennið skipulögð af heimamönnum
            Æskilegt er að klæða sig hlýlega og vera viðbúin menningarviðburði!

20.00   Kvöldverður og skemmtun um kvöldið
 
Dagskrá mánudagur 27. mars:

09.00   Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda hf.

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Lagabreytingar
  • Önnur mál

Öllum félögum í Félagi ferðaþjónustubænda er heimilt að sækja fundinn.

Aðeins hluthafar hafa þó atkvæðavægi skv. samþykktum hlutafélagssins.


11.00   Kynning á nýjum samstarfssamningi við Ferðamálastofu
  Elías B. Gíslason forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu

Kynning á samstarfssamningi milli ferðaþjónustubænda, Félagfs ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónustu bænda hf
Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda 
 
Virkni og markmið nýs vefbókunarkerfis Ferðaþjónustu bænda
  Gísli Örn Sturluson hugbúnaðarsérfræðingur TM Software og Marteinn Njálsson
kynna nýjar söluaðferðir

Verkefnið ?Beint frá býli?
Verkefnanefnd kynnir stöðu mála og útgáfu handbókar
 
15.00    Aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Lagabreytingar
  • Önnur mál

17.00   Dagskrárlok


Athugasemdir