Gengið frá stofnanasamningum við SFR

Skrifað var í dag undir nýjan stofnanasamning milli Ferðamálastofu og SFR, en eins og kunnugt er þá var gert ráð fyrir því í síðustu kjarasamningum að gerðir yrðu nýir stofnanasamningar við allar ríkisstofnanir sem ættu að taka gildi 1 maí 2006. Svo ánægjulega vill til að Ferðamálastofan er önnur ríkisstofnana til að ganga frá sínum málum við SFR.

Að sögn Magnúsar Oddsonar Ferðamálastjóra þá gengu samningar vel fyrir sig enda mættu aðilar vel undirbúnir til leiks. Auk Magnúsar sat Elías Bj. Gíslason forstöðumaður í samninganefnd fyrir hönd Ferðamálastofu og Elín Svava Ingvarsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir fyrirhönd starfsmanna sem starfa samkvæmt samningum SFR. Þær stöllur nutu fulltingis Sverris Jónssonar hagfræðings SFR við samningagerðina.  Enn á eftir að ganga frá samningum á milli Ferðamálastofu og aðildarfélaga i BHM. Til fróðleiks þá má geta þess að Ferðamálastofa gerir stofnanasamninga við ein sex stéttarfélög.

 


Athugasemdir