Fréttir

Nýr forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða

Stjórn Markaðsstofu Vestfjarða ákveðið að ráða Jón Pál Hreinsson, Ísafirði,  til að taka við starfi forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða.  Jón Páll er með MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum og starfaði síðast sem svæðisstjóri Eimskips fyrir Vestfirði.   Í fréttatilkynningu kemur fram að Jón Páll er með víðtæka starfsreynslu á sviði markaðsmála og þekkir vel til aðstæðna á Vestfjörðum.  Jón Páll hefur komið að ferða- og félagsmálum m.a. með setu í framkvæmdaráði Skíðavikunnar, stjórn HSV og er einn af aðalhvatamönnum Mýrarboltafélags Íslands.  Stjórn Markaðstofu lýsir ánægju sinni með ráðningu Jóns Páls og horfir bjartsýnum augum til öflugrar starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða.   
Lesa meira

Heri Niclasen ferðamálastjóri Færeyja látinn

Ferðamálastjóri Færeyja Heri Niclasen lést í morgun eftir stutt en erfið veikindi. Heri hefur verið ferðamálastjóri Færeyinga í mörg ár og unnið í ferðaþjónustu í áratugi. Hann var mörgum kunnur hér á landi  vegna starfa sinna í greininni og ekki síst þar sem hann sótti nær allar Vestnorden ferðakaupstefnur frá upphafi og hefur setið lengi í stjórn Ferðamálaráðs Vestnorden. Heri bjó á Suðurey í Færeyjum og lést þar á sjúkrahúsinu. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Magnús Oddsson ferðamálastjóri hefur þekkt Hera í nær 20 ár. ?Heri var mjög þægilegur og traustur maður og við áttum mikið og gott samstarf. Við komum til með að sakna hans innan Vestnorræna samstarfsins og ekki síður sem vinar. Heri varð sextugur nú seinni hluta janúar og í samtali okkar þá varð honum tíðrætt um hve jákvæð samskipti hefðu alltaf verið á milli íslenskra ferðaþjónustuaðila og færeyskra og hve hann mæti þau mikils. Við vottum fjölskyldu hans okkar innilegstu samúð.?  
Lesa meira

Vel sóttur fundur hjá Cruise Iceland

Síðastliðinn föstudag stóðu  samtökin Cruise Iceland fyrir fundi um skemmtiferðaskip ? þróun og horfur í nútíð og framtíð. Fundurinn var vel sóttur og var fólk almennt ánægt með hvernig til tókst, að sögn Öldu Þrastardóttur, verkefnisstjóra hjá Ferðamálastofu, sem vann að skipulagningu fundarins fyrir Cruise Iceland.
Lesa meira

Breytingar á ferðaþjónustuhluta FL Group

Breytingar eru enn á döfinni á ferðaþjónustuhluta FL Group. Félög sem áður höfðu verið gerð að  sérstökum rekstrareiningum verða sameinuð undir merkjum Icelandair Group og félagið skráð í Kauphöll Íslands. Í október síðastliðnum var tilkynnt um miklar breytingar þar sem ferðaþjónustuhluta Fl Group var skipt upp í fjögur félög, þ.e. Icelandair Group, FL Travel Group, fraktflutninga og Sterling. Síðan þetta var hafa hafa nokkrar rekstrareiningar verið seldar, nú síðast bílaleigan Herts til Magnúsar Kristinssonar. Þá eru Kynnisferðir einnig í söluferli. Nú er boðað að félögin fjögur að Sterling undanskyldu verði sameinuð undir merkjum Icelandair Group og það skráð í Kauphöll Íslands. Icelandair Group mun því eftir þessar skipulagsbreytingar verða samstæða félaganna Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiða Icelandic, Icelandair Technical Services (ITS), Icelandair Ground Services (IGS), Bláfugls, Flugflutninga, Fjárvakurs, Flugfélags Íslands, Icelandair Hotels og Íslandsferða. FL Group hyggst áfram verða kjölfestueigandi í  Icelandair Group eftir skráningu í Kauphöllina. Stefnt er að því að útfærsla á söluferlinu og skráningu Icelandair Group liggi fyrir á vormánuðum.  
Lesa meira

Hagvöxtur á heimaslóð - 18 norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki í markaðsverkefni

Átján norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki eru að hefja þátttöku í verkefni Útflutningsráðs, Hagvexti á heimaslóð. Verkefnið, sem stendur í tvo mánuði, er sniðið að þörfum aðila í ferðaþjónustu með sérstaka áherslu á hagnýtt gildi.   Markmiðið er að efla faglega hæfni í stefnumótun, vöruþróun, verðlagningu og markaðssetningu með áherslu á samstarf innan og milli svæða.  Útflutningsráð hefur þróað verkefnið í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Impru nýsköpunarmiðstöð, Landsmennt, Mími-símenntun, Ferðamálasetur Íslands og Byggðastofnun og að auki styður Landsbanki Íslands við verkefnið.   Fyrsta verkefnið var á Vesturlandi í fyrra og upp úr því spratt svæðisbundið samstarf ferðaþjónustuaðila í erlendri markaðssetningu undir kjörorðunum All Senses Awoken. Nú eru tvö verkefni að hefjast; á Norðurlandi og á Vestfjörðum.   Sérstakir samstarfsaðilar verkefnisins á Norðurlandi eru Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi og Ferðaþjónustuklasi Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Metþátttaka er meðal norðlenskra ferðaþjónustuaðila og komust færri að en vildu.     Verkefnið á Norðurlandi er byggt upp af fjórum tveggja daga vinnufundum þar sem farið er yfir nokkur megin viðfangsefnið með fyrirlestrum og verkefnavinnu auk þess sem aðilar fá verkaefni til úrlausnar milli funda og 10 tíma sérfræðiráðgjöf til eftirfylgni verkefninu. Áhersla er lögð á leita til hæfustu aðila til að stýra hverjum þætti verkefnisins. Farið er yfir stefnumótun og markmiðssetningu, vöruþróun og verðlagningu, ímyndarmótun og markaðsmál, markaðssetningu á netinu auk þess sem sérstök áhersla er lögð á tengslanet og svæðisbundna samvinnu.  Fyrsti vinnufundurinn fer fram í Hótel Varmahlíð 8. og 9. febrúar. Aðrir vinnufundir fara fram á Sveitahótelinu Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, Hótel KEA/Hörpu á Akureyri og Hótel Reynihlíð við Mývatn.   Verkefnisstjóri Hagvaxtar á heimaslóð  Norðurlandi 2006 er Arnar Guðmundsson, Útflutningsráði Íslands.
Lesa meira

Áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna í janúar

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10% í janúar síðastliðnum miðað við janúar í fyrra. Þetta er niðurstaða talninga Ferðamálastofu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð. Í ár fóru 15.377 erlendir ferðamenn um flugstöðina í janúar en voru 14.014 í fyrra. Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, segir ánægjulegt að sjá að helstu markaðssvæði eru að skila góðri aukningu. ?Við fáum áfram góða aukningu frá Bandaríkjunum og Asíu og ánægjulegt að sjá aukningu frá Bretlandi á ný í vetur. Frá Norðurlöndunum er samdráttur í heild en þó er aukning frá Danmörku og Finnlandi. Ennfremur aukning frá Þýskalandi og Frakklandi. Því má segja að árið hefjist vel þó of snemmt sé að spá fyrir um framhaldið,? segir Ársæll. Athyglisverðar upplýsingar um umfang í ferðaþjónustuÞegar talningar Ferðamálastofu í Leifsstöð er skoðaðar liggur fyrir að erlendum gestum sem hingað hafa komið sl. fimm mánuði, þ.e. september til janúar, hefur fjölgað um 10,1% miðað við sama tíma ári fyrr. Þá hafa gistináttatölur Hagstofunnar fyrir árið 2005 hvað varðar hótelgistingar sýnt hlutfallslega meiri aukningu á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum en á höfuðborgarsvæðinu. Heildaraukning á landinu  er 6% en Suðurnes, Vesturland og Vestfirðir eru með 21% aukningu og höfuðborgarsvæðið 7%. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að þetta hljóti að teljast ánægjulegt þar sem lengi hafi verið rætt um það sem meginmarkmið í allri vöruþróun okkar og markaðsvinnu að ná  annars vegar hlutfallslega meiri aukningu utan háannar, þ.e. draga úr árstíðarsveiflunni, og hins vegar að draga úr ?landshlutasveiflunni?. ?Þegar mælt er á þessa tvo mælikvarða á undanförnum mánuðum þá er greinin þannig áfram að ná árangri hvað varðar þessi tvö atriði sem lengi hefur verið lögð mikil áhersla á í allri vinnu hennar. Þetta er langtímaverkefni og má minna á að það var loks árið 1999 sem sá árangur náðist að hingað komu fleiri gestir að vetri en háannarmánuðina þrjá að sumri. Árstíðarsveifla í komu erlendra gesta nálgast það að vera með því minnsta sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Enn meiri jöfnun hennar er auðvitað lykilatriði í því að ferðaþjónusta verði enn frekari heilsársatvinnugrein en nú er, sem skapi atvinnu sem víðast um land allt árið. Hér hefur auðvitað orðið algjör bylting hvað þetta varðar á undanförnum 15 árum og tölur síðustu mánaða staðfesta að áfram er unnið að þessari jákvæðu þróun enda verkinu aldrei lokið?, segir Magnús. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í janúar. Heildarniðurstöður eru aðgengilegar á vefnum undir liðnum ?Talnaefni?   Jan.2005 Jan.2006 Mism. % Bandaríkin 2.445 2.891 446 18,24% Bretland 3.112 3.437 325 10,44% Danmörk 1.255 1.374 119 9,48% Finnland 153 221 68 44,44% Frakkland 577 650 73 12,65% Holland 376 392 16 4,26% Ítalía 229 160 -69 -30,13% Japan 592 794 202 34,12% Kanada 130 130 0 0,00% Noregur 1.139 967 -172 -15,10% Spánn 106 188 82 77,36% Sviss 318 118 -200 -62,89% Svíþjóð 1.090 837 -253 -23,21% Þýskaland 986 1.207 221 22,41% Önnur lönd 1.506 2.011 505 33,53% Samatals 14.014 15.377 1.363 9,73%
Lesa meira

Áhugaverð grein Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um íslenska ferðaþjónustu

Vert er að vekja athygli á grein Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra sem birtist á vef hans í gær. Greinin ber yfirskriftina ?Sóknarhugur? í ferðaþjónustu og þar fer  ráðherra yfir þær miklu framfarir og breytingar sem orðið hafa í greininni á undanförnum árum. ?Á undanförnum árum  hafa orðið miklar framfarir í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki hafa bæði stækkað og styrkst og stöðugt fleiri hafa haslað sér völl í greininni.  Ferðaþjónustan er orðin önnur stærsta atvinnugrein landsins hvað varðar gjaldeyrisöflun og ekki síður öflug hvað varðar öll margfeldisáhrif í samfélaginu. Og hún hefur verið mikilvæg uppspretta atvinnutækifæra fyrir skólafólk yfir sumartímann,? segir Sturla í inngangi greinar sinnar. Þá fer Sturla yfir þá fjölgun sem orðið hefur í komum ferðamanna hingað til lands, sem er mun meiri en almennt í Evrópu, vel heppnað landkynningarstarf síðustu misserin og þá athygli sem þessi góði árangur okkar hefur vakið erlendis. Jafnframt fjallar ráðherra um þær ytri aðstæður sem ferðaþjónustan hefur búið við að undanförnu, sem á ýmsan hátt hafa verið henni óhagstæðar og greinir frá vinnu sem í gangi er að hans beiðni þar sem áhrif gengis íslensku krónunnar eru metin. Þá minnir Sturla á að innlendi markaðurinn er líka afar mikilvægur. Greinina má lesa í heild sinni á vef Sturlu Böðvarssonar  
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum árið 2005 fjölgaði um 6% á milli ára

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinótta á hótelum í desember síðastliðnum og þar með liggja fyrir niðurstöður ársins 2005 í heild. Tölurnar sýna að gistinóttum fjölgaði um 6% á milli ára en mismikið eftir landshlutum. Gistinætur á hótelum árið 2005 voru 1.028.200 en voru 968.900 árið 2004 (6% aukning).  Hlutfallslega var mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum, en þar fór heildarfjöldi gistinátta úr 77.800 í 93.800 og fjölgaði þar með um 21% milli ára.  Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 7%, en þar fjölgaði gistinóttum um 46.100, úr 655.400 í 701.500.  Á Austurlandi var fjöldi gistinátta á hótelum árið 2005 svipaður og árið 2004, en fjölgaði þó um 1% milli ára. Á Norðurlandi og Suðurlandi dróst gistináttafjöldinn saman um 2% á hvoru svæði um sig.  Sé litið á einstaka mánuði má sjá að gistinóttum á hótelum fjölgaði alla mánuði ársins 2005, nema í  febrúar en þá fækkaði nóttum um 1% og í mars fækkaði nóttum um 5%.  Mest varð aukningin í janúar, september og desember eða um 13,5% í hverjum mánuði fyrir sig. 32% fjölgun á 5 árum Ef tölur ársins 2005 eru bornar saman við árið 2001 sést að fjöldi gistinátta á hótelum hefur aukist um 32% á þessum 5 árum.  Á þessu tímabili fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum, en þó einna mest á Suðurlandi en þar varð aukningin 75%.  Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum varð aukningin 38%, Norðurlandi 36%, höfuðborgarsvæðinu 30% og  á Austurlandi 5%. Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.  Tölur fyrir 2005 eru bráðabirgðatölur. Gistinóttum í desember fjölgaði um 13%Gistinætur á hótelum í desember árið 2005 voru 42.300 en voru 37.400 í sama mánuði árið 2004 (13,3% aukning).  Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 3.000 í 3.700 milli ára (20%).  Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 14%, en gistináttafjöldinn fór úr 29.500 í 33.800.  Á Suðurlandi fóru gistinæturnar úr 2.400 í 2.600 sem er aukning um 8%.  Gistinóttum á hótelum fækkaði á Norðurlandi um 3% og á Austurlandi um 2%. Fjölgun gistinátta á hótelum í desember árið 2005 er bæði vegna Íslendinga og útlendinga. Talnaefni á vef Hagstofunnar
Lesa meira

12% fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll í janúar

Rúmlega 96 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í janúarmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er 12,4% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við janúar í fyrra. Farþegar á leið frá landinu voru 42.751  í janúar síðastliðnum, fjölgaði um 14% á milli ára. Á leið til landsins voru 38.258 farþegar og fjölgaði þeim um 13,3% miðað við janúar í fyrra. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru rúmlega 15 þúsund og fækkar aðeins. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Jan. 06 YTD Jan.05 YTD Mán. % breyting YTD% breyting Héðan: 42.751 42.751 37.503 37.503 13,99% 13,99% Hingað: 38.258 38.258 31.028 31.028 23,30% 23,30% Áfram: 1.475 1.475 2.237 2.237 -34,06% -34,06% Skipti. 13.667 13.667 14.765 14.768 -7,44% -7,46% 96.151 96.151 85.533 85.536 12,41% 12,41%
Lesa meira

Skíðasvæðið í Tindastóli nýtur vaxandi vinsælda

Vaxandi aðsókn hefur verið að skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastóli í vetur. Á dögunum var það líka ásamt fleiri skíðasvæðum kynnt á skíðadegi sem Skíðasamband Íslands stóð fyrir í Kringlunni. Jakob Frímann Þorsteinsson, forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð, segir að fólk sem komið hafi á skíði í Tindastóli sé yfir höfuð ánægt með svæðið og mat þeirra sem til þekkja sé að svæðið eigi góða möguleika á að vaxa. ?Við fengum einnig ýmsar gagnalegar ábendingar frá fólki sem kom í heimsókn á skíðadeginum í Kringlunni. Meðal annars að við þyrftum að kynna betur hve stutt svæðið er frá Reykjavík, þ.e. kynna leiðina um Þverárfjall, og einnig standa betur saman að móttöku gesta okkar, m.a. varðandi opnun sundlauga o.fl. Veturinn hefur hingað til verið góður skíðavetur, hér sem og víðar á landinu. Áhugi á íþróttinni er vaxandi enda er skíðaiðkun góð fyrir alla fjölskylduna þar sem sál og líkami endurnærist í heilnæmu fjallalofti,? segir Jakob Frímann. Í lok janúar hafði svæðið samtals verið opið í 41 dag og um 2000 gestir komið á skíði. Óvenju mikið var t.d. opið fyrir áramótin í Tindasóli og í raun er fátítt að skíðasvæði séu yfir höfuð opin fyrir jól.  Að jafnaði er opið fimm daga vikunnar, þ.e. þriðjudaga, miðvikudaga,  föstudaga, laugardaga og sunnudaga og til stendur að lengja opnunina í febrúar. Ef um hópa er að ræða þá segir Jakob Frímann hægt að hafa lengur opið sé þess er óskað.
Lesa meira