Nýr forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða

Stjórn Markaðsstofu Vestfjarða ákveðið að ráða Jón Pál Hreinsson, Ísafirði,  til að taka við starfi forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða.  Jón Páll er með MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum og starfaði síðast sem svæðisstjóri Eimskips fyrir Vestfirði.  

Í fréttatilkynningu kemur fram að Jón Páll er með víðtæka starfsreynslu á sviði markaðsmála og þekkir vel til aðstæðna á Vestfjörðum.  Jón Páll hefur komið að ferða- og félagsmálum m.a. með setu í framkvæmdaráði Skíðavikunnar, stjórn HSV og er einn af aðalhvatamönnum Mýrarboltafélags Íslands.  Stjórn Markaðstofu lýsir ánægju sinni með ráðningu Jóns Páls og horfir bjartsýnum augum til öflugrar starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða. 

 


Athugasemdir