Food and Fun hátíðin sett í dag

Food and Fun hátíðin sett í dag
FoodandFun2005

Matar- og skemmtihátíðin "Food and Fun " var sett á Nordica Hótel í dag en hún stendur  fram á sunnudag.  Hátíðin er haldin í samstarfi Icelandair, Reykjavíkurborgar og fleiri aðila.

Samstarfsaðili "Food and Fun" hátíðiarinnar líkt og undanfarin ár er Iceland Naturally, sem er sameiginlegur kynningarvettvangur íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja í Bandaríkjunum og vistað hjá skrifstofu Ferðamálastofu í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur "Food and Fun" hátíðin vakið mikla athygli erlendis og er nú gert ráð fyrir tugum erlendra fréttamanna til að fylgjast með hátíðinni.

Fréttastofa NFS sýndi beint frá setningu "Food and Fun" í hádegisfréttatíma sínum í dag og má nálgast upptöku á vef stöðvarinnar. Horfa á setningu Food and Fun.


Athugasemdir