Fara í efni

Heri Niclasen ferðamálastjóri Færeyja látinn

Heri Niclasen
Heri Niclasen

Ferðamálastjóri Færeyja Heri Niclasen lést í morgun eftir stutt en erfið veikindi. Heri hefur verið ferðamálastjóri Færeyinga í mörg ár og unnið í ferðaþjónustu í áratugi. Hann var mörgum kunnur hér á landi  vegna starfa sinna í greininni og ekki síst þar sem hann sótti nær allar Vestnorden ferðakaupstefnur frá upphafi og hefur setið lengi í stjórn Ferðamálaráðs Vestnorden. Heri bjó á Suðurey í Færeyjum og lést þar á sjúkrahúsinu. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn.

Magnús Oddsson ferðamálastjóri hefur þekkt Hera í nær 20 ár. ?Heri var mjög þægilegur og traustur maður og við áttum mikið og gott samstarf. Við komum til með að sakna hans innan Vestnorræna samstarfsins og ekki síður sem vinar. Heri varð sextugur nú seinni hluta janúar og í samtali okkar þá varð honum tíðrætt um hve jákvæð samskipti hefðu alltaf verið á milli íslenskra ferðaþjónustuaðila og færeyskra og hve hann mæti þau mikils. Við vottum fjölskyldu hans okkar innilegstu samúð.?