Ferðatorg 2006 haldið samhliða Matur 2006

Ferðatorg 2006 haldið samhliða Matur 2006
Ferðatorg 2005

Ferðasýningin Ferðatorg 2006 mun verða haldin í samfloti með Matur 2006 í Fífunni í Kópavogi dagana 31. mars-2. apríl næstkomandi. Markmiðið er að gera Ferðatorg 2006 stærra og metnaðarfyllra en hingað til. Þar munu öll átta ferðamálasamtök landshlutanna munu kynna sinn landshluta og þjónustu ferðaþjónustuaðila á sínu svæði.  Aðrir sýnendur verða fyrirtæki sem koma að ferðaþjónustu innanlands á einn eða annan máta.

 

Sýningarsvæðið

Sýningarsvæði Ferðatorgs hefur aldrei verið stærra, Smárinn býður uppá um 2000 fm sýningarsvæði. Unnið er að heildarhönnun sýningarsvæðis sýninganna með arkitektinum Steffan Iwersen og er hann að leggja lokahönd á hugmyndavinnu að Ferðatorgi 2006.

Frá Ferðatorgi 2005.

 

Opnunartími sýningarinnar

(Fimmtudagur    16.00 - 20.00    Kaupstefna )
Föstudagur        10.00 - 20.00    Kaupstefna
Laugardagur      11.00 - 18.00    Allir velkomnir

Sunnudagur       11.00 - 18.00    Allir velkomnir

 

Dagskrá Ferðatorgs 2006

Dagskrá Ferðatorgs byggist upp á þátttöku sýnenda.  Við hvetjum alla sýnendur og aðra til frumkvæðis.  Þeir sem hafa áhuga á að vera með uppákomur á sýningarsvæði Ferðatorgs 2006, vinsamlega hafið samband við Ástu Ólafsdóttur: e-mail: asta@icexpo.is eða í síma: 663 4833

 

Hvers vegna að halda Ferðatorg 2006 með Matur 2006?

Gott orðspor íslensks hráefnis til matargerðar hefur farið víða bæði innanlands og utan. Víða á landinu verið lögð áhersla á ýmis samstarfsverkefni þar sem tengjast matur og ferðaþjónusta. Íslenskt eldhús er stór hluti af sögu okkar og menningar sem þjóðar.  Íslenskt eldhús er eign okkar allra. Uppákomur á sýningunni munu tengja mat og ferðaþjónustu enn betur og má þar m.a. nefna landshlutakeppni í matreiðslu.  Því þótti ekki úr vegi að tengja þessar tvær íslensku sýningar í sama anda og fara í ?Sælkeraferð um Ísland?. 

 

Heildarkort af sýningarsvæði

 

Erlendir gestir

Matur 2006 verður með sérstaka áherslu á erlenda gesti og sýnendur og er það markmið IceXpo að auka hlutdeild þeirra til muna.   Matvís, félag matreiðslumeistara hefur aldrei staðið fyrir metnaðarfyllri dagskrá en á Matur 2006.  Á þeirra vegum koma um 400 erlendir gestir þ.á m. erlendir kokkar og fylgdarlið þeirra ásamt blaðamönnum.  

 

Sjá nánar um keppnir á Matur 2006

 

Samstarfsaðilar

Ferðamálasamtök Íslands

 

Nánari upplýsingar og bókanir:

Ásta Ólafsdóttir, yfirumsjón: asta@icexpo.is sími: 663 4833

Gústaf Gústafsson: gustaf@icexpo.is sími 662 4156

 


Athugasemdir