Fara í efni

Vel heppnuð uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Verkefni í menningarferðaþjónustu fær 50 milljóna króna styrk frá ESB
Verkefni í menningarferðaþjónustu fær 50 milljóna króna styrk frá ESB

Síðastliðinn fimmtudag var blásið til uppskeruhátíðar ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Það voru Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og vestra, Ferðaþjónustuklasinn/ Vaxey og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi sem buðu til hátíðarinnar sem tókst í alla stað vel en um 100 manns sóttu hana.

Markmiðið hátíðarinnar var að efla samkennd og samvinnu á milli ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og að ferðaþjónustuaðilar kynnist því sem að önnur svæði hafa upp á að bjóða. Að þessu sinni voru Þingeyingar gestgjafar og hófst dagskráin á Húsavík. Þaðan var ekið upp í Mývatnssveit með viðkomu á Narfastöðum í Reykjadal. Síðdegis var síðan ekið til baka til Húsavíkur og endaði dagurinn á hátíðarkvöldverði á veitingastaðnum Sölku.

Viðurkenningar veittar
Á kvöldskemmtuninni voru m.a. ýmsar viðurkenningar veittar. Vætanlegt Selasetur Íslands á Hvammstanga fék viðurkenningu fyrir áhuagverða nýjung í ferðaþjónustu. Tveir einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir áralangt starf að ferðaþjónustu, þeir Erlingur Thoroddsen, hótelstjóri á Hótel Norðurljósi, og Jón Eiríksson "Drangeyjarjarl". Markaðsskrifstofa Ferðamála á Norðurlandi veitti viðurkenningarnar sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti.

Þá fékk Baðfélag Mývatnssveit sem rekur Jarðböðin við Mývatn viðurkenningu Ferðamálasamtaka Íslands og hana afhenti Pétur Rafnsson, formaður samatakanna.


Hádegisverður snæddur á Narfastöðum. Unnsteinn Ingason, staðarhaldari á Narfastöðum, og Hörður Sigurbjarnarson hjá Norðursiglingu.


Kjartan Lársson skammtar Jóni "Drangeyjarjarli" súpuna.


Í Dimmuborgum komu jólasveinar og heilsuðu upp á mannskapinn...


...og að sjálfsögðu voru allir leystir út með gjöfum.