Fara í efni

Aðgengi fyrir alla hjá Ferðaþjónustu bænda

Þrír stórir bandarískir fjölmiðlar beina kastljósinu að Íslandi
Þrír stórir bandarískir fjölmiðlar beina kastljósinu að Íslandi

Við setningu Uppskeruhátíðar Ferðaþjónustu bænda á dögunum var verkefnið "Aðgengi fyrir alla innan Ferðaþjónustu bænda" kynnt formlega. Verkefnið hófst í lok sumars en frumkvæðið að því átti Þórunn Edda Bjarnadóttir. Sá hún einnig um framkvæmd í samvinnu við gæðastjóra Ferðaþjónustu bænda, Berglindi Viktorsdóttur.

Markmið verkefnisins
Verkefnið gekk út á að kanna aðgengi fatlaðra hjá þeim 150 ferðaþjónustuaðilum sem eru innan Ferðaþjónustu bænda og fá þar með heilstæða mynd af stöðu þessara mála.  Niðurstöður verkefnisins verða notaðar til að koma upplýsingum á framfæri við ferðafólk og einnig til að veita ferðaþjónustuaðilum upplýsingar um  hvar þeir standa með tilliti til aðgengis. Nánar má fræðast um verkefnið á vef Ferðaþjónustu bænda.

Þess má geta að innan Ferðamálaráðs er einnig unnið að þessum málum. Við framkvæmdir á fjölsóttum ferðamannastöðum sem Ferðamálaráð hefur komið að hefur þess t.d. ávallt verið gætt að hugað sé að aðgengi fyrir alla sem kostur er.