Fara í efni

Icelandair skiptir um flugvöll í Orlando

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva
Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Frá næsta vori mun Icelandair hafa Orlando Sanford International Airport sem miðstöð starfsemi sinnar í Orlando, í stað Orlando International Airport. Samningur þess efnis var undirritaður í liðinni viku.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að Sanford flugvöllurinn hafi boðið félaginu góð kjör til að ná viðskiptum félagsins til sín. Þannig veiti hann félaginu t.d. markaðsstyrk sem nemur um 5 milljónum króna árlega, auk þess sem Icelandair greiði engin lendingargjöld fyrstu sex mánuði samningstímans.

Fyrsta flug Icelandair á Sanford flugvöllinn verður 27. mars á næsta ári.