Fara í efni

Skýrsla um niðurstöður Pisa-fundarins aðgengileg á vefnum

Ferðafólk í Þórsmörk
Ferðafólk í Þórsmörk

Á dögunum sögðum við hér á vefnum frá árlegu málþingi alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins IPK og Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) sem haldið var í Pisa á Ítalíu. Skýrsla þar sem helstu niðurstöður fundarins eru teknar saman var birt á World Travel Market og er nú jafnframt aðgengileg hér á vefnum.

Byggt er á gögnum frá WTO (World Tourism Organization, IPK, IATA (International Air Transport Association), SYTA (Student Youth Travel Association) ofl. Eins og fram hefur komið var meginviðfangsefni þingsins að meta stöðu og horfur á ferðamörkuðum í Evrópu Ameríku og Asíu. Til málþingsins var boðið fulltrúum ferðamálaráða aðildarlanda Ferðamálaráðs Evrópu og nokkurra alþjóðlegra samtaka og fyrirtækja sem sinna gagnasöfnun um ferðamennsku á alþjóðavísu.