Fara í efni

Iceland Excursions Allrahanda hlaut verðlaun Gray Line samtakanna

Gistinætur og gestakomur á hótelum í október
Gistinætur og gestakomur á hótelum í október

Iceland Excursions Allrahanda - Gray Line Iceland hlaut verðlaunin ?Blue Diamond Dedication Award? á ársfundi Gray Line Worldwide sem haldinn var í Vancover í Kanada nýlega. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi kynningu á árinu þar sem lögð er áhersla á metnaðarfull markmið samtakanna.

?Þetta er okkur mikill heiður og hvatning og sýnir sig að með aðild að sterkum samtökum erum við betur í stakk búin að kynna fyrsta flokks þjónustu og koma henni á framfæri við ferðamenn víðsvegar um heiminn,? segir Þórir Garðarsson markaðsstjóri félagsins. Í tilkynningu segir jafnframt að Gray Line Worldwide séu stærstu samtök í heiminum á sviði skoðunar- og pakkaferða en meðlimir séu um 150 fyrirtæki sem þjónusta yfir 25 milljónir ferðamanna á ári.

?Ársfundurinn í Kanada var athyglisverður þar sem fram kom mikill áhugi á Íslandi, landinu, sögu þess og náttúru,? sögðu þær Erla Vignisdóttir og Guðrún Þórisdóttir sem voru fulltrúar Iceland Excursions Allrahanda - Gray Line Iceland á fundinum í Kanada.