Fara í efni

Tekjukönnun SAF fyrir mars

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður tekjukönnunar sinnar fyrir marsmánuð. Könnunin er framkvæmd meðal hótel innan SAF og byggir á upplýsingum um nettó gistitekjur, þ.e. án morgunverðar og virðisaukaskatts, og fjölda seldra herbergja. Nær hún til 20 hótela, 10 á höfuðborgarsvæðinu og 10 á landsbyggðinni.

Reykjavík
Meðalnýting 61,73%. Meðalverð kr. 5.966. Tekjur á framboðið herbergi kr.114.117.
Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
2003 75,18% Kr. 5.342 Tekjur á framboðið herbergi kr.129.157.
2002 68,12% Kr. 5.410 Tekjur á framboðið herbergi kr.114.251.
2001 74,15%. Kr 5.066 Tekjur á framboðið herbergi kr.116.462.
2000 73,20%. Kr. 4.215 Tekjur á framboðið herbergi kr. 95.648.
1999 68,10% Kr. 3.669 Tekjur á framboðið herbergi kr. 77.448

Skipt eftir flokkum:
*** Meðalnýting 67,93%. Meðalverð kr. 4.773. Tekjur á framb.herbergi kr. 100.521.
**** Meðalnýting 55,58%. Meðalverð kr. 7.414. Tekjur á framb.herbergi kr. 127.733.
Sé horft til 2002 þá er ljóst að aukið framboð hefur haft sitt að segja. Spennandi verður að sjá stöðuna eftir apríl.

Landsbyggðin
Meðalnýting 23,63%. Meðalverð kr. 5.369. Tekjur á framboðið herbergi kr. 39.339.
Til samanburðar koma fyrri ár:
2003 24,07%. Kr. 6.580. Tekjur á framboðið herbergi kr. 49.098.
2002 28,38% Kr. 5.691 Tekjur á framboðið herbergi kr. 50.072.
2001 29,64% Kr. 4.867 Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.725.
2000 26,11%. Kr. 4.153 Tekjur á framboðið herbergi kr. 33.614.
1999 22,04% Kr. 4.489 Tekjur á framboðið herbergi kr. 30.669

Höfum í huga að í fyrra voru páskar í apríl eins og núna þannig að nú verður apríl samanburðarhæfur.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalnýting 14,03%. Meðalverð kr. 4.524 Tekjur á framboðið herbergi kr. 19.680.
Til samburðar koma fyrri ár:
2003 12,88% Kr. 4.714 Tekjur á framboðið herbergi kr. 18.829.
2002 15,00% Kr. 5.854 Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.388.
2001 18,00% Kr. 3.955 Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.470.
2000 16,00% Kr. 3.570 Tekjur á framboðið herbergi kr. 17.988.
1999 16,00% Kr. 3.860 Tekjur á framboðið herbergi kr 18.590

Hér vega þungt einstaka einingar sem hafa ekki náð upp mikilli vornýtingu.

Þar sem svo fáir virðast hafa tök á að greina gesti eftir eðli ferðar þá er sennilega betra að taka stærra tímabil fyrir áður en niðurstöður eru gefnar út.

Kveðja
Þorleifur Þór Jónsson
Hagfræðingur SAF
thorleifur@saf.is