Fara í efni

Ferðalangur 2004

Ferdalangur2004
Ferdalangur2004

Höfuðborgarstofa, Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins, Ferðamálaráð, SAF og fyrirtæki í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu munu standa saman að ferðafagnaði á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl nk., þar sem ferðaþjónustan verður kynnt fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins. Ferðafagnaður þessi hefur fengið nafnið "Ferðalangur 2004".

Markmiðið með deginum er að kynna íbúum höfuðborgarsvæðisins allt það skemmtilega sem ferðamönnum býðst að gera - hvort sem um er að ræða rútuferð á heimaslóð kryddaðri ýmiskonar afþreyingu, sjóstangaveiði, kayaksiglingu, útreiðatúr, hellaskoðun, klettaklifur eða líta við á skemmtilegu safni. Með þessum viðburði er þess freistað að íbúar höfuðborgarsvæðisins horfi á borgina og umhverfi hennar með augum ferðamannsins og upplifi áður óþekktar hliðar ferðaþjónustunnar. Einnig er markmiðið að nýta daginn til að benda á mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar.


Verið að er leggja síðustu hönd á dagskrá Ferðalangs 2004. Þegar er ljóst að hún verður spennandi og afskaplega fjölskylduvæn. Boðið verður upp á ýmiskonar afþreyingu víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og í langflestum tilfellum er dagskráin ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Söfn, bílaleigur og hótel bjóða upp á sérstaka dagskrá, boðið verður upp á mjög áhugaverðar pakkaferðir um höfuðborgarsvæðið vítt og breitt með íslenskum leiðsögumanni og þannig mætti áfram telja. Nánari upplýsingar verða m.a. kynntar í prentaðri dagskrá, prentmiðlum, veggspjöldum og vinsælum vefmiðlum strax eftir páska. Sjá nánar.