Fara í efni

Nýr formaður stjórnar Ráðstefnuskrifstofu Íslands

Aðalfundur Ráðstefnuskrifstofu Íslands (RSÍ) var haldinn sl. miðvikudag og þar m.a. kjörin ný stjórn. Á fyrsta fundi hennar var Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, kjörinn stjórnarformaður. Aðrir í stjórn eru Steinn Lárusson frá Flugleiðum, Ársæll Harðarson frá Ferðamálaráði Íslands, Kristján Daníelsson frá Radisson SAS Hótel Saga og Lára Pétursdóttir frá Reykjavík Congress.