Fara í efni

Gistináttafjöldi á hótelum í febrúar eykst örlítið milli ára

Gistinætur á hótelum í febrúarmánuði sl. voru 48 þúsund en töldust 47 þúsund árið 2002. Á landsbyggðinni átti sér stað samdráttur í öllum landshlutum nema á Suðurlandi, en þar fjölgaði gistinóttum á hótelum í febrúarmánuði um 22% milli áranna 2002 og 2003. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði nóttum um tæplega 1.700, eða um tæp 5%. Ef litið er á niðurstöður febrúarmánaðar á árunum 1997-2003 má sjá að fjöldi gistinátta vegna útlendinga hefur farið stigvaxandi milli ára og eru þær tvöfalt fleiri árið 2003 en árið 1997. Á sama tíma hefur gistinóttum Íslendinga ýmist fjölgað eða fækkað milli ára og töldust færri nú í febrúar 2003 en árið 1997. Geta má að tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur. Nánar á vef Hagstofunnar.