Fara í efni

Málþing um rannsóknir og menntun á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 25. september nk. gengst rektor Háskóla Íslands, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir málþingi. Nefnist það "Rannsóknir og menntun á landsbyggðinni - Fræðastarf sem þáttur í atvinnustefnu byggðarlaga"

Málþingið hefst í hátíðasal Háskólans kl. 14.00 og því lýkur kl. 16.45 með léttum veitingum. Málþingið er opið öllu áhugafólki um stefnumótun og uppbyggingu atvinnulífs og menntamála á landsbyggðinni. Þátttöku má tilkynna með tölvupósti: haskolarektor@hi.is eða í síma 525-4303.

Dagskrá:

14.00-14.20
Setning, háskólarektor Páll Skúlason
Ávarp, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir

14.20-14.35
Reynsla Háskóla Íslands af rannsókna- og fræðasetrum á landsbyggðinni
Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands

14.35-14.50
Áhrif rannsókna- og fræðastarfs Háskólans á Akureyri á atvinnu- og búsetuþróun Eyjafjarðarsvæðisins
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri

14.50-15.30
Þau sem standa í eldlínunni:
Hvar liggja tækifærin? Hvernig skal standa að verki?
Rannveig Ólafsdóttir, forstöðumaður háskólasetursins á Höfn í Hornafirði
Hver eru áhrif fræðasetursins í Sandgerði á atvinnuhætti, hvernig getum við þróað það starf áfram?
Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri í Sandgerði
Hvers vænta sveitafélög á borð við Austur-Hérað af rannsókna- og fræðastarfi?
Óðinn Gunnar Óðinsson, verkefnisstjóri sveitarfélaginu Austur-Héraði

15.30-15.55
Kaffi

15.55-16.45
Hvernig má auka áhuga sveitarstjórna og fyrirtækja á rannsókna- og fræðastarfi?
Pallborðsumræður undir stjórn Páls Skúlasonar háskólarektors
Dagný Jónsdóttir alþingismaður
Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs
Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar
Skúli Skúlason rektor Hólaskóla, háskólans að Hólum
Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar

16.45
Ráðstefnuslit og léttar veitingar