Fara í efni

Auglýst eftir forstöðumanni nýrrar skrifstofu Ferðamálaráðs í Kaupmannahöfn

Sem kunnugt er mun Ferðamálaráð Íslands opna skrifstofu í Kaupmannahöfn síðar á árinu og hefur nú auglýst eftir forstöðumanni á skrifstofuna. Hlutverk skrifstofunnar verður að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Ísland sem ferðamannaland á markaðssvæði Norðurlanda. Leitað er að einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu í markaðsstörfum í ferðaþjónustu, eða aðra sambærilega reynslu. Umsóknum skal skilað fyrir 26. september nk. Skoða auglýsingu.