Fara í efni

Talning ferðamanna eftir þjóðerni

Frá árinu 1949 annaðist Útlendingaeftirlitið talningar á ferðamönnum sem komu erlendis frá og þannig var hægt að fylgjast með skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni. Í árslok 2000 hættu þessar talningar vegna Schengen samkomulagsins. Engar talningar voru í gangi árið 2001 en í febrúar 2002 hóf Ferðamálaráð brottfarartalningar í Leifsstöð og hafa þær staðið yfir síðan.

Ágæt reynsla er komin á þessar talningar Ferðamálaráðs og liggja nú fyrir samanburðarhæfar niðurstöður fyrir mánuðina mars til ágúst fyrir árin 2002 og 2003. Niðurstöðurnar eru aðgengilegar undir liðnum Tölfræði hér á vefnum. Upplýsingarnar eru í Excel skjali og sé það opnað er vert að athuga að það inniheldur alls 13 vinnublöð (Sheet). Á því fyrsta eru niðurstöður allra mánaða frá upphafi talninganna og síðan er samanburður á hverjum mánuði um sig á milli ára (þ.e. fyrir mars til ágúst). Skjalið er uppfært mánaðarlega þegar niðurstöður fyrir næsta mánuð á undan liggja fyrir. Hafa ber í huga að í tölunum eru ekki taldir með farþegar Norrænu eða farþegar sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.