Fréttir

Þolmarkaskýrsla um Lónsöræfi kynnt á málþingi

Næstkomandi fimmtudag, 12. júní, gangast Ferðamálasetur Íslands, Ferðamálaráð, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri fyrir málþingi á Höfn í Hornafirði um þolmörk ferðamennsku í friðlandi á Lónsöræfum. Þar verður til umfjöllunar nýútkominn skýrsla um þetta efni. Lónsöræfi voru einn af fimm vinsælum ferðamannastöðum þar sem Ferðmálaráð í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri lét gera rannsóknir á þolmörkum ferðamennsku. Hinir staðirnir eru Landmannalaugar, Mývatnssveit, þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum og þjóðgarðurinn í Skaftafelli en rannsóknarskýrsla fyrir síðastnefnda staðinn kom einmitt út sl. vor. Bergþóra Aradóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálasetri Íslands og einn skýrsluhöfunda, segir að auk þess að kynna skýrsluna sé tilgangur málþingsins á Höfn að skapa umræður á meðal heimamanna og efla vitund þeirra sem að ferðamennsku koma á því hvað felst í þolmörkum ferðamennsku Skilgreind viðmiðÞolmörk ferðamennsku eru skilgreind sem sá hámarksfjöldi ferðamanna sem getur ferðast um svæði án þess að það leiði af sér óviðunandi hnignun á umhverfinu eða upplifun ferðamanna og íbúa svæðisins. Rannsóknir sem þessar eru nauðsynlegar til þess að átta sig á með hvaða hætti ferðamennska þróast á tilteknum stað. Ef áhrif ferðamennsku verða óásættanleg á náttúrulegt og manngert umhverfi, heimamenn og ferðamenn má álykta að einum eða fleiri þáttum þolmarka sé náð. Svo hægt sé að meta hvort áhrifin séu óásættanlega er nauðsynlegt að hafa skilgreind viðmið sem hægt er að horfa til. Allir sem koma að stefnumótun ferðamannastaðarins, svo sem ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar, geta í ljósi niðurstaðna rannsókna sem þessarar mótað þessi viðmið, þ.e. hvernig viljum við sjá ferðamannastaðinn í framtíðinni. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að umhverfi ferðamannastaða, bæði náttúrulegt og manngert, láti á sjá heldur taki breytingum sem eru í sátt við þarfir og óskir bæði ferðamanna og heimamanna. Dagskrá málþingsins  
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð opnuð á Húsavík

Síðastliðinn sunnudag opnaði upplýsingarmiðstöð á Húsavík sem ber nafnið Húsavíkurstofa. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sá um að opna Húsavíkurstofu formlega með því að klippa á borða í tilefni dagsins. Húsavíkurstofu er ætlað að veita almennar upplýsingar til ferðamanna sem ferðast um svæðið sem að jafnaði eru um 80 þúsund manns. Húsavíkurstofa er ekki einungis upplýsingarmiðstöð heldur eru þar einnig seldar t.d. jeppaferðir, hestaferðir og gisting. Afgreiðsluborðið er í laginu eins og bátur og er það táknrænt fyrir Húsavíkurstofu þar sem ferðamönnum er boðið um borð í skoðun um svæði með upplýsingargjöf. Símanúmerið í Húsavíkurstofu er 464 - 4300 og netfangið info@husavik.is. Húsavíkurstofa er opinn alla daga vikunnar milli kl. 09.00 - 19.00.  
Lesa meira

Fjölgun ferðamanna í maí

Nú liggja fyrir tölur fyrir maí úr talningu Ferðamálaráðs á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð og skiptingu þeirra eftir löndum. Samkvæmt tölunum er fjölgunin 8% sé miðað við maímánuð í fyrra. Mestu munar um verulega fjölgun breskra ferðamanna, eða tæp 53%. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Sjá nánar.  
Lesa meira