Fréttir

Niðurstaða vegna Gamanferða í seinni hluta september

Vinna við yfirferð þeirra rúmlega 1.000 krafna sem bárust í kjölfar rekstrarstöðvunar Gaman ehf. (Gamanferða) sækist vel. Vonir standa til að um eða eftir miðjan september verði yfirferð lokið og fá þá allir senda tilkynningu með niðurstöðunni. Í kjölfarið tekur við fjögurra vikna kærufrestur áður en hægt verður að greiða út kröfur.
Lesa meira

Niðurstöður ferðavenjukönnunar á 8 áfangastöðum

Í dag komu út skýrslur með niðurstöðum ferðavenjukönnunar 2018 meðal erlendra gesta á átta áfangastöðum um allt land. Könnunin aflaði upplýsinga um ýmsa einkennandi þætti ferðamanna á rannsóknarsvæðunum, svo sem búsetuland, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd, auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra var skoðað.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - ágúst 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - ágúst 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Styrkir vegna ferðamálasamstarfs Íslands, Grænlands og Færeyja skila góðum árangri

Tugir verkefna hérlendis hafa á síðustu árum verið styrkt og jafnvel orðið að veruleika fyrir tilstuðlan ferðamálasamstarfs Íslands, Grænlands og Færeyja, sem síðustu ár hefur verið undir merkjum NATA. Nú er opið fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar en við fyrri úthlutun á þessu ári voru 14 af þeim 17 verkefnum sem fengu styrk tengd Íslandi.
Lesa meira

Vaxandi mikilvægi gæða- og umhverfisvottunar í hugum ferðafólks

Sífellt fleiri ferðamenn sem hingað koma segi það skipta máli við kaup á ferðatengdri þjónustu að viðkomandi fyrirtæki hafi viðurkennda gæða- og umhverfisvottun. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum könnunar Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna. Þá er einnig vaxandi þekking á Vakanum.
Lesa meira

17% fækkun í júlí milli ára

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 231 þúsund í júlímánuði eða um 47 þúsund færri en í júlí árið 2018. Fækkun milli ára nemur 17%. Fækkun hefur verið alla aðra mánuði frá áramótum, í janúar fækkaði brottförum um 5,8%, í febrúar um 6,9%, í mars um 1,7%, í apríl um 18,5%, um 23,6% í maí og 16,7% í júní
Lesa meira

Skipulag og hlutverk áfangastaðastofa

Ferðamálastofa hefur gefið út skýrslu um skipulag og hlutverk áfangastaðastofa (DMO) víða um heim. Skýrslan er unnin af Daniel Byström í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála.
Lesa meira

Opið fyrir styrkumsóknir vegna ferðamálasamstarfs við Grænland og Færeyjar

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 27. ágúst 2019. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - júlí 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - júlí 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Niðurstöður úr könnun meðal erlendra ferðamanna 2018

Ferðamálastofa hefur gefið út nýja skýrslu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna fyrir árið 2018. Skýrslan er unnin úr gögnum könnunar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands. Einnig eru birtar sérstakar samantektir fyrir sex þjóðerni og eitt markaðssvæði.
Lesa meira