Fréttir

Félagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi - Frestun

Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að fresta hádegisfyrirlestrinum á morgun, 8. mars, um Félagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi en vonumst til að geta haldið hann seinna í vetur. Minnum á næsta fyrirlestur að hálfum mánuði liðnum þar sem kynnt verður ný rannsókn á þætti bókunarþjónustufyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

6,9% fækkun milli ára í febrúar

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 149 þúsund í nýliðnum febrúar eða um ellefu þúsund færri en í febrúar árið 2018, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkun milli ára nemur 6,9%.
Lesa meira

Stafrænt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta gagnast öllum

Þegar rafræn þjónusta er annars vegar er mikilvægt að hugsa frá upphafi fyrir því að hún þarf að nýtast fólki með mismunandi þarfir. Í þessum nýjasta þætti af Ferðalausnir stafræn tækifæri fjallar Rósa María Hjörvar, aðgengisfulltrúi Bindarafélagsins, um stafrænt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta og hvaða körfur eru gerðar í dag fyrir þjónustu hvað varðar stafrænt aðgengi fyrir þennan hóp.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Vardi Viaggi ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Vardi Viaggi ehf., kt. 661115-2970, Hagamel 17, 107 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Í hvaða ástandi eru náttúruperlur landsins? - Bein útsending

Fimmtudaginn 28. febrúar mun Umhverfisstofnun kynna nýtt verkfæri til að meta ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða. Með verkfærinu er búið að meta og skrá yfir 100 áfangastaði. Ferðamálastofa sendir fundinn út beint á netinu.
Lesa meira

Mikil ánægja með ferðaþjónustuna í heimabyggð en ýmislegt brennur á

Niðurstöður könnunar á viðhorfum heimfólks til ferðamanna og ferðaþjónustu voru kynntar í dag á fundi sem Ferðamálastofa stóð fyrir í samvinnu við Íslenska Ferðaklasann. Könnunin náði til Reykjanesbæjar, Stykkishólms, Húsavíkur og Egilsstaða. Helstu niðurstöður voru þær að allt stór hluti íbúa á þessum svæðum verður nær daglega var við ferðamenn og að ánægja með ferðaþjónustuna í heimabyggðinni er mikil. Hins vegar eru þau mál sem brenna mest á heimamönnum varðandi ferðaþjónustuna ólík eftir svæðum.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - febrúar

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - febrúar 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Framlengdur frestur vegna endurskilgreiningar

Við gildistöku nýrrar löggjafar um ferðamál 1. janúar 2019 féllu heitin ferðaskipuleggjandi og bókunarþjónusta út. Frestur sem þessir aðilar hafa til að endurskilgreina starfsemi sína hefur verið framlengdur til 1. apríl næstkomandi og halda leyfin og skráningarnar gildi sínu þangað til.
Lesa meira

Ný reglugerð um tryggingar - Opnað fyrir umsóknir

Ný reglugerð um tryggingar vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar hefur tekið gildi. Jafnframt hefur verið opnað að nýju fyrir umsóknir um ferðaskrifstofuleyfi en reglugerðin var forsenda þess að hægt væri að taka við umsóknum í samræmi við nýja löggjöf sem tók gildi um áramótin.
Lesa meira

Hámarka þarf verðmæti hvers herbergis

Í því harða samkeppnisumhverfi sem ríkir í gistingu er mikilvægt að hafa allar klær úti til að hámarka afraksturinn af hverju herbergi. Í þessum nýjasta þætti af Ferðalausnir – stafræn tækifæri, fer Margrét Polly Hansen hjá Hótelráðgjöf yfir áskoranir á þessu sviði og kynnir tæknilausnir sem hentar gististöðum af öllum stærðum.
Lesa meira