Fréttir

Akstur á undarlegum vegi - Erindi ferðamálastjóra á Ferðamálaþingi 2017

Í erindi sínu á Ferðamálaþingi í Hörpu í gær fjallaði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um ýmsar þær áskoranir og úrlausnarefni sem íslensk ferðaþjónusta og ferðaþjónusta í heiminum almennt stendur frammi fyrir nú um stundir – eða „Áskoranir á öld ferðalangsins“, eins og titill þingsins var að þessu sinni.
Lesa meira

Síldarminjasafnið fær Umhverfisverðlaunin 2017

Síldarminjasafnið á Siglufirði hlýtur Umhverfisverðlaun ferðamálastofu árið 2017 fyrir fegrun umhverfis og bætt aðgengi. Verkefnið var lokaáfangi í byggingu bryggjupalla milli safnhúsanna þriggja og uppsetningu lýsingar á svæðinu.
Lesa meira

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki skrifa undir alþjóðlegar siðareglur fyrir ferðaþjónustu

Á Ferðamálaþinginu í Hörpu í dag undirrituðu þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Ásta Kristín Sigurjónsdóttirr, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, skuldbindingu sem byggir á Alþjóðlegum siðareglum fyrir ferðaþjónustu. Reglurnar hafa nú verið þýddar á íslensku.
Lesa meira

Ferðamálaþing - bein útsending

Skráningum er lokið á Ferðamálaþingið 2017 í Hörpu á morgun, 4. október, þar sem uppselt er á þingið. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á netinu.
Lesa meira

Alþjóðlegar siðareglur fyrir ferðaþjónustu þýddar á íslensku

Ferðamálastofa hefur látið þýða Alþjóðlegar siðareglur fyrir ferðaþjónustu yfir á íslensku. Reglurnar eru hugsaðar sem grunngildi og ætlað er að vera hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu að leiðarljósi. Siðareglurnar höfða til ríkja, sveitarfélaga, samfélaga, ferðaþjónustuaðila og sérfræðinga auk ferðamanna, jafnt innlendra sem erlendra.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2017: Dagskrá og skráning

Nú er rétt vika í að Ferðamálaþing 2017 verði haldið í Hörpunni, þ.e. 4. október kl. 13-18. Yfirskrift þingsins í ár er "Sjálfbærni - Áskoranir á öld ferðalangsins". Mikill áhugi er á þinginu enda er dagskráin einkar áhugaverð. Hæst ber ávarp Talib Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) en hann má telja æðsta embættismann heims á sviði ferðamála. Þingið hefst með ávarpi forseta Íslands, Hr. Guðna Th. Jóhannessonar.
Lesa meira

Ábending vegna hækkunar gistináttaskatts 1. september

Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri koma eftirfarandi á framfæri, varðandi hækkun gistináttaskatts sem tók gildi þann 1. september síðastliðinn.
Lesa meira

Ferðaþjónustureikningar 2009-2015

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 6,7% árið 2015. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ferðaþjónustureikningum sem Hagstofan birti í heild sinni í gær fyrir árin 2009 til 2015 og að hluta fyrir árið 2016. Ferðaþjónustureikningar eru hliðarreikningar þjóðhagsreikninga og er ætlað að leggja mat á hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu og þróun hennar sem atvinnugreinar.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Mánudaginn 25. september verður opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur er til 25. október næstkomandi. Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda.
Lesa meira

Offjölgun ferðamanna: Hvað getum við lært af Barselóna?

Rannsóknamiðstöð ferðamála stendur fyrir opnu málþingi 30. september kl. 9:00-12:00 í Hannesarholti um það hvernig yfirvöld í Barselóna kljást við þau vandamál sem skapast hafa vegna ágangs ferðamanna í borginni og hvaða lærdóm megi draga af því. Málþingið er haldið í samstarfi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Samtök um ábyrga ferðamennsku og Háskólann í Plymouth.
Lesa meira