Fréttir

182.000 brottfarir erlendra farþega í október

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi voru 181.900 talsins í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 23 þúsund fleiri en í október á síðasta ári.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir landshlutanna - Heildstæð nálgun til mótunar á framtíð ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála standa nú sameiginlega að gerð svonefndra áfangastaðaáætlana - DMP (e. Destination Management Plans) í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna, sem fara með verkefnisstjórn áætlangerðarinnar á sínum svæðum. Í þessari grein sem birtist í fjölmiðlum fyrr í haust fara þær Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnisstjóri svæðisbundinnar þróunar á Ferðamálastofu, yfir verkefnið. M.a. forsögu þess, hvað áfangastaðaáætlanir fela í sér og hvers er vænst af þeim.
Lesa meira

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir er nýjasti þátttakandinn í Vakanum

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir er nú orðið hluti af ört stækkandi hópi fyrirtækja innan Vakans með viðurkenndan veitingastað og 3ja stjörnu superior hótel.
Lesa meira

Fosshótel Jökulsárlón bætist við Vakaflóruna

Við kynnum með sannri ánægju nýjasta þátttakandann í Vakanum, Fosshótel Jökulsárlón sem nú flaggar með stolti fjórum viðurkenndum stjörnum svo og bronsmerki í umhverfishlutanum. Þar með eru sjö hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðirnir Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.
Lesa meira

Staða mála og horfur – ferðaþjónustan spurð

Á dögunum voru kynntar niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal aðila í ferðaþjónusturekstri sem Deloitte gerði fyrir markaðsstofur landshlutanna og Ferðamálastofu. Verkefnið er liður í að koma á væntingavísi innan ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri

Ráðherra ferðamála hefur falið Elíasi Bj. Gíslasyni að gegna starfi ferðamálastjóra til áramóta en Ólöf Ýrr Atladóttir er komin í námsleyfi. Embættið hefur verið auglýst laust til umsóknar með skipunartíma frá 1. janúar 2018.
Lesa meira

203.900 brottfarir erlendra farþega í september

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi voru 203.900 talsins í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 28 þúsund fleiri en í september á síðasta ári.
Lesa meira

Endurskoðuð gæðaviðmið fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu á ensku

Þriðja útgáfa gæðaviðmiða Vakans fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu hefur verið birt á vef Vakans í enskri þýðingu, ensk útgáfa umhverfisviðmiða er væntanleg á vefinn innan skamms.
Lesa meira

Mælaborð ferðaþjónustunnar opnað

Mælaborð ferðaþjónustunnar er ný vefsíða þar sem tölulegar upplýsingar um atvinnugreinina eru birtar með myndrænum hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar upplýsingar eru aðgengilegar á einum og sama stað. Mælaborð ferðaþjónustunnar er unnið á vegum Stjórnstöðvar ferðamála í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Deloitte og er fjármagnað af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Lesa meira

Upptaka af kynningu á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða haustið 2017 komin á vefinn

Lesa meira