Fréttir

Framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi mótuð

Niðurstöður opinna funda vegna áfangastaðaáætlunar á Vesturlandi, sem haldnir voru í nóvember síðastliðnum gefa til kynna að fólk sé almennt mjög ánægt með þá framþróun sem orðið hefur undanfarin ár í ferðaþjónustu á Vesturlandi, bæði varðandi fjölgun ferðamanna og aukið framboð á gistingu, afþreyingu og veitingum. Skýrt kom hins vegar fram að bæta þyrfti uppbyggingu og gæði innviða og grunngerðar sem lýtur að aðgengi, upplýsingum, öryggi og upplifun fólks, sem og þolmörkum náttúru og samfélags. Niðurstöður fundanna voru notaðar til að vinna grunn að framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi.
Lesa meira

2,2 milljónir erlendra farþega 2017

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 2.195.271 árið 2017 eða 427.545 fleiri en árið 2016 samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Aukning milli ára nemur 24,2%.
Lesa meira

135.200 brottfarir erlendra farþega í desember

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi voru 135.200 talsins í desember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 10.500 fleiri en í desember á síðasta ári.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 20. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri - Akureyrarstofa í Vakann

Við bjóðum upplýsingamiðstöðina á Akureyri - Akureyrarstofu velkomna í Vakann.
Lesa meira

Jólakveðja Ferðamálastofu 2017

Fjölbreytt og skemmtilegt ár er senn að baki og handan við hornið bíður 2018 með nýjum áskorunum.
Lesa meira

Skarphéðinn Berg Steinarsson skipaður ferðamálastjóri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, hefur skipað Skarphéðinn Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun á Vestfjörðum

Á Vestfjörðum leiðir Markaðsstofu Vestfjarða vinnu við gerð áfangastaðaáætlana í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu og aðra hagsmunaaðila. Frá því vinna hófst við áfangastaðaáætlunina í vor hefur mikil grunnvinna verið unnin við kortlagningu og stöðugreiningu á ferðaþjónustu á svæðinu. Í þeirri vinnu var meðal annars stuðst við eldri gögn líkt og Stefnumótun vestfirkrar ferðaþjónustu 2016 og Ferðaþjónustugreiningu 2015.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun á Norðurlandi

Vinna við DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland er í fullum gangi og búið er að halda svæðisfundi innan fyrirfram skilgreindra svæða. Markmið svæðisfunda er meðal annars að ákveða hver forgangsverkefni hagsmunaaðila eru á svæðinu, auk þess að farið er yfir markaðsáherslur á svæðinu.
Lesa meira

Eliza Reid sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar

Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða ferðamálastofnunin (UNWTO), hefur tilnefnt frú Elizu Jean Reid, forsetafrú, sérstakan sendiherra ferðaþjónustu og markmiða sjálfbærrar þróunar. Tilnefningin kemur í framhaldi af heimsókn Taleb Rifai, aðalritara UNWTO, hingað til lands í boði Ferðamálastofu í október síðastliðnum.
Lesa meira