Fréttir

Rekstur og efnahagur í ferðaþjónustu - hádegisfyrirlestur

Næsti hádegisfyrirlestur Ferðamálastofu verður haldinn þriðjudaginn 21. janúar kl. 12:10. Kynnt verður nýleg greining Ferðamálastofu á rekstri og efnahag ferðaþjónustugreina til 2018, leitast við að varpa ljósi á þróun helstu áhrifavalda á umfang og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu á nýliðnu ári og rætt um horfurnar um þá á nýhöfnu ferðaári. Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar er hann í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fer fram í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.
Lesa meira

Birtingaráætlun 2020

Við bendum á að birtingaráætlun rannsókna- og tölfræðisviðs er nú kominn hér inn á vefinn. Framsetning hennar er liður í aukinni áherslu Ferðamálastofu á rannsóknir, söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga og þannig betri þjónustu við atvinnugreinina.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Farvel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Farvel ehf., kt. 470815-0510, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018.
Lesa meira

Hvernig tökum við á móti kínverskum ferðamönnum?

Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið gangast fyrir fræðslufundi miðvikudaginn 22. janúar 2020. Fundurinn verðu haldinn í húsnæði Kínverska sendiráðsins að Bríetartúni 1 og stendur frá 9 til 11.
Lesa meira

Ferðaskrifstofuleyfi Farvel fellt niður og starfsemi hætt

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Farvel ehf. þar sem fyrirtækið uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna og hafði ekki ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - desember 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - desember 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Guðlaug hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2019

Verkefnið „Guðlaug – heit laug í grjótvörn við Langasand á Akranesi“ er handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamálstofu árið 2019. Verðlaunin voru afhent í gær í blíðskaparveðri við Guðlaugu.
Lesa meira

Mælaborðið - Mat á fjölda ferðamanna á völdum áfangastöðum

Inn í Mælaborði ferðaþjónustunnar er nú hægt að skoða tölur um áætlaðan fjölda og dreifingu ferðamanna á völdum ferðamannastöðum á Íslandi.
Lesa meira

Öll starfsemi Bláa Lónsins í Vakann

Bláa Lónið er nú komið með alla sína starfsemi í Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Nýjasta vottunin er Silica Hótel með 4 stjörnur superior og Moss veitingastaður sem er nú gæðavottaður.
Lesa meira

12,7% fækkun í nóvember - uppfært

Vegna tæknilegra örðugleika kom í ljós að leiðrétta þarf áætlaða hlutfallsskiptingu milli þjóðerna í farþegatalningu á Keflavíkurflugvelli í október og nóvember. Heildarfjöldi brottfararfarþega er óbreyttur og breytingin hefur lítil áhrif á heildarmyndina.
Lesa meira