Fréttir

144.600 brottfarir erlendra farþega í nóvember

Brottfarir erlendra farþega* frá Íslandi voru 144.600 talsins í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 13 þúsund fleiri en í nóvember á síðasta ári.
Lesa meira

Vakinn – allir taki þátt í umhverfishlutanum frá 2019

Í samræmi við sífellt aukið vægi umhverfis- og samfélagsmála og sjálfbærrar þróunar hefur um nokkurt skeið verið stefnt að því að þátttaka í umhverfiskerfi Vakans verði ekki lengur valkvæð eins og verið hefur hingað til heldur taki allir þátt. Í dag eru 63% þátttakenda í Vakanum bæði með gæða- og umhverfisflokkun.
Lesa meira

Ferðaskrifstofuleyfi tryggir hagsmuni neytenda

Ferðamálastofa vill vekja athygli á að sala pakkaferða (alferða) er leyfisskyld og beinir því til fólks að kaupa pakkaferðir af handhöfum ferðaskrifstofuleyfa. Aðeins þeir mega selja slíkar ferðir til almennings.
Lesa meira

GoNorth – Esja Travel uppfyllir gæðaviðmið Vakans

GoNorth - Esja Travel hefur nú lokið innleiðingu gæðaviðmiða og er orðin þátttakandi í Vakanum.
Lesa meira

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017? – ferdamalastofa.is í 9. sæti

Vefur Ferðamálastofu, ferdamalastofa.is, var í 9. sæti af 125 vefjum opinberra stofnana í árlegri úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2017. Fékk vefurinn 94 stig af 100 mögulegum þegar heildarniðurstöður eru skoðaðar.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun á Austurlandi

Allt frá árinu 2014 hefur á Austurlandi verið unnið markvisst af því að þróa áfangastað sem heillar og fangar huga gesta og íbúa. Með markvissri markaðssetningu og þróun á vörumerkinu Austurlandi, aukinni gæðavitund, faglegum vinnubrögðum og færni innan ferðaþjónustunnar verður rekstrargrundvöllur bæði starfandi sem og nýrra og framsækinna fyrirtækja betri sem leiðir af sér atvinnusköpun á fjölmörgum sviðum. Vinna við Áfangastaðinn Austurland fellur inn í vinnu við gerð áfangastaðaáætlunar fyrir svæðið. Austurbrú stýrir þeirri vinnu í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála.
Lesa meira

Áfangastaðurinn Reykjanes – áfangastaðaáætlun

Á Reykjanesi leiða Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Geopark vinnu við gerð áfangstaðaáætlunar, í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu og aðra hagaðila. Ein áfangastaðaáætlun er gerð fyrir svæðið og áætlað er að vinnu við hana ljúki í apríl 2018.
Lesa meira

Ný könnun um fjölda sjálftengifarþega

Isavia hefur birt niðurstöður nýrrar úrtakskönnun meðal farþega Keflavíkurflugvallar. Tilgangurinn er að meta vægi sjálftengifarþega og erlends vinnuafls í brottfarartalningum og er um er að ræða endurtekningu á samskonar könnun frá því í sumar.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun á Höfuðborgarsvæðinu

Höfuðborgarstofa vinnur að gerð áfangastaðaáætlunar (DMP) fyrir Höfuðborgarsvæðið í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Vinnan sem hófst í apríl er grunnur að stefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Höfuðborgarsvæðið.
Lesa meira

Skráning hafin á Mannamót 2018

Markaðsstofur landshlutanna setja upp stefnumótið Mannamót í Reykjavík í fjórða sinn, fimmtudaginn 18. janúar 2018 frá kl. 12.00 - 17.00 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira