Fréttir

Versnandi afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu

Afkoma ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni versnar nokkuð milli ára. Þetta er á meðal niðurstaðna könnunar sem KPMG gerði að beiðni Ferðamálastofu um afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Niðurstöður voru kynntar á fundi í morgun.
Lesa meira

Bein útsending - Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa og KPMG bjóða til fróðleiks á fimmtudegi 18. október þar sem kynnt verður afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2017 og fyrstu 6 mánuði ársins 2018. Fundurinn hefst kl. 8:30 og er hægt að fylgjast með beinni útsendingu.
Lesa meira

Laust starf - Hagfræðingur Ferðamálastofu

Rannsóknasvið Ferðamálastofu óskar eftir að ráða öflugan einstakling í greiningu og miðlun hagstærða sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf hjá Ferðamálastofu. Starfshlutfall er 100% og mun viðkomandi hafa starfsaðstöðu á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Iceland4less ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Iceland4less ehf., kt. 560109-0830, Gylfaflöt 5, Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Hestahof ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Hestahofs ehf., kt. 500197-2269, Köldukinn, Holtahreppi, 851 Hellu, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

13,6% fjölgun erlendra farþega í september

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í september síðastliðnum voru tæplega 232 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 28 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Fjölgunin nam 13,6% á milli ára sem er álíka og í maí og mun meiri en mælst hefur aðra mánuði ársins.
Lesa meira

Leiðrétting vegna ferðamannatalningar í ágúst

Eins og áður var greint frá kom í ljós villa í talningu ISAVIA á fjölda brottfara ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í ágúst sem Ferðamálastofa birti 7. september síðastliðinn. Nemur skekkjan um 15 þúsund erlendum brottfararfarþegum og skýrist af bilun í tölvubúnaði sem heldur utan um talningarnar.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir kynntar 15. nóvember

Þann 15. nóvember næstkomandi mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum allra landshluta. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 28. október næstkomandi.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Travel to Iceland ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Travel to Iceland ehf., kt. 610114-1130, Álfhólsvegi 135, Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira