Fréttir

Lögreglan á Suðurnesjum handhafi öryggisverðlauna

Eldgosið á Reykjanesi á síðasta ári var fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Þúsundir innlendra og erlendra ferðamanna heimsóttu gosstöðvarnar, mest dagana eftir að eldgosið hófst. Alls hafa nú um 370 þúsund ferðamenn heimsótt svæðið. Bregðast þurfti skjótt við enda varð til ferðamannastaður í fjalllendi Reykjaness um vetur. Strax í upphafi þurfti að gæta að öryggi ferðamanna á svæðinu með uppbyggingu aðstöðu og stjórnun aðstæðna.
Lesa meira

Öryggi í ferðaþjónustu - Málþing í Grindavík 22. mars

Á málþinginu sem haldið verður í Gjánni í Grindavík 22. mars 2022 kl. 13.30 – 16.00 þar verða afhent verðlaun fyrir mikilsvert framlag til öryggismála ferðamanna. Þá verður frumsýnt nýtt myndband sem segir frá og lýsir mikilvægi samstarfs til að stuðla að öryggi ferðamanna.
Lesa meira

76 þúsund brottfarir erlendra farþega í febrúar

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 76 þúsund í nýliðnum febrúarmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða gjörbreytta stöðu frá síðasta ári þegar brottfarir erlendra farþega voru um þrjú þúsund talsins.
Lesa meira

Skilafrestur gagna vegna endurmats tryggingafjárhæða 1. apríl

Opnað hefur verið fyrir skil á gögnum vegna endurmats tryggingafjárhæða ferðaskrifstofa (Árleg skil). Frestur til skila er 1. apríl n.k. Það er því mikilvægt að ferðaskrifstofur fari að huga að skilum og að gera ráðstafanir þar sem ársreikningur þarf að vera tilbúinn 1. apríl n.k.
Lesa meira

Þjóðerni brottfarafarþega í febrúar

Bretar voru 38% af erlendum brottfararfarþegum í febrúar sem er álíka og á tímabilinu 2012-2017 en þá voru Bretar á bilinu 37,7%-43,5% af brottförum í febrúar. Fjöldi brottfarafluga frá Keflavík er enn undir því sem það var fyrir faraldur ognálgast fyrri umferð hægt (-30,7% mv. jan. 2020)
Lesa meira

Samið um markaðssetningu Norður- og Austurlands í tengslum við Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í gær samning við Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú um markaðssetningu Norðurlands og Austurlands í tengslum við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum og aukið millilandaflug þar. Markaðsstofan fær 20 milljónir til að sinna þessu verkefni á Norðurlandi á þessu ári og Austurbrú fær sömu upphæð fyrir Austurland.
Lesa meira

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar

Lesa meira

NiceAir hefur sig til flugs

Þau ánægjulegu tíðindi voru gerð opinber í vikunni að nýtt flugfélag Niceair mun hefja millilandaflug á milli Akureyrar, Bretlands, Danmerkur og Spánar í sumar. Eins og tíðrætt hefur verið og sérstaklega er tiltekið í opinberri stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu þá skiptir miklu að dreifing ferðamanna verði víðtækari um landið. Með tilkomu Niceair með beint flug inn á Akureyri þá skapast mikil tækifæri fyrir ferðþjónustuna sérstaklega á norður og austurlandi. Sjá nánar á heimasíðu Niceair
Lesa meira

Mjög góð þátttaka í Hreint og öruggt / Clean & Safe

Fyrr á þessu ári framlengdi Ferðamálastofa verkefni sitt Hreint og Öruggt. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan og öruggan hátt á móti viðskiptavinum sínum þegar kemur að sóttvörnum og þrifum. Rúmlega 350 ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þátttakendur í verkefninu Hreint og Öruggt / Clean & Safe, sem Ferðamálastofa hefur staðið fyrir í rúmt ár og ákveðið var að framlengja a.m.k. út þetta ár. Er þetta mun enn meiri þátttaka en var í fyrra.
Lesa meira

Horfur í ferðaþjónustu fyrir árið 2022 jákvæðar

Fjórða ársfjórðungsskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) fyrir árið 2021 var birt í gær en þar er fjallað um þróunina í ferðaþjónustu út frá fyrirliggjandi gögnum. Umfjöllun skýrslunnar snýst líkt og fyrri ársfjórðungsskýrslur ársins 2021 um hvaða áhrif COVID-19 er að hafa á ferðaþjónustu í Evrópu og ferðavilja fólks.
Lesa meira