Fréttir

Starfsánægja í ferðaþjónustu - Hádegisfyrirlestur

Næsti hádegisfyrirlestur Ferðamálastofu verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 12:10. Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar um starfsánægju í ferðaþjónustu. Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar er hann í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fer fram í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - apríl 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - apríl 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Gaman ehf. (Gaman ferðir)

Ferðaskrifstofuleyfi Gaman ehf. (Gaman ferðir), kt. 430212-1090, Bæjarhrauni 14, 220 Hafnarfirði, hefur verið fellt úr gildi þar sem rekstri hefur verið hætt. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Tryggingunni er ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar.
Lesa meira

Nýtt starf - Sérfræðingur á rannsóknasvið

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða töluglöggan, sjálfstæðan og drífandi einstakling í greiningu og miðlun gagna sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf á rannsóknasviði Ferðamálastofu sem hefur það hlutverk að halda utan um opinbera gagnasöfnun og rannsóknir á ferðamálum. Um fullt starf er að ræða. Staðan er auglýst án staðsetningar
Lesa meira

Upplýsingar vegna rekstrarstöðvunar Gaman ferða

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og hætt starfsemi. Hér er að finna mikilvægar upplýsingar til viðskipavina ferðaskrifstofunnar sem keypt hafa pakkaferðir eða samtengda ferðatilhögun. Upplýsingar verða uppfærðar jafn óðum eftir því sem mál skýrast. Við hvetjum því fólk til að fylgjast með hér á vefnum.
Lesa meira

Stafræn tækni getur aukið upplifun og skilning

„Framtíðin er stafræn. Fólk er alltaf með símana á lofti og sjálfsagt að nýta þá til að auka öryggi fólks og koma á framfæri upplýsingum,“ segir Einar Skúlason sem á heiðurinn af Wapp-Walking app. Það er umfjöllunarefnið í nýjasta þættinum af Ferðalausnir – stafræn tækifæri.
Lesa meira

"Litli leiðsögumaðurinn" leiðir þig áfram í leyfismálum

Leyfismálin geta vafist fyrir fólki og ekki alltaf augljóst hvaða leyfi eiga við viðkomandi starfsemi. Ferðamálastofa kynnir nú „Litla leiðsögumanninn“, gagnvirkan spurninga og leiðbeiningavef sem aðstoðar ferðaþjónustuaðila við að finna út undir hvaða leyfi þjónusta þeirra fellur.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun Reykjaness birt

Áfangastaðaáætlun Reykjaness hefur nú verið birt. Í áætluninni eru lögð drög að frekari þróun í ferðamálum á svæðinu en áætlunin er sú fyrsta sem sérstaklega hefur verið unnin fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.
Lesa meira

Nýtt í Mælaborðinu – Fyllri upplýsingar um flugmál

Nýjasta viðbótin í Mælaborði ferðaþjónustunnar dregur fram áhugaverðar upplýsingar um flug til og frá landinu. Nú er hægt að sjá fjölda aflýstra fluga, meðalseinkun og hlutfall flugferða á áætlun (On time performance) á Keflavíkurflugvelli, allt saman eftir flugfélögum.
Lesa meira

Til mikils að vinna með auknu norrænu samstarfi

Norðurlönd hafa til mikils að vinna með því að starfa saman á sviði ferðamála. Meðal annars getur borgað sig að eiga samstarf á sviði stafrænnar þróunar, sjálfbærni, nýsköpunar og markaðsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur látið gera.
Lesa meira