15.11.2018
Í dag verða helstu niðurstöður áfangastaðaáætlana allra landshluta kynntar á fundi sem Ferðamálastofa heldur á Hótel Sögu kl. 13:00. Bein útsending frá fundinum verður hér á vefnum.
Lesa meira
12.11.2018
Markaðsstofa Suðurlands hefur birt Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Áætlunin tekur tillit til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Hún var unnin í samstarfi við hagsmunaaðila á Suðurlandi.
Lesa meira
12.11.2018
Ferðamálastofa auglýsir eftir óháðum skoðunar- eða vottunarstofum til að annast úttektir hjá þátttakendum í Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
06.11.2018
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í október síðastliðnum voru um 200 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.700 fleiri en í október á síðasta ári. Fjölgunin í október nam 9,7% milli ára en hún hefur einungis mælst hærri tvo mánuði á árinu, í maí (13,2%) og september (13,6%).
Lesa meira
06.11.2018
„Ef þú ætlar að nota samfélagsmiðla sem einhliða rás til að segja viðskiptavinum hvað þeir ætla að hlusta á, þá ertu algerlega á villigötum, segir Lella Erludóttir, markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda, í öðrum þætti af Ferðalausnir – stafræn tækifæri. Í myndbandinu fer Lella yfir tækifæri og áskoranir við notkun samfélagsmiðla og hvernig hægt er að nýta þá með áhrifaríkum hætti í ferðaþjónustu.
Lesa meira
06.11.2018
Ferðaskrifstofuleyfi Gæðingatours., kt. 170362-3819, Útnyrðingsstöðum, 701 Egilsstöðum, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira
24.10.2018
Ferðamálastofa hefur tekið það mikilvæga og ánægjulega skref að kolefnisjafna allar ferðir starfsfólks sem farnar eru á vegum stofnunarinnar, jafnt innanlands sem utan. Þannig var síðastliðinn fimmtudag undirritað samkomulag milli Ferðamálastofu og Kolviðar um að stofnunin greiði Kolviði árlega fyrir að planta trjám til að binda kolefni sem fellur til vegna umræddra ferða.
Lesa meira
23.10.2018
Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann mun á næstu mánuðum standa fyrir hagnýtum vef-vinnustofum undir nafninu Ferðalausnir - Stafræn tækifæri. Markmiðið er að sýna, kynna og miðla þekkingu og reynslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu á sviði aukinnar tækni og öflugri miðlunar.
Lesa meira
22.10.2018
Ljóst er að niðurstöður könnunnar um versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni, sem Ferðamálastofa og KPMG kynntu fyrir helgi, er áhyggjuefni fyrir greinina í heild. Verkefni framundan er því að leita leiða til að snúa þeirri þróun við með öllum tiltækum ráðum og nýta þau sóknarfæri sem eru í stöðunni.
Lesa meira
18.10.2018
Markaðsstofa Vestfjarða hefur birt Áfangastaðaáætlun Vestfjarða sem unnin var í samvinnu við Ferðamálastofu. Markmiðið með áætluninni er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem skilar sem mestum hagnaði til samfélaga, um leið og mögulegum neikvæðum áhrifum er haldið í lágmarki.
Lesa meira