Fréttir

Opnað fyrir umsóknir í Ferðaábyrgðasjóð

Ferðamálastofa hefur nú opnað fyrir rafrænar lánaumsóknir í Ferðaábyrgðasjóðinn. Sótt er um lán í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar
Lesa meira

Styrkir vegna ferðamálasamstarfs Íslands, Grænlands og Færeyja

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, ferðamálasamstarfi Íslands, Grænlands og Færeyja. Lokafrestur til að skila umsókn er 21. ágúst 2020. Hægt er að sækja um styrki til tvennskonar verkefna, þ.e. Þróunar- og markaðsverkefna í ferðaþjónustu og ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.
Lesa meira

Ferðaábyrgðarsjóður kominn til framkvæmda

Seljendur pakkaferða geta nú hafið undirbúning að umsókn um lán úr ferðaábyrgðasjóði.
Lesa meira

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í júlí 2020

Hagstofan birti í morgun samantekt á ýmsum áður birtum tölulegum upplýsingum sem þeir kalla skammtímahagvísa ferðaþjónustu í júlí. Meðfylgjandi er það helsta úr samantektinni.
Lesa meira

Hægt að fylgjast með notkun ferðagjafa í Mælaborði ferðaþjónustunnar

Nú er hægt að fylgjast með notkun ferðagjafa í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Hægt er að fylgjast með notkuninni eftir landssvæðum og flokkum ferðaþjónustu. Þá er einnig hægt að sjá hvaða tíu fyrirtæki hafa fengið flestar ferðagjafir í sinn hlut. Tölurnar eru uppfærðar daglega.
Lesa meira

Hver er hlutur Íslendinga í innlendri ferðaþjónustu?

Ferðamálastofa hefur tekið saman einblöðung í því skyni að upplýsa hvaða stærðir er um að ræða þegar menn velta fyrir sér að hversu stóru leyti Íslendingar geti í sumar komið í staðinn fyrir þá erlendu ferðamenn sem verið hafa aðaltekjur íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum.
Lesa meira

Brottfarir í júní

Alls fóru 11.253 farþegar úr landi um Leifsstöð í júní, 5.943 útlendingar (53%) og 5.310 Íslendingar (47%). Í sama mánuði í fyrra fóru 259.702 úr landi, 75% þeirra útlendingar. Hlutfallslega voru brottfarir um Leifsstöð 96% færri í júní en fyrir ári.
Lesa meira

Opið fyrir skráningu á Vestnorden

Vert er að benda á að nú er opið fyrir skráningu á hina árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu sem að þessu sinni er haldin á Íslandi, nánar tiltekið í Reykjanesbæ, dagana 6.-8. október í haust. Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar skiptast á um að halda Vestnorden en þar er stefnt saman ferðaþjónustuaðilum frá löndunum þremur og ferðaheildsölum sem selja eða hafa áhuga á að selja ferðir til landanna.
Lesa meira

Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu 2019

Í dag gaf Ferðamálastofa út sjö skýrslur með niðurstöðum könnunar á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu haustið 2019. Markmið könnunarinnar var að meta viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu og ferðamanna á tilteknum tíma bæði á landsvísu og eftir einstaka landshlutum. Auk þess var leitað eftir vísbendingum um það hvort landsmenn finni fyrir álagi vegna ferðamanna í heimabyggðinni.
Lesa meira

Niðurstöður ferðavenjukönnunar á 4 stöðum

Í dag gaf Ferðamálastofa út skýrslur með niðurstöðum ferðavenjukönnunar meðal erlendra gesta á fjórum þéttbýlisstöðum á Íslandi sumarið 2019. Könnunin aflaði upplýsinga um ýmsa einkennandi þætti ferðamanna á rannsóknarsvæðunum, svo sem búsetuland, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd, auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra var skoðað. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar frá árinu 2013.
Lesa meira