Fréttir

Ný skýrsla um þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna og upptaka af kynningarfundi

Ný skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Hagrannsókna sf. um uppbyggingu þjóðhagslíkans fyrir ferðaþjónustuna er nú komin hér á vefinn. Einnig upptaka af opnum fyrirlestri um efnið sem fram fór í morgun. Skýrslan fjallar um viðfangsefnið með fræðilegum og stærðfræðilegum hætti en fyrirlesturinn nálgast það á almennari máta, fyrir stærri hóp áheyrenda. Sjá tengla að neðan inn á skýrsluna, upptöku af fyrirlestrinum og glærunum sem stuðst var við.
Lesa meira

Ný könnun ETC: Mikill ferðavilji í Evrópu í sumar

Þrír af hverjum fjórum Evrópubúum hafa áform um ferðalög á tímabilinu apríl til september samkvæmt könnun sem Evrópska ferðamálaráðið (ETC) kynnti á heimasíðu ráðsins í síðustu viku. Ríflega helmingur ætlar að heimsækja annað Evrópuland. Ferðaviljinn virðist því til staðar þrátt fyrir stríðsátök í Evrópu en innrás Rússa í Úkraínu var hafin þegar könnunin var framkvæmd. Könnunin er nú lögð fyrir í ellefta sinn meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu.¹
Lesa meira

Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2022-2024

Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn. Rannsóknaráætlun stofnunarinnar fyrir tímabilið 2022-2024 liggur nú fyrir og verið staðfest af ferðamálaráðherra. Áætlunina má nálgast hér að neðan.
Lesa meira

101 þúsund brottfarir erlendra farþega í mars

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 101 þúsund í nýliðnum marsmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í sögulegu samhengi þá er um að ræða fimmta fjölmennasta marsmánuðinn frá því mælingar Ferðamálastofu hófust en brottfarir nú voru litlu færri en 2016. Ríflega fjórðungur brottfara var tilkominn vegna Breta.
Lesa meira

Spákerfi fyrir ferðaþjónustuna - Skýrsla um mismunandi aðferðir og fyrstu spár

Ráðgjafarfyrirtækið Intellecon er að vinna fyrir Ferðamálastofu að því að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustuna hér á landi, bæði til skemmri og lengri tíma. Í liðinni viku var kynntur áfangi í þeirri vinnu í fyrirlestri sem streymt var á netinu og jafnframt hefur verið gefin út áfangaskýrsla um verkefnið.
Lesa meira

Stafrænar frásagnir í ferðaþjónustu - Örráðstefna

Spennandi örráðstefna á vegum Laurentic Forum verður haldin miðvikudaginn 13. apríl kl. 12:30 – 14:00. Ráðstefnan er haldin í gegnum netið og umfjöllunarefnið er stafrænar frásagnir í ferðaþjónustu eða digital storytelling. Fyrirlesarar koma frá Írlandi og Íslandi. 1238 Battle of Iceland og LAVA center eru fulltrúar Íslands.
Lesa meira

Auglýst eftir framkvæmdaaðila rannsóknar á innlendri ferðaþjónustu á Norðurlöndunum

Norræna ráðherranefndin óskar eftir tilboðum í framkvæmd rannsóknar á innlendri ferðaþjónustu á Norðurlöndunum undir heitinu „Exploring domestic tourism in the Nordics.“ Rannsóknin miðar að því að veita innsýn inn í þá þróun sem hefur átt sér stað á innlendri ferðaþjónustu á Norðurlöndunum frá því að Covid-19 heimsfaraldurinn skall á og um leið spá fyrir um framtíðarþróun. Áhersla verður lögð á að safna upplýsingum um hvernig tekist hefur til við að þróa og markaðssetja innlenda ferðaþjónustu á Norðurlöndunum.
Lesa meira

Þjóðerni brottfarafarþega í mars

Bretar voru 27,6% af erlendum brottfararfarþegum í mars. Sé horft aftur í tímann hafa Bretar löngum verið fjölmennastir af þeim sem sækja landið heim yfir vetrartímann en fjöldinn er enn nokkuð frá því sem var áður en Covid skall á. Fjöldatölur munu birtast hér á vefnum 11. apríl næstkomandi.
Lesa meira

Ný könnun um ferðalög Íslendinga og ferðaáform 2022

Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2021 og ferðaáform á árinu 2022. Könnunin var gerð dagana 1. til 22. febrúar og var framkvæmdin í höndum Gallup. Sambærileg könnun hefur verið framkvæmd á vegum Ferðamálastofu í rúman áratug, eða frá árinu 2010.
Lesa meira

Spákerfi fyrir ferðaþjónustuna - áskoranir, lærdómar og fyrstu niðurstöður

Ráðgjafarfyrirtækið Intellecon er að vinna fyrir Ferðamálastofu að því að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustuna hér á landi, bæði til skemmri og lengri tíma. Verið er að búa til heildstætt spákerfi með viðeigandi tíðni fyrir stærðir er lýsa umfangi ferðaþjónustunnar.Tilgangur verkefnisins er m.a. að styrkja forsendur áætlanagerðar og stefnumótunar fyrirtækja í greininni, hjá stjórnvöldum og öðrum haghöfum greinarinnar.
Lesa meira