Fréttir

Ferðaþjónusta í tölum - Maí 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - maí 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Ný vefsjá fyrir kortagögn Ferðamálastofu

Ferðamálastofa heldur utan um ýmsar staðtengdar upplýsingar sem ætlað er að styðja við skipulagningu, stefnumótun og vöruþróun í ferðamálum. Gögnin er hægt að skoða saman á vefsjá og hefur nú verið opnuð ný útgáfa af henni með aðgengilegra viðmóti.
Lesa meira

Vesturland sækir á og dregur úr árstíðasveiflunni

Á hádegiskynningu Ferðamálastofu í dag voru kynntar nýjar niðurstöður um fjölda og dreifingu ferðamanna 2018 þar sem byggt er á talningum á fjölda áfangastaða um allt land. Einnig eru skoðaðar breytingar á milli síðustu ára.
Lesa meira

Ferðaþjónustan spennt fyrir IcelandTravelTech

Skráning gesta á IcelandTravelTech - Expo and Summit, tækniráðstefnu og sýningu sem Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir í Hörpu næstkomandi föstudag, 10. maí, er nú í fullum gangi.
Lesa meira

18,5% fækkun milli ára í apríl

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 120 þúsund í nýliðnum apríl eða um 27 þúsund færri en í apríl árið 2018, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkun milli ára nemur 18,5%.
Lesa meira

Allt að 70% í sumum götum á Airbnb

Niðurstöður rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á Höfuðborgarsvæðinu voru birtar í dag á fundi sem Höfuðborgarstofa og Ferðamálastofa stóðu fyrir. Helstu niðurstöður voru þær að fjöldi skráðra eigna hjá Airbnb hefur marfaldast síðastliðin ár. Þéttleiki er mestur í 101 Reykjavík og næsta nágrenni en þar eru 60% skráðra eigna, og í sumum götum er allt að 70% eigna skráðar á Airbnb. Í apríl 2019 voru 58% skráðra eigna Airbnb í Reykjavík starfræktar án lögbundins leyfis. Þá virðist Airbnb (og stuttir leigusamningar) frekar hafa ýtt undir félagslegan ójöfnuð á Höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Áhugaverðar niðurstöður um starfsánægju í ferðaþjónustu

Niðurstöður fyrstu könnunar á starfsánægju og vinnuumhverfi í ferðaþjónustu voru kynntar í dag á fundi sem Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn stóðu fyrir. Könnunin er samvinnuverkefni Ferðamálastofu og Vinnueftirlits ríkisins og var framkvæmd í samvinnu við MMR.
Lesa meira

Umsagnir og mikilvægi Tripadvisor

„Mikilvægi Tripadvisor fyrir ferðaþjónustufyrirtæki er alveg gríðarlegt. Því er er nauðsynlegt að fyrirtæki taki Tripadvisor alvarlega og sinni skráningunni sinni þar af kostgæfni.“ Þetta segir Sunna Þórðardóttir hjá ráðgjafafyrirtækinu Ferðavefjum en hún deilir fjölmörgum gagnlegum ráðum tengdum Tripadvisor í nýjasta þættinum af Ferðalausnir – stafræn tækifæri.
Lesa meira

Tækifærin felast í áfangastaðaáætlunum

Árið 2016 var hafin vinna við gerð áfangastaðaáætlana um land allt. Verkefnið var sett í forgang í Vegvísi í ferðaþjónustu. Markmiðið var að staðfesta mikilvægi ferðaþjónustunnar sem grunnstoðar byggðaþróunar og atvinnulífs. Einnig var lagt upp með að efla samtal í hverjum landshluta um aðgengi og umferð ferðamanna til að dreifa álagi, vernda náttúru og tryggja öryggi.
Lesa meira

Ferðalög Íslendinga og ferðaáform

Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2018 og ferðaáform á árinu 2019. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010.
Lesa meira