19.06.2020
Evrópska ferðamálaráðið, ETC, hleypti í gær af stokkunum markaðsherferð til að fá Evrópubúa til að byrja að ferðast aftur innan álfunnar, nú þegar verið er að losa ferðahöft innan Schengen. Slagorð herferðarinnar er We Are Europe og verður hún keyrð næstu fjórar vikur.
Lesa meira
16.06.2020
Ferðaskrifstofuleyfi Sólonterras ehf., kt. 5003032390, Þarabakka 3, 109 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira
16.06.2020
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Verkefnið byggir á stefnumarkandi landsáætlun 2019–2029 og verkefnaáætlun 2019–2021 um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Handbókin verður aðgengileg á netinu og er ætluð bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Merkingarnar og merkingakerfið eiga að byggja á fyrri vinnu við merkingar og áður útgefnar merkingahandbækur.
Lesa meira
12.06.2020
Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrirtækja vegna Ferðagjafar. Frumvarp um gjöfina er til umræðu á Alþingi. Búist er við að það verði samþykkt á næstu dögum og að þá fari Ferðagjöfin í loftið.
Lesa meira
11.06.2020
Undirbúningur undir víðtækari opnun landamæra Íslands er í fullum gangi. Ferðamálastofa mun veita íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum nauðsynlegar upplýsingar varðandi framkvæmdina og svara fyrirspurnum eins og kostur er. Íslandsstofa mun sjá um að veita erlendum ferðamönnum og erlendum ferðaþjónustuaðilum nauðsynlegar upplýsingar . Vinsamlegast hafið í huga að þessi framkvæmd verður endurmetin reglulega og getur tekið skjótum breytingum ef þörf krefur.
Lesa meira
10.06.2020
Ferðamálastofa hefur birt fjárhags- og rekstrarupplýsingar fyrirtækja í öllum helstu greinum ferðaþjónustu fyrir árið 2018 á heimasíðu sinni og í mælaborði ferðaþjónustunnar. Þar er hægt að skoða fjárhag, rekstur, sjóðstreymi og lykilkennitölur eftir undirgreinum ferðaþjónustu, landssvæðum, stærð fyrirtækja og einstökum fyrirtækjum.
Lesa meira
10.06.2020
Um 1900 farþegar fóru úr landi um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum maí, þar af voru brottfarir útlendinga 56%. Um er að ræða 99% samdrátt í farþegafjölda milli ára.
Lesa meira
02.06.2020
Í kvöld fór af stað nýtt átak stjórnvalda þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands og kaupa vörur og þjónustu. Í hvatningarátakinu er fólki í ferðahug beint inn á vefinn www.ferdalag.is þar sem yfirlit er yfir alla þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem Ísland hefur upp á að bjóða. Átakið verður keyrt í öllum helstu miðlum; sjónvarpi, útvarpi, í dagblöðum og á netinu. Á samfélagsmiðlum verður myllumerkið #komdumed notað.
Lesa meira
26.05.2020
Mikill áhugi var á kynningarfundi í morgun þar sem farið var yfir útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda. Meginefnið var með hvaða hætti fyrirtæki skrá sig til að taka á móti gjöfinni og hvernig almenningur getur nýtt sér hana. Einnig var kynntur nýr ferdalag.is vefur og ný könnun um ferðaáform Íslendinga.
Lesa meira
26.05.2020
Langflestir eða um níu af hverjum tíu hafa áform um að fara í ferðalag innanlands í sumar eða haust þar sem gist er yfir nótt samkvæmt könnun sem Ferðamálastofa lét framkalla fyrr í mánuðinum. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi í morgun.
Lesa meira