Fréttir

Áfangastaðaáætlun á Norðurlandi

Vinna við DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland er í fullum gangi og búið er að halda svæðisfundi innan fyrirfram skilgreindra svæða. Markmið svæðisfunda er meðal annars að ákveða hver forgangsverkefni hagsmunaaðila eru á svæðinu, auk þess að farið er yfir markaðsáherslur á svæðinu.
Lesa meira

Eliza Reid sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar

Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða ferðamálastofnunin (UNWTO), hefur tilnefnt frú Elizu Jean Reid, forsetafrú, sérstakan sendiherra ferðaþjónustu og markmiða sjálfbærrar þróunar. Tilnefningin kemur í framhaldi af heimsókn Taleb Rifai, aðalritara UNWTO, hingað til lands í boði Ferðamálastofu í október síðastliðnum.
Lesa meira

Ferðafélag Íslands í Vakann

Ferðafélag Íslands hefur nú lokið innleiðingu gæðaviðmiða og er orðin þátttakandi í Vakanum! Til hamingju!
Lesa meira

144.600 brottfarir erlendra farþega í nóvember

Brottfarir erlendra farþega* frá Íslandi voru 144.600 talsins í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 13 þúsund fleiri en í nóvember á síðasta ári.
Lesa meira

Vakinn – allir taki þátt í umhverfishlutanum frá 2019

Í samræmi við sífellt aukið vægi umhverfis- og samfélagsmála og sjálfbærrar þróunar hefur um nokkurt skeið verið stefnt að því að þátttaka í umhverfiskerfi Vakans verði ekki lengur valkvæð eins og verið hefur hingað til heldur taki allir þátt. Í dag eru 63% þátttakenda í Vakanum bæði með gæða- og umhverfisflokkun.
Lesa meira

Ferðaskrifstofuleyfi tryggir hagsmuni neytenda

Ferðamálastofa vill vekja athygli á að sala pakkaferða (alferða) er leyfisskyld og beinir því til fólks að kaupa pakkaferðir af handhöfum ferðaskrifstofuleyfa. Aðeins þeir mega selja slíkar ferðir til almennings.
Lesa meira

GoNorth – Esja Travel uppfyllir gæðaviðmið Vakans

GoNorth - Esja Travel hefur nú lokið innleiðingu gæðaviðmiða og er orðin þátttakandi í Vakanum.
Lesa meira

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017? – ferdamalastofa.is í 9. sæti

Vefur Ferðamálastofu, ferdamalastofa.is, var í 9. sæti af 125 vefjum opinberra stofnana í árlegri úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2017. Fékk vefurinn 94 stig af 100 mögulegum þegar heildarniðurstöður eru skoðaðar.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun á Austurlandi

Allt frá árinu 2014 hefur á Austurlandi verið unnið markvisst af því að þróa áfangastað sem heillar og fangar huga gesta og íbúa. Með markvissri markaðssetningu og þróun á vörumerkinu Austurlandi, aukinni gæðavitund, faglegum vinnubrögðum og færni innan ferðaþjónustunnar verður rekstrargrundvöllur bæði starfandi sem og nýrra og framsækinna fyrirtækja betri sem leiðir af sér atvinnusköpun á fjölmörgum sviðum. Vinna við Áfangastaðinn Austurland fellur inn í vinnu við gerð áfangastaðaáætlunar fyrir svæðið. Austurbrú stýrir þeirri vinnu í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála.
Lesa meira

Áfangastaðurinn Reykjanes – áfangastaðaáætlun

Á Reykjanesi leiða Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Geopark vinnu við gerð áfangstaðaáætlunar, í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu og aðra hagaðila. Ein áfangastaðaáætlun er gerð fyrir svæðið og áætlað er að vinnu við hana ljúki í apríl 2018.
Lesa meira