Fréttir

Ferðamálastofa og Vakinn á Mannamóti

Starfsfólk Ferðmálastofu verður með bás á ferðasýningunni Mannamóti 2019 í Kórnum í Kópavogi í dag kl. 12-17. Fyrir sýningunni standa markaðsstofur landshlutanna en hún er nú haldin í 6. sinn og vex ár frá ári.
Lesa meira

Nýtt í Mælaborðinu – Yfirlit flugumferðar

Yfirlit flugumferðar um Keflavíkurflugvöll er nýjasta viðbótin í Mælaborði Ferðaþjónustunnar. Tölurnar eru fengnar af vef Isavia og meðal annars má sjá tíðni á hverri flugleið, fjölda áfangastaða og skiptingu eftir stærstu flugfélögum.
Lesa meira

Leyfisumsóknir vegna nýrra laga

Nú um áramótin tóku gildi tvenn ný lög á sviði ferðamála. Þegar er hægt er að sækja um ný leyfi sem ferðasali dagsferða í gegnum Þjónustugátt Ferðamálastofu. Eftir á að staðfesta nýja reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða og verður ekki hægt að sækja um leyfi sem ferðaskrifstofa fyrr en hún er tilbúin. Þeir sem eru í dag með leyfi sem ferðaskipuleggjandi eða skráð bókunarþjónusta þurfa að endurnýja leyfi sín fyrir 1. mars miðað við nýjar forsendur.
Lesa meira

Fjórir lykilþættir um framtíð og vöxt ferðaþjónustu

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, gaf nýlega út skýrslu sem ber heitið “Analysing Megatrends to Better Shape the Future of Tourism (2018)“. Í skýrslunni er fjallað um leitni og þróun ýmissa grundvallarþátta samfélaga, sem talið er að muni hafa afgerandi áhrif á framtíð og vöxt ferðaþjónustu.
Lesa meira

Lægri rekstrarkostnaður með fleiri beinum bókunum

Þegar þáttaröðin Ferðalausnir – Stafræn tækifæri fór af stað í október var það Helgi Þór Jónsson hjá Markaðshúsinu Sponta sem reið á vaðið. Í nýjum þætti heldur hann áfram að fara yfir hvernig ferðaþjónustuaðilar geta lækkað rekstrarkostnað með því að rækta milliliðalaust samband við ferðamenn og fá fleiri beinar bókanir.
Lesa meira

2,3 milljónir erlendra farþega 2018

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 2,3 milljónir árið 2018 eða um 120.600 fleiri en árið 2017, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Aukning milli ára nemur 5,5%. Fjölgunin er minni en undanfarin ár en hún var á bilinu 24,1% til 40,1% milli ára á tímabilinu 2013-2017.
Lesa meira

Jólakveðja Ferðamálastofu

Starfsfólk Ferðamálastofu sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða, með von um áframhaldandi gott samstarf við að styrkja og efla ferðaþjónustuna á árinu 2019.
Lesa meira

Hvaða leyfi þarf ég? - Lykilhugtök

Þann 1. janúar 2019 taka gildi tvenn ný lög á sviði ferðamála, Lög um Ferðamálastofu og Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Hér að neðan er farið yfirr nokkra lykilþætti sem ferðaþjónustuaðilar þurfa að hafa í huga.
Lesa meira

Nýtt viðmót Mælaborðs ferðaþjónustunnar

Nýr vefur fyrir Mælaborð ferðaþjónustunnar fór í loftið í dag. Markmiðið er að gera notkun þess þægilegri og aðgengilegri og veita þannig atvinnugreininni, og öðrum sem vefurinn á að nýtast, enn betri þjónustu en áður.
Lesa meira

Hagnýt ráð fyrir betri vef

Góður vefur spilar að líkindum stærra hlutverk í rekstri ferðaþjónustufyrirtækis en í flestum öðrum atvinnugreinum. Því er mikill fengur að við höfum í 5. þætti af Ferðalausnum - stafræn tækifæri fengið til liðs við okkur einn reyndasta vefráðgjafa landsins, Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón vefráðgjöf.
Lesa meira