Fréttir

Viðhorf heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19 - skýrslur og kynning

Kynning á rannsóknarverkefninu Viðhorf heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19 fór fram í beinu streymi um netið í dag á vegum Ferðamálastofu. Verkefnið er unnið af Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) fyrir Ferðamálastofu og er liður í reglubundinni gagnasöfnun hins opinbera á félagslegum áhrifum ferðaþjónustunnar og tengist framtíðarsýn stjórnvalda um að ferðaþjónusta hafi jákvæð áhrif á nærsamfélag.
Lesa meira

Upptaka af fyrirlestri: Ferðaþjónusta á Íslandi og Covid-19 - staða og greining fyrirliggjandi gagna

Rannsakendur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) kynntu í gær á vegum Ferðamálastofu í beinu streymi um netið stöðu verkefnis og greiningu fyrirliggjandi gagna í rannsókn á seiglu og þrautseigju í ferðaþjónustu og hvernig megi styðja við hana. RMF tók að sér að vinna þessa rannsókn fyrir Ferðamálastofu sl. haust. Skilaði miðstöðin áfangaskýrslu, sem nálgast má hér, um mitt sumar í ár og er kynningin nú fyrst og fremst byggð á henni. RMF vinnur nú að seinni hluta verkefnisins og verður því skv. áætlun lokið fljótlega eftir næstu áramót með fullnaðargreiningu sem kynnt verður betur á þeim tíma.
Lesa meira

Laurentic forum - ráðstefna og samstarfsverkefni strandhéraða

Strandhérað Norður Írlands, Donegal, og Nýfundnaland í Kanada hafa átt með sér samstarf í um áratug er varðar ferðaþjónustu og bláa lífhagkerfið (blue economy) undir nafninu Laurentic forum. Noregur hefur ákveðið að bætast inn í samstarfið og hefur Ferðamálastofa einnig skoðað möguleikann á samstarfi og þá aðallega á sviði ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Hefur faraldurinn breytt afstöðu heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamanna?

Fimmtudaginn 28. október, kl. 12:10- 13:00 verður haldinn annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Ferðamálastofu þetta haust um áhugaverð rannsóknarverkefni á sviði ferðaþjónustu. Að þessu sinni mun Eyrún Jenný Bjarnadóttir hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) kynna niðurstöður úr rannsóknarverkefni um viðhorf heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19. Fyrirlesturinn verður í streymi beint um netið og gerður aðgengilegur á vefsíðu Ferðamálastofu í framhaldinu.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum, sumar 2021 - samantekt

Ferðaþjónusta í tölum – sumar 2021 hefur að geyma samantekt um fjölda ferðamanna til landsins, skráðar gistinætur, nýtingu á hótelum og nokkrar niðurstöður er varða dvöl ferðamanna á Íslandi s.s. um tilgang ferðar, dvalarlengd og heimsóknir eftir landshlutum.
Lesa meira

Hversu vel var ferðaþjónustan í stakk búin til að takast á við niðursveiflu vegna heimsfaraldurs?

Ferðamálastofa tekur nú upp þráðinn þetta haustið í fyrirlestraröð sinni um áhugaverð rannsóknarefni sem unnið er að í ferðaþjónustu. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 20. október næstkomandi, kl. 12:10-13:00, í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála, RMF. Fyrirlesturinn verður að þessu sinni í streymi beint um netið og hann gerður aðgengilegur síðar á vefsíðu Ferðamálastofu.
Lesa meira

108 þúsund brottfarir erlendra farþega í september

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 108 þúsund í nýliðnum septembermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Horfa þarf nokkur ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í septembermánuði. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar voru fjölmennastir í september eða um 41%. Frá áramótum hafa um 445 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 3,6% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 461 þúsund. Borið saman við 2019 er fækkunin 71%.
Lesa meira

What Works - ráðstefna í Reykjanesbæ

Alþjóðalega ráðstefnan What Works Tourism verður haldin 14.október í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og mun að þessu sinna beina kastljósinu að því sem er að gerast í ferðaþjónustu víðsvegar um heim allan og áhrif hennar á félagslegar framfarir.
Lesa meira

Nýr vefur Visit Iceland

Ferðamálastofa og Íslandsstofa, með stuðningi frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti, hafa undanfarna mánuði unnið að endurgerð VisitIceland.com. Var vefurinn kynntur í tengslum við Vestnorden ferðaráðstefnuna sem fór fram á Reykjanesi nú í vikunni. Efnistök á síðunni hafa verið dýpkuð umtalsvert og upplýsingar til ferðamanna þar með bættar til muna. Samstarfsverkefnið um endurnýjun vefsins er til þriggja ára og er opnun nýrrar síðu núna því bara rétt upphafið á því ferli. Má búast við stöðugum breytingum og bætingum á næstu árum.
Lesa meira

Þjóðernasamsetning í september

Vegna mikillar eftirspurnar er hlutfallsskipting þjóðerna úr brottfarartalningu Ferðamálastofu fyrir nýliðinn septembermánuð birt. Þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfararfarþega frá Íslandi í september verður hægt að ákvarða fjölda þeirra eftir þjóðernum. Hlutfallsskipting gefur til kynna að brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í september hafi verið um 78,9% af heildarbrottförum.
Lesa meira