Fréttir

Áfangastaðaáætlun Austurlands birt

Austurbrú hefur birt Áfangastaðaáætlun Austurlands sem unnin er í samstarfi við Ferðamálastofu og markaðsstofur landshlutanna. Áfangastaðaáætlunin er byggð á vinnu síðustu fjögurra ára í verkefninu Áfangastaðurinn Austurland sem Austurland hefur haft umsjón með.
Lesa meira

Bjarnarfoss hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðmálastofu árið 2018

Verkefnið „Bjarnarfoss í Staðarsveit – aðgengi fyrir alla allt árið“ hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálstofu árið 2018. Verðlaunin voru afhent í dag. Verkið var unnið á árunum 2015 - 2016 og er gott dæmi um hvernig heimafólk og sveitarfélag, með liðsinni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hafa unnið faglega að uppbyggingu áningarstaðar þar sem allir geta notið fallegrar náttúru. Staðurinn er nú aðgengilegur allt árið.
Lesa meira

150 þúsund brottfarir í nóvember

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í nóvember voru um 150 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um fimm þúsund fleiri en í nóvember á síðasta ári. Fjölgunin nam 3,7% á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í nóvember síðastliðin ár.
Lesa meira

Hlutverk notendaferla í framúrskarandi ferðaþjónustu

Magga Dóra Ragnarsdóttir, stafrænn hönnunarstjóri, er með næsta innlegg í Ferðalausnir – stafræn tækifæri. Í myndbandinu kynnir hún notendaferla, sem eru handhæg tól til að teikna upp og hanna þá upplifun sem við viljum að notendur gangi í gegnum.
Lesa meira

IcelandTravelTech - Stafræn framtíð ferðaþjónustu - Upptökur

Hvað græði ég á tækni? Hvernig aukum við arðsemi með nýsköpun? Hvað getur ferðaþjónusta lært af Kísildalnum? Getur tæknin einfaldað líf þitt? Hvaða tækifæri felast í aukinni upplýsingatækni fyrir ferðaþjónustu? Þessum spurningum var leitast við að svara á ráðstefnu 29. nóvember sem skipulögð var af þróunarhópi nýsköpunar og tækni hjá Ferðaklasanum í samstarfi við Ferðamálastofu.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar vegna náttúruvár

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undirrituðu á dögunum viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar vegna náttúruvár. Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð allra aðila á neyðartímum.
Lesa meira

Mælaborðið opnar nýja sýn á gögn í ferðaþjónustu

Mælaborð ferðaþjónustunnar er viðfansgefni þriðja þáttar af Ferðalausnir – stafræn tækifæri. Í Mælaborðinu eru teknar saman og birtar með myndrænum hætti margvíslegar upplýsingar um ferðaþjónustuna sem áður þurfti að sækja á marga staði. Mælaborðið opnar þar með bæði nýja sýn á fyrirliggjandi gögn og bætir aðgengi að þeim til muna.
Lesa meira

"Ég bókaði allt sjálfur og það var mikið ódýrara... - Upptaka

Góð mæting var á fund Ferðamálastofu í morgun þar sem kynntar voru væntanlegar breytingar á lögum um starfsumhverfi ferðaþjónustuaðila. Yfirskriftin var: "Ég bókaði allt sjálfur og það var mikið ódýrara...“ Hægt var að fylgjast með beinni útsendingu hér á vefnum og er upptaka orðin aðgengileg.
Lesa meira

Fjölmennt á kynningarfundi um áfangastaðaáætlanir

Margt var um manninn á Hótel Sögu í dag þegar áfangastaðaáætlanir voru kynntar. Verkefnið er það umfangsmesta sem unnið hefur verið á grundvelli Vegvísis í ferðaþjónustu.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir kynntar í dag - bein útsending

Í dag verða helstu niðurstöður áfangastaðaáætlana allra landshluta kynntar á fundi sem Ferðamálastofa heldur á Hótel Sögu kl. 13:00. Bein útsending frá fundinum verður hér á vefnum.
Lesa meira