Fréttir

Nýtt fræðitímarit um ferðamál

Samningur um stuðning Ferðamálastofu við útgáfu fræðitímarits um ferðamál á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála var undirritaður í gær. Markmiðið með útgáfu fræðatímarits er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu rannsóknum sem unnar eru á sviði ferðamála hér á landi og stuðla að fræðilegri og faglegri umræðu um málefni greinarinnar. Tímaritinu er ætlað að fjalla um rannsóknir út frá öllum fræðigreinum sem taka á málefnum tengt ferðaþjónustu og ferðamálum
Lesa meira

Launagreiðslur í ferðaþjónustu - Nýtt talnaefni í Mælaborði Ferðaþjónustunnar

Í Mælaborði Ferðaþjónustunnar má nú nálgast skýrslu sem sýnir atvinnutekjuþróun innan ákveðinna svæða í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár. Má þar meðal annars sjá meðaltekjur á hvern íbúa innan svæðanna, sem og hlutdeild tekna í ferðaþjónustu af heildartekjum í öllum atvinnugreinum.
Lesa meira

Evrópubúar ætla að ferðast mikið í sumar - Láta hækkandi ferðakostnað ekki aftra sér

Þrátt fyrir mikla verðbólgu, heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa 73% Evrópubúa áform um að ferðast á tímabilinu júní til nóvember í ár samkvæmt könnun sem Evrópska ferðamálaráðið (ETC) kynnti á heimasíðu ráðsins í síðustu viku. Könnunin er nú lögð fyrir í tólfta sinn meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu.
Lesa meira

Samráðshópur um málefni Reynisfjöru skipaður til að efla öryggi ferðamanna

Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í Vík í Mýrdal þriðjudaginn 21. júní 2022. Fundurinn ákvað að eiga formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Samráðshópur taki til starfa þar sem taki þátt fulltrúar landeigenda,
Lesa meira

Velta í ferðaþjónustu sú sama og fyrir heimsfaraldur

Sá athyglisverði áfangi náðist mánuðina mars og apríl í ár að velta þeirra atvinnugreina sem Hagstofa Íslands flokkar saman sem einkennandi greinar ferðaþjónustu náði veltunni sömu mánuði árið 2019, síðasta ár fyrir Covid. Hagstofan notar skilgreiningu frá evrópsku hagstofunni (Eurostat) á einkennandi greinum ferðaþjónustu og upplýsingar um veltu þeirra koma úr VSK skýrslum þeirra til skattsins.
Lesa meira

Reynisfjara – samráð stjórnvalda með landeigendum

Boðað er til fundar til að ræða hvernig auka megi öryggi þeirra sem vilja njóta náttúruperlunnar Reynisfjöru, eins fjölsóttasta ferðamannastaðar landsins. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal þriðjudaginn 21. júní nk. kl. 19:30.
Lesa meira

Umhverfisverðlaun 2021 veitt í dag í Súðavík

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru formlega afhent í Súðavík í dag. Verðlaunin hlaut Vilborg Arnarsdóttir fyrir uppbyggingu Raggagarðs í Súðavík.
Lesa meira

112 þúsund brottfarir erlendra farþega í maí

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 112 þúsund í nýliðnum maímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fimmta fjölmennasta maímánuðinn frá því mælingar hófust.
Lesa meira

Laust starf - Sérfræðingur á Akureyri

Ferðamálastofa leitar að skipulögðum og drífandi einstaklingi í stöðu sérfræðings á Stjórnsýslusvið stofnunarinnar sem er staðsett á Akureyri. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.
Lesa meira

Móttaka á nýju starfsfólki - nýtt fræðsluefni frá Hæfnissetrinu og Ferðamálastofu

Nýliðaþjálfun er nýtt fræðslu- og stuðningsefni á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Efninu er ætlað að auðvelda stjórnendum í ferðaþjónustu að taka á móti nýju starfsfólki. Þar má finna gátlista, myndbönd, verkferla, námskeið og góð ráð.
Lesa meira