Fréttir

Áskorun um kröfulýsingu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofu

Ferðaskrifstofuleyfi Iceland Travel Assistance ehf., kt. 590702-2850, Grófinni 1, Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu alferða samkvæmt V. kafla laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála.
Lesa meira

Ís og ævintýri – Glacier Jeeps nýjasti þátttakandinn í Vakanum

Enn fjölgar í Vakanum og nýjasti þátttakandinn er Ís og ævintýri – Glacier Jeeps.
Lesa meira

Guide to Iceland þátttakandi í Vakanum

Guide to Iceland lauk nýverið innleiðingarferli í Vakanum. Félagið er 113. þátttakandinn í gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og ríflega 60 til viðbótar eru í úttektarferli.
Lesa meira

8% fjölgun erlendra farþega í febrúar

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru 160.078 í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 11.700 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 7,9% milli ára sem er sambærileg þeirri aukningu sem var í nóvember (9,8%), desember (8,4%) og janúar (8,5%) síðastliðnum en umtalsvert minni en í febrúar síðustu ár.
Lesa meira

Ferðahegðun ólík á milli markaðssvæða

Meðaldvalarlengd erlendra ferðamanna hér á landi var 5,8 nætur í janúar síðastliðnum. Bretar stöldruðu styst við, 4,7 nætur að meðaltali, en voru hins vegar duglegastir að nýta sér hótelgistingu. Lengst dvöldu Norðurlandabúar og íbúar Austur-Evrópu, eða tæpar 9 nætur. Hér ræður mestu í hvaða tilgangi íbúar ólíkra markaðssvæða eru komnir til landsins þar sem dvalarlengd er mjög breytileg eftir tilgangi ferðar. Þetta er meðal niðurstaðna úr nýrri landamærarannsókn Ferðamálstofu sem nálgast má í Mælaborði ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Landsmenn sáttir við ferðamenn og ferðaþjónustu

Um níu af hverjum tíu landsmönnum telja ferðamenn auka fjölbreytileika mannlífsins og að ferðaþjónustan sé efnahagslega mikilvæg í heimabyggð. Þetta kemur fram í nýrri könnun á viðhorfum landsmanna til ferðaþjónustu og ferðafólks á Íslandi sem Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur unnið.
Lesa meira

Verkefnum forgangsraðað á Vestfjörðum

Vinna við áfangastaðaáætlun á Vestfjörðum er á fullu skriði. Lokaáfangi verkefnisins er hafinn en áætluninni verður skilað inn til Ferðamálastofu í vor. Síðasti opni fundurinn vegna áfangastaðaáætlunar á Vestfjörðum var haldinn 22. febrúar síðastliðinn á Patreksfirði.
Lesa meira

Ábyrg þróun ferðaþjónustu á Reykjanesi í sátt við náttúru og samfélag

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Geopark efndu til opinna íbúafunda í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrstu vikuna í febrúar í samstarfi við sveitarfélögin þar sem farið var yfir stöðu ferðamála í landshlutanum, verkefnin sem eru í gangi og þróun ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Opið ferli um áherslur Austurlands

Á Austurlandi hefur verið farið í markvissa vinnu til þess að finna og greina sérstöðu landshlutans og um leið skilgreina áherslur landshlutans svo viðhalda megi sérstöðunni um ókomna tíð. Vinna við verkefnið Áfangastaðurinn Austurland fléttast inn í verkefni Ferðamálastofu um áfangastaðaáætlanir landshlutanna sem hefur verið í gangi undanfarið ár.
Lesa meira

Lokaáfangi í gerð áfangastaðaáætlunar Norðurlands hafinn

Á undanförnum vikum hefur Björn H. Reynisson, verkefnisstjóri áfangastaðaáætlana á Norðurlandi farið um landshlutann og boðið öllum sem vilja að koma til fundar við sig að ræða það sem helst brennur á hverjum og einum. Eitt af helstu umræðuefnum á þessum fundum var gerð áfangastaðaáætlana. Boðið var upp á fundi á Hvammstanga, Skagaströnd, Skagafirði, Fjallabyggð, Akureyri, Húsavík, Mývatn og Þórshöfn. Viðtökurnar á þessum fundum voru afar góðar og var almenn ánægja með fundina.
Lesa meira