Fréttir

Áfangastaðaáætlun á Suðurlandi

Frá því á vormánuðum hefur verið unnið að gerð áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland og hefur sú vinna farið vel af stað. Skipað var í vinnuhópa í sumar og fyrstu tveimur vinnufundum svæða á Suðurlandi lokið.
Lesa meira

Nánara niðurbrot brottfarartalna með fjölgun þjóðerna

Í júní síðastliðnum var þjóðernum í brottfarartalningum á Keflavíkurflugvelli fjölgað úr 18 í 32. Því eru nú komnir fimm mánuðir þar sem hægt er að greina tölurnar nánar niður á þjóðerni en hægt hefur verið fram til þessa.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun á Vesturlandi

Góður gangur er í verkefni um gerð áfangastaðaáætlunar, DMP á Vesturlandi. Framundan síðar í mánuðinum eru opnir súpufundir eða vinnufundir á öllum svæðum, þar sem vonast er eftir góðri þátttöku heimafólks á hverjum stað.
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra í Vakann

Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra í Varmahlíð hefur lokið innleiðingu gæða- og umhverfiskerfisins Vakans.
Lesa meira

23 sækja um starf ferðamálastjóra

Alls bárust 23 umsóknir um starf ferðamálastjóra en umsóknarfrestur rann út 31. október síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Lesa meira

182.000 brottfarir erlendra farþega í október

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi voru 181.900 talsins í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 23 þúsund fleiri en í október á síðasta ári.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir landshlutanna - Heildstæð nálgun til mótunar á framtíð ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála standa nú sameiginlega að gerð svonefndra áfangastaðaáætlana - DMP (e. Destination Management Plans) í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna, sem fara með verkefnisstjórn áætlangerðarinnar á sínum svæðum. Í þessari grein sem birtist í fjölmiðlum fyrr í haust fara þær Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnisstjóri svæðisbundinnar þróunar á Ferðamálastofu, yfir verkefnið. M.a. forsögu þess, hvað áfangastaðaáætlanir fela í sér og hvers er vænst af þeim.
Lesa meira

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir er nýjasti þátttakandinn í Vakanum

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir er nú orðið hluti af ört stækkandi hópi fyrirtækja innan Vakans með viðurkenndan veitingastað og 3ja stjörnu superior hótel.
Lesa meira

Fosshótel Jökulsárlón bætist við Vakaflóruna

Við kynnum með sannri ánægju nýjasta þátttakandann í Vakanum, Fosshótel Jökulsárlón sem nú flaggar með stolti fjórum viðurkenndum stjörnum svo og bronsmerki í umhverfishlutanum. Þar með eru sjö hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðirnir Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.
Lesa meira

Staða mála og horfur – ferðaþjónustan spurð

Á dögunum voru kynntar niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal aðila í ferðaþjónusturekstri sem Deloitte gerði fyrir markaðsstofur landshlutanna og Ferðamálastofu. Verkefnið er liður í að koma á væntingavísi innan ferðaþjónustunnar.
Lesa meira