Fréttir

NATA - Opið fyrir styrkumsóknir

Opnað hefur verið fyrir styrkveitingar NATA - North Atlantic Tourism Association. Hlutverk NATA er að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir Vestur-Norðurlönd og styrkja ýmis verkefni sem efla ferðaþjónustu innan svæðisins.
Lesa meira

68 þúsund brottfarir erlendra farþega í janúar

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 68 þúsund í nýliðnum janúarmánuði eða fjórtán sinnum fleiri en í janúar á síðasta ári samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia.
Lesa meira

Landamærarannsókn boðin út hjá Ríkiskaupum

Ríkiskaup, fyrir hönd Ferðamálastofu óskar eftir tilboðum í framkvæmd landamærakönnunar meðal farþega á leið úr landi.
Lesa meira

AFLÝST - Áhrif loftslagsbreytinga á ferðaþjónustuna á Íslandi - hádegisfyrirlestrar

Fyrirlestri Ferðamálastofu og Ferðaklasans sem átti að halda á morgun fimmtudaginn 10. febrúar fellur því miður niður vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Ferðamálastofa biðst velvirðingar á þessum skamma fyrirvara.
Lesa meira

Staða íslenskrar ferðaþjónustu: Áskoranir og viðspyrnan - skýrsla & kynning

Ferðamálastofa og KPMG kynntu greiningu á fjárhagslegri getu ferðaþjónustunnar til að mæta líklegri fjölgun erlendra ferðamanna til landsins á næstu misserum; hvað helst hamlar greininni og hvernig má efla hana, nú þegar hyllir undir lok faraldursins.
Lesa meira

Þjóðerni brottfarafarþega í janúar

Erlendir brottfararfarþegar voru 81,6% af heildarbrottfararfarþegum. Bandaríkjamenn voru um einn af hverjum fimm og farþegar frá óskilgreindum löndum í evrópu voru 7,3% af erlendum brottförum. Athygli vekur Kínverjar eru um 2,5% erlendra brottfararfarþega.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum – janúar 2022

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum – janúar 2022, sem kom út í gær, má sjá samantekt um brottfarartalningar erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll, skráðar gistinætur, nýtingu á hótelum og nokkrar niðurstöður er varða dvöl ferðamanna á Íslandi s.s. um tilgang ferðar, dvalarlengd, heimsóknir eftir landshlutum sem og upplifun af Íslandsferð.
Lesa meira

Staða íslenskrar ferðaþjónustu - áskoranir og viðspyrnan 2022

Ferðamálastofa og KPMG kynntu í ársbyrjun skýrslu sína Fjárhagsgreining – Staða og horfur í ferðaþjónustu í árslok 2021. Í kjölfar þeirrar vinnu var farið í að skoða nánar fjárhag undirliggjandi greina ferðaþjónustunnar og hvaða áskoranir eru í þeirri viðspyrnu sem fram undan er. Skýrslan sem svarar þessu er nú tilbúin og verður kynnt miðvikudaginn 2. febrúar klukkan 11:00.
Lesa meira

Ný og endurbætt útgáfa gæða- og umhverfisviðmiða Vakans

Ný og endurbætt útgáfa gæða- og umhverfisviðmiða Vakans, fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu, hefur nú tekið gildi.
Lesa meira

Hreint og öruggt / Clean & Safe 2022

Fyrir rúmu ári síðan fór Ferðamálastofa af stað með verkefnið Hreint og öruggt / Clean&Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á öruggan og ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum á tímum heimsfaraldurs Covid-19.
Lesa meira