24.08.2020
Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - Ágúst 2020. Um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira
24.08.2020
Búið er að afgreiða fyrstu umsóknir um lán úr Ferðaábyrgðasjóði. Lánum sem ferðaskrifstofur geta sótt um í sjóðinn er ætlað að standa undir lögbundnum endurgreiðslum til neytenda vegna pakkaferða sem annað hvort var aflýst eða voru afbókaðar vegna Covid-19. Við minnum á að umsóknarfrestur er til 1. september næstkomandi.
Lesa meira
21.08.2020
Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Snilli Sport ehf., kt. 6301142250, Melabraut 21, 17 Seltjarnarnesi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira
16.08.2020
Eins og flestum er kunnugt þá þurfa allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst að fara í tvöfalda skimun og 5-6 daga sóttkví. Þeir gististaðir sem eru tilbúnir að taka á móti gestum sem þurfa að fara í sóttkví geta skráð sig hér að neðan.
Lesa meira
16.08.2020
Frá og með 19. ágúst þurfa allir komufarþegar að fara í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví. Landlæknisembættið hefur tekið saman leiðbeiningar á ensku sem gott væri að ferðaþjónustuaðilar kynni sér og myndu einnig senda á alla gesti sem væntanlegir eru til landsins á komandi dögum. Verið er að þýða þessar leiðbeiningar yfir á fleiri tungumál og verða þau sett inn á vef Ferðamálastofu um leið og þau eru tilbúin.
Lesa meira
13.08.2020
Ferðaskrifstofuleyfi Aurora Hunters ehf., kt. 5504140820, Lautasmára 5, íb. 14, 201 Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira
10.08.2020
Ferðaskrifstofuleyfi Arnþórs Sigurðssonar með skráð hjáheiti Insight Iceland, kt. 0904663809, Bjarnhólastíg 12, 200 Kópavogur, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt. Starfsemin var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Lesa meira
10.08.2020
Ferðaskrifstofuleyfi Daniel Yuan Ming Hu með skráð hjáheiti Spectacular Iceland, kt. 2606844779, Laufengi 11, 112 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt. Starfsemin var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Lesa meira
10.08.2020
Ferðaskrifstofuleyfi Hesta Net ehf., kt. 6208080830, Hléskógar, 601 Akureyri, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Lesa meira
10.08.2020
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 45.600 í nýliðnum júlí samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 80,3% færri en í júlí í fyrra, þegar þær voru um 231 þúsund talsins. Danir voru fjömennastir í júlí eða ríflega fimmtungur brottfara og fjölgaði þeim um þriðjung frá júlí í fyrra. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar (20,2%) en þeir voru ríflega helmingi færri en í fyrra.
Lesa meira