Fréttir

Fækkun í júní 16,7% á milli ára

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 195 þúsund í júnímánuði eða um 39 þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nemur 16,7%.
Lesa meira

Reglugerð um gagnasöfnun og rannsóknir á sviði ferðamála

Drög að nýrri reglugerð um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er nú til umsagnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Með henni verður settur rammi um starfsemi Ferðamálastofu á þessu sviði en stofnuninni var falið víðtækara hlutverk hvað það varðar við gildistöku nýrra laga um Ferðamálastofu í byrjun árs.
Lesa meira

Ný áætlun um að efla samstarf á sviði ferðaþjónustu á Norðurlöndum

Norrænu atvinnumálaráðherrarnir samþykktu nýja samstarfsáætlun á sviði ferðaþjónustu á fundi sínum í Reykjavík í gær. Áhersla er meðal annars lögð á samstarf um stafræna væðingu og nýsköpun til að efla samkeppnishæfni í geiranum, öfluga kynningu á Norðurlöndum á fjarlægum mörkuðum og aukið samstarf til að skapa góð rammaskilyrði fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu. Gildistímabil samstarfsáætlunarinnar er 2019–2023.
Lesa meira

1.038 kröfur bárust vegna Gamanferða

Frestur til að gera kröfu í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) rann út á miðnætti, fimmtudaginn 20. júní 2019. Kröfur sem berast eftir þann tíma teljast of seint fram komnar og verða ekki teknar til greina. Alls bárust 1.038 kröfur.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Iceland Profishing ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Iceland ProFishing ehf., kt. 520101-2250, Hafnarstræti 9, 425 Flateyri, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - júní 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - júní 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar og Jafnvægisás ferðamála á Samráðsgátt

Á fundi ferðamálaráðherra á dögunum kynnti ráðherra fyrstu drög að stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030. Samhliða voru kynnt drög að niðurstöðum vinnu við mat á álagi vegna fjölda ferðamanna á Íslandi m.t.t. ástands og getu innviða, umhverfis og samfélags, sem fengið hefur nafnið Jafnvægisás ferðamála. Nú hafa þessi tvö grunnsjöl, sem saman mynda grunn að stefnumótun til langs tíma fyrir ferðaþjónustuna, verið lögð fram á Samráðsgátt stjórnvalda.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Gunnarshólmi Guesthouse

Ferðaskrifstofuleyfi Gunnarshólma Guesthouse., kt. 550610-0430, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Geitey ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Geiteyjar ehf., kt. 561202-2650, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Samkvæmt 25. gr. er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar.
Lesa meira

Stutt fræðslumyndbönd fyrir starfsfólk í upplýsingagjöf

Ferðamálastofa hefur árum saman staðið fyrir vornámskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra sem starfs síns vegna koma að upplýsingagjöf til ferðafólks. Í ár var ákveðið að fara aðra leið og útbúa stutt fræðslumyndbönd á ensku og íslensku sem eiga að nýtast fólki í þessum störfum.
Lesa meira