Fréttir

Öryggisáætlanir fyrir allar ferðir

Ferðaþjónustufyrirtæki sem hyggjast veita gæðaþjónustu verða að hafa öryggismálin í lagi. Eitt af aðalatriðunum í því er gerð öryggisáætlana en lögum samkvæmt ber öllum þeim sem framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir. Söluaðilar verða einnig að ganga úr skugga um að þeir sem framkvæma ferðir séu með öryggisáætlanir.
Lesa meira

Innköllun - Þrotabú WOW air hf.

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 28. mars 2019 var eftirtalið bú tekið til gjaldþrotaskipta. Sama dag voru undirritaðir skipaðir skiptastjórar í búinu. Frestdagur við gjaldþrotaskiptin er 28. mars. 2019.
Lesa meira

1,7% fækkun milli ára í mars

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 170 þúsund í nýliðnum mars eða um þrjú þúsund færri en í mars árið 2018, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkun milli ára nemur 1,7%. Bandaríkjamenn og Bretar voru fjölmennastir í mars eða 47% brottfara en Bandaríkjamönnum fækkaði um 9,1% milli ára og Bretum um 1,7%. Þjóðverjum sem voru í þriðja sæti fjölgaði hins vegar um 16,7%. Þá fjölgaði Ítölum um 25,5%.
Lesa meira

Ferðamenn með WOW Air í samanburði við ferðamenn með öðrum flugfélögum

Vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast vegna falls WOW hefur Ferðamálastofa dregið saman lykilniðurstöður úr könnun meðal erlendra ferðamanna og skoðað sérstaklega ferðamenn eftir flugfélagi til að fá mynd af ferðamynstri þeirra sem komu með WOW á árinu 2018.
Lesa meira

Inga Rós ráðin verkefnastjóri stafrænnar ferðaþjónustu

Inga Rós Antoníusdóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra á sviði stafrænnar ferðaþjónustu.
Lesa meira

Upplýsingar vegna rekstrarstöðvunar WOW Air

WOW AIR hefur hætt starfsemi og hér að neðan er að finna mikilvægar upplýsingar til farþega og ferðaþjónustuaðila. Í þessari erfiðu stöðu vill Ferðamálastofa hvetja ferðaþjónustuaðila til að aðstoða eftir fremsta megni þá ferðalanga sem lenda í vandræðum, hjálpa þeim við að afla upplýsinga og almennt sýna greiðvikni og sanngirni í hvívetna.
Lesa meira

Staða farþega og seljenda pakkaferða vegna rekstrarstöðvunar flugfélaga

Hér að neðan verða rakin helstu atriði varðandi stöðu farþega og seljenda pakkaferða vegna rekstrarstöðvunar flugfélaga, annars vegar þegar flug er hluti pakkaferðar og hins vegar þegar keyptur hefur verið stakur flugmiði.
Lesa meira

Áframhaldandi uppbygging um allt land

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið. Þetta er í annað sinn sem kynnt er sameiginlega um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Fjörefli ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Fjöreflis ehf., kt.650602-4470, Hlíðarsmára 1, 201 Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Heimsókn forseta Íslands

Ferðamálastofa fékk góða gesti í gær þegar forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid komu í heimsókn til okkar á starfsstöðina í Reykjavík. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast starfsemi Ferðamálastofu og hlutverki hennar fyrir ferðaþjónustuna í landinu.
Lesa meira