Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 28. október næstkomandi.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Travel to Iceland ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Travel to Iceland ehf., kt. 610114-1130, Álfhólsvegi 135, Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Mælaborðið birtir lykilmælikvarða ferðaþjónustunnar

Í Mælaborði ferðaþjónustunnar er nú hægt að fylgjast með þróun þeirra lykilmælikvarða sem skilgreindir voru í Vegvísi í ferðaþjónustu og ætlað er að meta stöðu, árangur og ávinning greinarinnar. Tilgangurinn er, að með einföldum hætti sé hægt að fylgjast með hvernig þessir grundvallarþættir eru að þróast og auðvelda þannig ákvarðanatöku og markmiðasetningu.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Arctic Experience ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Arctic Experience ehf., kt. 570402-3740, Fjallalind 68, Kópavogi, hefur verið felld úr gildi þar sem ferðaskrifstofan hefur hætt starfsemi.
Lesa meira

Mikil fjölgun frá Bandaríkjunum í sumar*

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um 291 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um sjö þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í ágúst í ár og fjölgaði þeim verulega frá árinu áður eða um 30,6%. Fækkun var í brottförum Þjóðverja, Frakka, Breta og Kanadamanna, næstfjöl-mennustu þjóðernanna í ágúst en hún var á bilinu 10-22%. Sé litið til nýliðins sumars í heild má sjá mun minni fjölgun í brottförum erlendra farþega en síðustu ár. Þannig var aukning yfir sumarmánuðina nú 3,3% á milli ára samanborið við 17,1% aukningu milli ára 2016-2017, 30,9% milli ára 2015-2016 og 24,4% milli ára 2014-2015. Frá áramótum hafa tæplega 1,6 milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 4,4% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Iceland round trip ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Iceland round trip ehf. kt. 470498-3079, Funalind 11, 201 Kópavogi, hefur verið felld úr gildi þar sem ferðaskrifstofan hefur hætt starfsemi.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Erlendis Travel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Erlendis Travel ehf. kt. 550416-1310, Álftamýri 12, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofan hefur hætt starfsemi.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Hægt að hefja undirbúning umsókna

Opnað verður fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða öðru hvoru megin við mánaðamótin september-október. Aðilar eru hvattir til að huga að umsóknum sínum í tíma og er ekkert því til fyrirstöðu að þeir hefji undirbúning nú þegar.
Lesa meira

Öryggi erlendra ferðamanna í umferðinni

Umferðaröryggi erlendra ferðamanna er viðfangsefni Umferðarþings Samgöngustofu þann 5. október næstkomandi á Grand Hótel. Ferðamálastofa er meðal aðila sem koma að undirbúningi og framkvæmd þingsins og er yfirskriftin: „Velkomin, en hvað svo?“
Lesa meira

Fosshótel Húsavík komið í Vakann

Fosshótel Húsavík hefur bæst í hóp vaskra Vakafyrirtækja og flaggar með stolti þremur stjörnum superior og brons merki í umhverfishlutanum. Þar með eru 8 hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðir á vegum keðjunnar Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.
Lesa meira