Fréttir

Milljarðahagsmunir en lítið gegnsæi

Þókunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum á hverju ári. Lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir er meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Fyrstu niðurstöður voru kynntar í dag á fundi sem Ferðamálastofa stóð fyrir í samvinnu við Íslenska Ferðaklasann.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - mars 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - mars 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Nýtt í Mælaborði ferðaþjónustunnar – Fjöldi í hvalaskoðun og talningar á áfangastöðum

Mælaborð ferðaþjónustunnar er stöðugt uppfært með nýjum gögnum og nú hafa einnig bæst við tveir nýir flokkar. Um er að ræða fjölda gesta í hvalaskoðun og heimsóknartölur fyrir þrjá áfangastaði
Lesa meira

Nú fer hver að verða síðastur!

Eins og flestir vita tók ný löggjöf um ferðamál gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Hún hefur í för með sér að leyfi ferðaskipuleggjenda og skráningar bókunarþjónusta falla úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Fyrir þann tíma þurfa þeir aðilar sem ætla að halda áfram starfsemi að endurskilgreina starfsemi sína og sækja um nýtt leyfi sem ferðasali dagsferða eða ferðaskrifstofa, eftir eðli starfseminnar.
Lesa meira

Kíkt í verkfærakistu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Hæft starfsfólk er lykilatriði til að bjóða upp á ferðaþjónustu í fremstu röð. Stórt skref í þessa átt var stigið með stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og í þessum nýjasta þætti af Ferðalausnir – stafræn tækifæri fer Hildur Hrönn Oddsdóttir yfir starfsemi Hæfnisetursins og helstu verkfæri þess með áherslu á stafræna miðlun.
Lesa meira

Þáttur bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar - hádegisfyrirlestur

Næsti hádegisfyrirlestur á vegum rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu verður haldinn föstudaginn 22. mars næstkomandi. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar um þátt bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Íslenska ferðaklasann, í húsnæði hans að Fiskislóð 10 i Reykjavík.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Thomsen Travel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Thomsen Travel ehf., kt. ,630909-0660, Borgartúni 8, 105 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Samkvæmt 25. gr. er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar.
Lesa meira

Ferðamálastofa leiðir verkefni um stafræna væðingu ferðaþjónustu

Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019. Í formennskuáætlun Íslands er sjónum beint að málefnum ungs fólks, hafinu og sjálfbærri ferðamennsku. Ferðamálastofa leiðir eitt þriggja verkefna, sem varða sjálfbæra ferðamennsku í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Verkefnið ber heitið Stafræn væðing ferðaþjónustu og þátttakendur eru, auk Íslands, Grænland og Finnland.
Lesa meira

Menntamorgun ferðaþjónustunnar – Bein útsending

Fundaröðin Okkar bestu hliðar – menntamorgnar ferðaþjónustunnar heldur áfram í dag kl. 8.30 – 10.30 í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4 á Akureyri og einnig í beinu streymi á netinu. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF standa fyrir þessum viðburðum.
Lesa meira

Samkeppnismat á ferðaþjónustu í samstarfi við OECD - Könnun

Á næstu misserum munu íslensk stjórnvöld í samstarfi við Efnahags- og framfarastofnunina OECD framkvæma samkeppnismat á tilteknum sviðum atvinnulífsins, þ.e. ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Tilgangur er að greina gildandi regluumhverfi með tilliti til þess hvort í þeim reglum sem atvinnulífinu er gert að starfa eftir felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi.
Lesa meira