Fréttir

Áskorun um kröfulýsingu – Saga Travel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi fyrirtækisins Saga Travel ehf., kt. 421009-1040, Fjölnisgötu 6a, 603 Akureyri, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofan var úrskurðuð gjaldþrota 27. apríl sl.
Lesa meira

Næstu fjarnámskeið í gerð öryggisáætlana

Ferðamálastofa hefur undanfarið boðið upp á fjarnámskeið í gerð öryggisáætlana, samkvæmt lögum ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir fyrir ferðir sínar. Næstu námskeið verða 6. og 7. maí og er skráning hafin.
Lesa meira

Skráning hafin á Iceland Travel Tech 8. maí

Iceland Travel Tech fer fram í annað sinn þann 8. maí í stafrænum heimi. Iceland Travel Tech er sameiginlegt verkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans sem miðar að því að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira

Hvatningarátak innanlands - Kynning og upptökur

Ferðamálastofa stóð í gær fyrir kynningarfundi um væntanlegt hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands. Meðal annars var farið yfir hvernig ferðaþjónustan getur nýtt sér hvatningarátakið og auglýsingaefni sem útbúið verður í tengslum við það. Efni frá fundinum er nú aðgengilegt hér á vefnum.
Lesa meira

Viðbótarúthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðstafað 200 milljón kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020 með hliðsjón af vinnu stjórnar sjóðsins frá úthlutun ársins 2020 í mars síðastliðinn.
Lesa meira

Hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands í undirbúningi

Í vor fer í gang nýtt átak þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í ár og kaupa vörur og þjónustu. Markmiðið er að vekja athygli á fjölbreyttri ferðaþjónustu um allt land. Allt efni er hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að aðilar í ferðaþjónustu og aðrir geti auðveldlega nýtt það í sínu eigin markaðsefni og aðgerðum.
Lesa meira

Langvarandi rekstrarlægð framundan í ferðaþjónustu

Miklar líkur eru á að rekstrarlægðin sem COVID-19 heimsfaraldurinn veldur í ferðaþjónustu hér á landi muni verða djúp og vara næstu 12-24 mánuði. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála.
Lesa meira

Erlendir ferðamenn með tæp 90% greiddra gistinótta 2019

Heildarfjöldi greiddra gistinótta ferðamanna á Íslandi var um 10 milljónir árið 2019. Hlutdeild erlendra ferðamanna var um 89%.
Lesa meira

Rúmlega helmings fækkun í mars

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 80 þúsund í nýliðnum mars samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða innan við helmingur brottfara marsmánuðar í fyrra, þegar þær voru 170 þúsund. Vart þarf að fjölyrða um ástæður þessarar fækkunar
Lesa meira

Fjarnámskeið í gerð öryggisáætlana

Samkvæmt lögum ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir fyrir ferðir sínar. Ferðamálastofa býður upp á hagnýtt námskeið þar sem farið verður yfir það hvað felst í öryggisáætlun og þá þætti sem þurfa að vera til staðar svo að öryggisáætlun teljist fullnægjandi.
Lesa meira