Fréttir

Til mikils að vinna að ná sterkri viðspyrnu sem fyrst

Þrátt fyrir margskonar óvissu sem enn er upp varðandi þróun Covid-19 þá er ýmislegt sem við getum haft áhrif á það sem framundan er. Til mikils er að vinna til að ná sterkri viðspyrnu sem fyrst og geta þannig mætt jákvæðri þróun varðandi almennan bata þegar sú þróun kemur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sviðsmyndagreiningu sem kynnt var á fundi sem KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála stóðu fyrir í dag.
Lesa meira

Iceland Day Trips ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Iceland Day Trips sf., kt. 5903130680, Þinghólsbraut 24, 200 Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Iceland Locations ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Iceland Locations ehf., kt. 6009022530, Melgerði 2, 200 Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Stofulind ehf. - AroundTheWorld.is

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Stofulind ehf. með skráð hjáheitið AroundTheWorld.is, kt. 5411972579, Arnarás 4, 210 Garðabæ, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Bodia Ferðir ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Bodia Ferðir ehf., kt. 6507070520, Barrholti 23, 270 Mosfellsbæ, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Skýrslur með niðurstöðum landamærarannsóknar 2019

Tvær skýrslur hafa verið gefnar út á vegum Ferðamálastofu sem byggja á niðurstöðum úr reglubundinni könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna árið 2019. Annars vegar er um að ræða heildarsamantekt á svörum ferðamanna og hins vegar frekari greiningu á svörum við opnum spurningum könnunarinnar.
Lesa meira

Sviðsmyndir ferðaþjónustu á Íslandi

Miðvikudaginn 28. október frá kl. 9:00-10:30 halda KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála, rafrænan kynningarfund á sviðsmyndum um starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu á komandi misserum. Sviðsmyndirnar voru gerðar með aðkomu aðila með sérþekkingu á starfsumhverfi greinarinnar.
Lesa meira

Eftirlit með lánveitingum úr Ferðaábyrgðasjóði

Í samræmi við tilkynningu Ferðamálastofu frá 9. október síðastliðnum mun stofnunin hefja eftirlit með ráðstöfun lána úr Ferðaábyrgðasjóði um næstu mánaðarmót. Markmið eftirlitsins er að staðfesta að lánum úr Ferðaábyrgðasjóði hafi verið ráðstafað í samræmi við þau lög sem um hann gilda.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - október 2020

Ferðaþjónusta í tölum - október 2020 kom út í dag. Um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Heimild til tímabundinnar lækkunar tryggingarfjárhæðar

Í ljósi heimsfaraldursins og hins mikla samdráttar í ferðaþjónustu vill Ferðamálastofa benda seljendum pakkaferða á að heimild er í lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 til að sækja um tímabundna lækkun tryggingarfjárhæðar á grundvelli samdráttar eða mikilla árstíðabundinna sveiflna í rekstri.
Lesa meira