Fréttir

Skráning hafin á Mannamót 2018

Markaðsstofur landshlutanna setja upp stefnumótið Mannamót í Reykjavík í fjórða sinn, fimmtudaginn 18. janúar 2018 frá kl. 12.00 - 17.00 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Hugtakasafn ferðaþjónustunnar kynnt

Í dag var kynnt Hugtakasafn ferðaþjónustunnar en það inniheldur rúmlega 300 orð og hugtök á íslensku og ensku sem tíðkast að nota innan greinarinnar. Um er að ræða fyrstu útgáfu og er gert ráð fyrir að uppfæra safnið reglulega.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun á Suðurlandi

Frá því á vormánuðum hefur verið unnið að gerð áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland og hefur sú vinna farið vel af stað. Skipað var í vinnuhópa í sumar og fyrstu tveimur vinnufundum svæða á Suðurlandi lokið.
Lesa meira

Nánara niðurbrot brottfarartalna með fjölgun þjóðerna

Í júní síðastliðnum var þjóðernum í brottfarartalningum á Keflavíkurflugvelli fjölgað úr 18 í 32. Því eru nú komnir fimm mánuðir þar sem hægt er að greina tölurnar nánar niður á þjóðerni en hægt hefur verið fram til þessa.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun á Vesturlandi

Góður gangur er í verkefni um gerð áfangastaðaáætlunar, DMP á Vesturlandi. Framundan síðar í mánuðinum eru opnir súpufundir eða vinnufundir á öllum svæðum, þar sem vonast er eftir góðri þátttöku heimafólks á hverjum stað.
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra í Vakann

Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra í Varmahlíð hefur lokið innleiðingu gæða- og umhverfiskerfisins Vakans.
Lesa meira

23 sækja um starf ferðamálastjóra

Alls bárust 23 umsóknir um starf ferðamálastjóra en umsóknarfrestur rann út 31. október síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Lesa meira

182.000 brottfarir erlendra farþega í október

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi voru 181.900 talsins í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 23 þúsund fleiri en í október á síðasta ári.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir landshlutanna - Heildstæð nálgun til mótunar á framtíð ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála standa nú sameiginlega að gerð svonefndra áfangastaðaáætlana - DMP (e. Destination Management Plans) í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna, sem fara með verkefnisstjórn áætlangerðarinnar á sínum svæðum. Í þessari grein sem birtist í fjölmiðlum fyrr í haust fara þær Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnisstjóri svæðisbundinnar þróunar á Ferðamálastofu, yfir verkefnið. M.a. forsögu þess, hvað áfangastaðaáætlanir fela í sér og hvers er vænst af þeim.
Lesa meira

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir er nýjasti þátttakandinn í Vakanum

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir er nú orðið hluti af ört stækkandi hópi fyrirtækja innan Vakans með viðurkenndan veitingastað og 3ja stjörnu superior hótel.
Lesa meira