Fara í efni

Þátttakendum í Vakanum fjölgar um tvo

Tvö ný í Vakann

Á myndinni eru frá vinstri Karen Björk Sigríðardóttir og Kjartan Guðmundsson starfsmenn Upplýsingarmiðstöðvarinnar og Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvarinnar og Hveragarðsins.

Nú styttist í hundraðasta fyrirtækið í Vakanum en þátttakendum fjölgaði um tvo nýverið þegar Upplýsingamiðstöð Suðurlands og Hveragarðurinn í Hveragerði bættust í þann glæsilega hóp sem fyrir er í Vakanum.

Upplýsingamiðstöðin, sem staðsett er í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði, hefur verið starfrækt síðan 1999 og er opin alla daga ársins nema á stórhátíðardögum. Bakhjarlar upplýsingamiðstöðvarinnar eru Hveragerðisbær, Ferðamálastofa og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Sífellt fleiri gestir heimsækja upplýsingamiðstöðina ár frá ári en um 250 þúsund gestir heimsóttu upplýsingamiðstöðina árið 2016.

Hveragarðurinn Hveragerði, sem staðsettur er í miðju bæjarins, er einstakur fyrir það að hvergi annars staðar í heiminum er virkt hverasvæði í miðjum bæ. Garðurinn er opinn alla daga og tekur á móti ferðamönnum, einstaklingum og hópum í margskonar dagskrá sem tengist jarðhitanum. Garðurinn er í eigu Hveragerðisbæjar.