Málþing um gæðamál í ferðaþjónustu

Hof Akureyri

Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og Ferðamálastofa halda málþing í Hofi, fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 13:00-16:30. Málþingið er öllum opið og skráning er ókeypis.

Mikil umfjöllun hefur verið undanfarin ár um ferðaþjónustu á Íslandi og í ljósi þess að hún er orðin meðal stærstu atvinnugreina landsins verður fyrst og fremst að tryggja stöðugleika hennar.

 • Hver er áherslan í gæðamálum innan atvinnugreinarinnar?
 • Skipta gæðamál máli varðandi ferðaþjónustuna á Íslandi og hver er framtíðarsýnin í þeim efnum?
 • Fyrirlesarar eru frá hinum ýmsu greinum ferðaþjónustunnar, svo sem flugþjónustu, opinberum stofnunum, hótelum sem og einstaklingar sem hafa unnið við eða í tengslum við ferðaþjónustu.
 • Málþinginu lýkur með pallborðsumræðum með þátttöku frummælenda.

Frummælendur eru:

 • Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group
  • „Áfangastaður sem upplifun“
 • Erla Sigurðardóttir verkefnastóri hjá Ferðamálastofu
  • „Vakinn, gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu“
 • Hrafnhildur E. Karlsdóttir hótelstjóri Hótel KEA
  • „Frá mínum bæjardyrum séð“
 • Edward Huijbens prófessor við Háskólann á AkureyriI
  • „Gæði, gestrisni og ferðaþjónusta“
 • Karl Jónsson eigandu Lamb-Inn
  • „Gæðamál án gæðastjóra“
 • Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Norðursiglingar
  • „Uppbygging ferðaþjónustu í mismunandi löndum“

Edward Huijbens stjórnar pallborðsumræðum

Málþingsstjóri er Þóra Ýr Árnadóttir gæðastjóri Ramma og formaður Gæðastjórnunarfélags Norðurlands

Skráning

Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig. 

 Lokadagur skráningar er 10. maí.

Hádegisverður á 1862 Nordic Bistro

1862 Nordic Bistro býður þátttakendum vildarkjör á hádegisverði, kjörið tækifæri til að hittast áður en málþingið hefst. 

Auglýsing sem PDF


Athugasemdir