Extreme Iceland í Vakann

Extreme Iceland í VakannExtreme Iceland hlaut nýverið viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta. Extreme Iceland er alhliða ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi, sem tók til starfa árið 2010 og hefur á stuttum tíma farið úr fámennu fjölskyldufyrirtæki í 100 manna vinnustað.

"Extreme Iceland býður uppá fjölda skipulagðra ferða alla daga ársins og leggur áherslu á að halda hópum fámennum til að hámarka sveigjanleika og upplifun í ferðum. Einnig aðstoðar fyrirtækið einstaklinga jafnt sem hópa við að skipuleggja Íslandsdvöl sína frá byrjun til enda, allt eftir þörfum hvers og eins. Unnið er að því að veita framúrskarandi þjónustu með öryggi viðskiptavina og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi, og er viðurkenning Vakans staðfesting á þeirri vinnu og hvatning til að halda áfram á þeirri braut," sagði Ólöf Vala Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Exreme Iceland þegar hún tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.

Við hjá Vakanum og Ferðamálastofu óskum fyrirtækinu og starfsfólki þess innilega til hamingju og bjóðum þau velkomin í hóp gæðafyrirtækja í Vakanum.

 


Athugasemdir