Endurskoðuð gæða- og umhverfisviðmið Vakans

Ný og endurskoðuð útgáfa almennra og sértækra gæðaviðmiða Vakans ásamt endurskoðuðum umhverfisviðmiðum hefur nú litið dagsins ljós. Í flestum tilvikum er um að ræða 3. útgáfu sértækra gæðaviðmiða. Einnig hefur verið bætt við nýjum sértækum gæðaviðmiðum í  takt við aukna fjölbreytni í framboði á afþreyingu. Má til dæmis nefna sértæk gæðaviðmið fyrir íshellaskoðun og þyrluflug.

Í upphafi voru sértæku viðmiðin 24 talsins en eru nú orðin 30 auk almennra gæðaviðmiða og umhverfisviðmiða. Breytingar sem gerðar hafa verið eru af ýmsum toga. Sums staðar hefur einungis orðalagi verið breytt en annars staðar hafa kröfur verið auknar og  ný viðmið verið sett fram. Öll ný viðmið eru stjörnumerkt.

Ef um mikla breytingu er að ræða eða þar sem kröfur eru auknar verulega er fyrirtækjum gefinn  aðlögunarfrestur til úrbóta. Viðmiðin hafa öll fengið umsögn sérfræðinga á sínu sviði.

Þessi útgáfa viðmiðanna verður endurskoðuð eigi síðar en 31. desember 2021.


Athugasemdir