Fara í efni

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017? – ferdamalastofa.is í 9. sæti

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017? – ferdamalastofa.is í 9. sæti


Vefur Ferðamálastofu, ferdamalastofa.is, var í 9. sæti af 125 vefjum opinberra stofnana í árlegri úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2017. Fékk vefurinn 94 stig af 100 mögulegum þegar heildarniðurstöður eru skoðaðar.

Öryggið kannað í fyrsta sinn

Kannanir á opinberum vefjum hafa verið framkvæmdar annað hvert ár frá 2005. Í hvert sinn hafa verið kannaðir um það bil 300 opinberir vefir og hefur úttektin náð yfir innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku. Þá var árið 2017 í annað sinn gerð úttekt á öryggi opinberra vefja þar sem vefirnir voru skannaðir til að finna hugsanlega veikleika í öryggi þeirra. Engir öryggisveikleikar fundust á vef Ferðamálastofu.

Niðurstöður einstakra flokka

Ferðamálastofa fær fullt hús stiga fyrir bæði innihald og nytsemi. Þjónusta skilar 97 stigum af 100 mögulegum. Þar er m.a. verið að skoða hvernig stofnanir standa sig varðandi rafræna þjónustu og málsmeðferð á vefnum og möguleika á lýðræðislegri þátttöku. Fyrir aðgengi fær vefurinn 79 stig af 100, sem er veruleg framför frá fyrra ári þótt enn sé svigrúm til að gera betur. Kröfur um aðgengi byggja á ákveðnum staðli og einnig tekið mið af nýrri tilskipun ESB um aðgengi að opinberum vefsíðum. Horft er til ólíkra þarfa notenda eftir því hvernig fötlun þeirra er, svo sem sjónskerðing, heyrnarskerðing, hreyfihömlun o.s.frv.

 

Úttekt á opinberum vefjum