Reglur um gistingu utan tjaldsvæða

Tjald í LandmannalaugumUmhverfisstofnun hefur birt á vef sínum upplýsingar um þær reglur sem gilda varðandi tjöld og aðra gistingu utan skipulagðra tjaldsvæða. Upplýsingarnar eru birtar bæði á íslensku og ensku.

Eins og fram kemur þá tóku í nóvember 2015 í gildi ný náttúruverndarlög þar sem nokkrar breytingar urðu á því hvar sé heimilt að tjalda. Til að mynda var lögunum breytt í þá vegu að nú er óheimilt að hafa næturgistingu í tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldstæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda eða rétthafa lands komi þar til.

 Mynd: Frá Landmannalaugum, ©Ragnar Th. Sigurðsson


Athugasemdir