Fara í efni

Skipulagning ferða til Frakklands leyfisskyld

Að gefnu tilefni er vert að benda á að þeir sem íhuga að bjóða upp á ferðir til Frakklands í tengslum við landsleiki Íslands þurfa að hafa til þess leyfi frá Ferðamálastofu. Sé um dagsferð að ræða þarf ferðaskipuleggjendaleyfi en ef gisting er innifalin þarf ferðaskrifstofuleyfi.

Allar nánari upplýsingar eru hér á vefnum undir Leyfi og löggjöf.