Fara í efni

Námskeið fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu ? samningatækni

samningatækni
samningatækni

Þann 24 janúar bjóða Samtök ferðaþjónustunnar og Opni háskólinn í Reykjavík bjóða nú upp á fjórða hagnýta námskeiðið fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu á þessum vetri. Fyrri námskeið hafa notið mikilla vinsælda. Sérkjör eru í boði fyrir félagsmenn SAF.

Aðal sölutímabilið að fara í hönd
Að þessu sinni er farið í samningatækni en telja má víst en þetta námskeið muni gagnast stjórnendum vel nú þegar eitt aðal sölutímabiliið í greininni er framundan.

Skapa traust fyrir langtíma viðskiptasamband
Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig nýta má samningatækni til að ná hagstæðri niðurstöðu í samningaviðræðum við viðskiptavini og þjónustuaðila og skapa traust fyrir langtíma viðskiptasambönd í ferðaþjónustu.

Sérstaklega verður greint frá því hvernig hagnýta megi rannsóknir á menningarmun í uppbyggingu viðskiptasambanda við fólk frá mismunandi menningarsvæðum og jafnframt hvað beri að varast. Fjallað verður um hvernig má auka hæfni í lausn á ágreiningi og hvernig snúa megi átökum í árangursríkt samstarf o.fl.

Leiðbeinandi
Aðalsteinn Leifsson, MBA, lektor við Viðskiptadeild HR.  Sérsvið Aðalsteins eru samningatækni og alþjóðaviðskipti, en hann hefur víðtæka reynslu af alþjóðlegum samskiptum.

Kennslufyrirkomulag
Staðsetning: Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík að Menntavegi 1, 101 Reykjavík.
Dagsetning: Fimmtudagur 24. janúar frá kl.9:00 - 16:00.
Lengd: 7 klst.
Verð: 45.000 krónur* (innifalið í verði eru léttar veitingar og námskeiðsgögn)

* Sérkjör til félagsmanna SAF og samstarfsaðila markaðsstofa landshlutanna er 39.000 kr. Ath. nauðsynlegt er að senda verkefnastjóra námskeiðsins, Hebu Soffíu Björnsdóttur, tölvupóst á netfangið hebasoffia@hr.is til að nýta sér tilboðið.