Fréttir

Námskeið fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu ? samningatækni

Þann 24 janúar bjóða Samtök ferðaþjónustunnar og Opni háskólinn í Reykjavík bjóða nú upp á fjórða hagnýta námskeiðið fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu á þessum vetri. Fyrri námskeið hafa notið mikilla vinsælda. Sérkjör eru í boði fyrir félagsmenn SAF. Aðal sölutímabilið að fara í höndAð þessu sinni er farið í samningatækni en telja má víst en þetta námskeið muni gagnast stjórnendum vel nú þegar eitt aðal sölutímabiliið í greininni er framundan. Skapa traust fyrir langtíma viðskiptasambandÁ námskeiðinu verður fjallað um hvernig nýta má samningatækni til að ná hagstæðri niðurstöðu í samningaviðræðum við viðskiptavini og þjónustuaðila og skapa traust fyrir langtíma viðskiptasambönd í ferðaþjónustu. Sérstaklega verður greint frá því hvernig hagnýta megi rannsóknir á menningarmun í uppbyggingu viðskiptasambanda við fólk frá mismunandi menningarsvæðum og jafnframt hvað beri að varast. Fjallað verður um hvernig má auka hæfni í lausn á ágreiningi og hvernig snúa megi átökum í árangursríkt samstarf o.fl. LeiðbeinandiAðalsteinn Leifsson, MBA, lektor við Viðskiptadeild HR.  Sérsvið Aðalsteins eru samningatækni og alþjóðaviðskipti, en hann hefur víðtæka reynslu af alþjóðlegum samskiptum. Nánari upplýsingar og skráning  KennslufyrirkomulagStaðsetning: Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík að Menntavegi 1, 101 Reykjavík. Dagsetning: Fimmtudagur 24. janúar frá kl.9:00 - 16:00. Lengd: 7 klst.Verð: 45.000 krónur* (innifalið í verði eru léttar veitingar og námskeiðsgögn) * Sérkjör til félagsmanna SAF og samstarfsaðila markaðsstofa landshlutanna er 39.000 kr. Ath. nauðsynlegt er að senda verkefnastjóra námskeiðsins, Hebu Soffíu Björnsdóttur, tölvupóst á netfangið hebasoffia@hr.is til að nýta sér tilboðið.  
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í nóvember

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í nóvember ber síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.´ Gistinóttum á hótelum í nóvember fjölgaði um 48%Gistinætur á hótelum í nóvember voru 115.200 samanborið við 77.600 í nóvember 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 75% af heildarfjölda gistinátta í nóvember en gistinóttum þeirra fjölgaði um 54% samanborið við nóvember 2011. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 33% fleiri en árið áður. Þessar tölur ríma vel við talningar Ferðamálastofu í Leifsstöð sem sýndu 60% fjölgun erlendra ferðamanna á milli ára í nóvember. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur  91.300 eða um 52% fleiri en í nóvember 2011. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 120%, voru 7.300 samanborið við 3.300 í nóvember 2011. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um 43% en þar var fjöldi gistinátta í nóvember 2.100. Á Suðurlandi voru 7.700 gistinætur á hótelum í nóvember sem er um 17% aukning samanborið við fyrra ár. Gistinóttum á Suðurnesjum fjölgaði á milli ára um 16%, voru 4.900 samanborið við 4.200 í nóvember 2011. Gistinætur á Austurlandi voru 1.900 í nóvember og fækkaði um 4% á milli ára. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 20% á fyrstu ellefu mánuðum ársinsGistinætur á hótelum fyrstu ellefu mánuði ársins voru 1.696.300 til samanburðar við 1.416.700 á sama tímabili árið 2011. Gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 21% en gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 12%. Nánar á vef Hagstofunnar  
Lesa meira

Könnun um almenn störf í ferðaþjónustu

Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar um almenn störf í ferðaþjónustu sem Samtök ferðaþjónustunnar höfðu forgöngu um að að láta vinna. Könnunin var unnin af Maskínu ehf. að beiðni SAF og fleiri aðila og var styrkt af Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar. Skapa forsendur fyrir raunhæfnimati og byggja upp námKönnunin er liður í tilraunaverkefni í ferðaþjónustu sem stýrt er af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Starfsgreinasambands Íslands. Tilgangur tilraunaverkefnisins er að greina hvaða störf í þessari grein ferðaþjónustunnar eru unnin af almennum starfsmönnum og hvaða færni þarf til að sinna þeim. Markmiðið er að til verði lýsingar á færnikröfum þessara starfa svo beita megi raunfærnimati og byggja upp nám til að styrkja núverandi starfsmenn og undirbúa nýja. Slíkt nám þarf að uppfylla skilyrði laga um tengingu við viðmiðaramma um menntun og opna fyrirfram skilgreindar leiðir að frekari menntun. Gagnlegar upplýsingarÚr niðurstöðum könnunarinnar má greina ýmsar gagnlegar upplýsingar sem nýtast munu í starfshópi tilraunaverkefnisins og staðfesta jafnframt í stórum dráttum þá greiningu sem þar hefur farið fram þ.e. hvaða störf eru unnin af almennum starfsmönnum og hvaða færni þarf til að sinna þeim. Helstu niðurstöðurÝmislegt forvitnilegt kom fram og má þar t.d. nefna: Meðalstarfsaldur starfsfólks var nokkuð hærri en við var búist eða 4,65 ár Tveir af hverjum fimm töldu líklegt að þeir yrðu enn í starfi innan ferða-veitinga- eða gistihúsageirans eftir 5 ár Áhugi stjórnenda á að bjóða upp á styttri námskeið er mun meiri en áhugi hjá starfsfólki Tæp 73% stjórnenda hafa mikinn áhuga á að boðið verði upp á styttri námskeið Rösklega 29% starfsfólks hefur áhuga á að mennta sig frekar. Könnunin í heild (PDF) Mynd: Reykjavíkurtjörn©Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com
Lesa meira

Samið um ritun og útgáfu á sögu ferðaþjónustunnar

Samtök ferðaþjónustunnar höfðu sem kunnugt er frumkvæði að því að láta skrifa sögu ferðaþjónustunnar. Skrifað hefur verið undir samkomulag við Bókaútgáfuna Opnu um útgáfuna en áður gerði Opna samkomulag við Helgu Guðrúnu Johnson og Sigurveigu Jónsdóttur um að skrifa bókina.  Kemur út 2014Bókin verður 350 bls. í brotinu 230 x 280 mm. og verður ríkulega myndskreytt.  Útgáfudagur verður í síðasta lagi 1. október 2014 en skrifin hefjast í janúar 2013 og er gert ráð fyrir að þau taki eitt ár. SAF og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gerðu á fyrra með sér samning um fjármagn til verksins. Vel skipuð ritnefndÍ ritnefnd eiga sæti: Hildur Jónsdóttir, Farvegur ehf. -formaður nefndarinnar, Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel Ísafirði, Guðjón Arngrímsson Icelandair, Helga Haraldsdóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Magnús Oddsson, fyrrv. ferðamálastjóri.  Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, starfar með nefndinni.  Viðtöl við frumkvöðla á vef SAFHöfundar munu víða geta leitað fanga.  SAF og áður SVG hafa látið skrifa viðtöl við fjölda fólks í ferðaþjónustu en þau eru á heimasíðu SAF.  Það er von allra aðstandenda að bókin verði fróðleg, lifandi og skemmtileg lesning. Gögn frá Kjartani LárussyniStjórn SAF ákvað fyrir skömmu að festa kaup á miklu gagnasafni, sem Kjartan Lárusson hefur safnað síðustu 40 árin og er þessa dagana verið að koma því fyrir í Menntaskólanum í Kópavogi.  Gögnin munu fá verðugan sess í bókasafni skólans sem verður fljótlega endurhannað og verður það geymt þar sem eign SAF þangað til safn helgað ferðaþjónustunni verður sett á laggirnar í framtíðinni.  Mynd: Ritnefnd SAF auk fulltrúa bókaútgefanda og rithöfundum. Frá vinstri Magnús Oddsson, Erna Hauksdóttir, Helga Johnson, Hildur Jónsdóttir, formaður ritnefndar, Sigurveig Jónsdóttir, Sigurður Svavarsson, Útgáfufélaginu Opnu, Guðjón Arngrímsson og Helga Haraldsdóttir. Á myndina vantar Áslaugu Alfreðsdóttur sem á sæti í ritnefnd.  
Lesa meira

Kortlagning og samstarfsmótun íslenskrar ferðaþjónustu - Vinnustofa á Suðurnesjum

Vert er að vekja ahygli þeirra sem á einhvern hátt tengjast ferðaþjónustu á Suðurnesjum á verkefni sem að nú er farið af stað á landsvísu. Verkefnið snýst um að greina stöðu íslenskrar ferðaþjónustu og draga fram forgangsröðun og tillögur þeirra einstaklinga sem að vinna í ferðaþjónustunni varðandi helstu áherslur greinarinnar til næstu framtíðar. Ráðgjafafyrirtækið Gekon stýrir vinnunni en upphafsfundur verkefnisins var haldinn þann 9. október. Sjá nánar um stofnfund ferðaþjónustuklasans Vinnustofur um allt landHluti af þessari greiningarvinnu er fólgin í vinnustofum sem haldnar verða út um allt land og verður sú fyrsta haldin í Eldey þann 8. janúar kl. 9-16. Greina á hvert landsvæði fyrir sig og síðan landið í heild. Næsta haust á síðan að liggja fyrir hvert íslensk ferðaþjónusta vill stefna á næstu árum og hvaða verkefni þarf að ráðast í til að ná m.a. markmiðum um aukna samkeppnishæfni og meiri arðsemi. Markmið vinnustofannaMarkmið vinnustofanna er að draga fram ólík sjónarmið allra þeirra aðila sem tengjast ferðaþjónustu með beinum og óbeinum hætti. Þarna er horft til sérstöðu hvers landshluta fyrir sig og horft fram á við. Hindranir og vandamál íhuguð og leitað sameiginlegra lausna. Það er von okkar sem að þessu standa að sem flestir sjái sér hag í því að vera með í þessu samstarfi. Allar frekari upplýsingar veita starfsfólk Gekon.Friðfinnur Hermannsson S: 860 1045Rósbjörg Jónsdóttir S: 892 2008   Dagskrá vinnustofunnar í Eldey 8.janúar 2013: Kl. 09:00 -10:15 -Inngangur – Fulltrúi Gekon-Af hverju klasasamstarf í ferðaþjónustu? Fulltrúi Gekon-Virðisauki í ferðaþjónustu – Rannveig Grétarsdóttir, Elding-Fróðleikur sem snýr að viðkomandi svæði. – Fulltrúi Gekon Kaffihlé Kl. 10:30 – 12:00-Helstu áskoranir og þarfir í hverjum landshluta – erindi frá fagaðilum   Sérstaða landshlutans   Skipulag og stjórnun ferðaþjónustu á svæðinu    Þekking og hæfni á svæðinu    Græn nálgun   Markaðsmál Hádegisverðarhlé Kl. 12:45-16:00-HópavinnaÞátttakendur taka þátt í hópavinnu er tengist þeim efnisflokkum sem erindin á undan endurspegla. Ef menn óska eftir að taka þátt í ákveðnum efnisflokki verður reynt að koma því við eftir því sem aðstæður leyfa. Samantekt og fundarlok
Lesa meira