Fara í efni

Sigurður Atlason áfram formaður á Vestfjörðum

Stjórn FV
Stjórn FV

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða var haldinn í Bjarkalundi í Reykhólasveit um nýliðna helgi. Þar var meðal annars kosið í stjórn og var Sigurður Atlason endurkjörinn formaður.

Sigurður, sem veitir Strandagaldri á Hólmavík forstöðu, hefur verið formaður samtakanna síðastliðin þrjú ár. Hann hafði lýst því yfir að hann gæfi ekki kost á sér áfram og fór yfir ástæður þess á aðalfundinum. Sigurður er afar ósáttur við vinnubrögð við fyrirhugaða sameiningu stofnana stoðkerfisins á Vestfjörðun, eins og nánar kemur fram í frétt reykholar.is af fundinum. Eftir eindregnar áskoranir féllst Sigurður á að bjóða sig áfram fram og var einn í köri til formanns. Með honum í stjórn voru kjörin: Ester Rut Unnsteinsdótir, Sigurður Arnfjörð, Elfar Logi Hannesson, Halldóra Játvarðardóttir, Jón Þórðason og Valgeir Benediktsson.

Mynd: Ný stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða, af www.reykholar.is