Fara í efni

Top Resa í Frakklandi - þátttökukönnun

topresa
topresa

Í kjölfar góðs fundar um franska markaðinn fyrr í vetur kannar Íslandsstofa nú áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á ferðakaupstefnunni IFTM Top Resa sem fer fram í París í Frakklandi dagana 18.- 21. september næstkomandi.

Kaupstefnan er haldin á hverju ári og er orðin sú þýðingarmesta í landinu í alþjóðlegu tilliti. Á síðasta ári sóttu hana um 28.000 fagaðilar.

Top Resa býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu upp á gott tækifæri til að kynna sig, sem og viðhalda og útvíkka viðskiptasambönd sín í Frakklandi. Sýningin verður eingöngu opin fagfólki (B2B) alla fjóra dagana. 

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Davíð Jóhannsson hjá Íslandsstofu, david@islandsstofa.is fyrir 29. apríl nk.

Nánari upplýsingar um Top Resa.