Fara í efni

Áætlunarflug hafið til Húsavíkur

ernir
ernir

Reglubundið áætlunarflug hófst aftur til Húsavíkur um helgina eftir tólf ára hlé. Flugfélagið Ernir mun fara sjö ferðir á viku á flugvöllinn í Aðaldal, fjóra daga vikunnar.

Von forsvarsmanna Ernis er að hægt verði að gera út flug til Húsavíkur allt árið um kring, segir í frétt. Húsavík er fimmti áætlunarstaður Flugfélagsins Ernis en fyrir flýgur félagið til Vestmannaeyja, Hafnar í Hornafirði, Bíldudals og á Gjögur.

www.ernir.is